Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 26
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
ólíkum sjónarmiðum leyft að njóta
sín á sama tíma og tryggt er eftir
megni að samstaða ríki um opinbera
kynningu ákvörðunarinnar. Í starfs-
reglunum er ennfremur tiltekið að
seðlabankastjóri leggi ekki fram til-
lögu um ákvörðun fyrr en eftir að
nefndarmenn hafi fengið tækifæri
til að gera grein fyrir afstöðu sinni.
Engin ein skoðun ráðið ríkjum
Er tilefni til að óttast að skoðana-
skipti innan nefndarinnar séu of
einsleit og staða seðlabankastjóra
of sterk í krafti þess að meiri-
hluti nefndarinnar er skipaður af
fulltrúum SÍ? Niðurstöður atkvæða-
greiðslna á árunum 2009-2013 má
finna í ársskýrslum SÍ og því eðli-
legt að skoða tölfræðina og sjá hvort
kosningahegðunin beri einkenni
slíkra blokkamyndana.
Frá því að nefndin hóf störf hefur
hún í helmingi tilvika kosið að halda
vöxtum óbreyttum, í 37% tilvika
hefur hún lækkað þá og í 15% til-
vika hafa þeir verið hækkaðir. Nið-
urstöður atkvæðagreiðslna sýna
að í um helmingi tilvika hefur einn
nefndarmaður kosið gegn meiri-
hlutanum og í 17% tilvika hefur
atkvæðagreiðslan farið 3:2. Ekki
er því að sjá að ein skoðun sé ávallt
ríkjandi.
Þá er ekki heldur að sjá að
atkvæði skiptist eftir fastmótuð-
um blokkum innri og ytri meðlima:
í 11% tilvika hefur innri meðlim-
ur verið í minnihluta en ytri með-
limur í 16% tilvika. Af einstaka
nefndarmönnum hefur sá innri
meðlimur sem sækir umboð sitt
til seðlabankastjóra oftast verið í
minnihluta (24% tilvika) og kosið
gegn yfirmanni sínum, sem hefur
sjálfur lent í minnihluta í eitt skipti.
Aðstoðarbankastjóri, sem sækir
umboð sitt til ráðherra en ekki
seðlabankastjóra, hefur í tvígang
verið í minnihluta.
Sé einungis litið til þeirra tilvika
þar sem ágreiningur hefur verið
um ákvörðunina þá samanstendur
meirihlutinn oftar af innri og ytri
meðlimum en þeim innri einum
saman. Í þau skipti sem atkvæði
hafa fallið 3:2 hafa innri meðlim-
ir einungis myndað meirihlutann í
29% tilvika. Skipting atkvæða hér
á landi virðist ennfremur í ágætu
samræmi við það sem tíðkast víða
erlendis (sjá t.d. M. King, „The MPC
ten years on“, ræða frá 2. maí 2007).
Í ljósi ofangreinds verður því ekki
séð að ólíkar skoðanir fái ekki að
njóta sín innan nefndarinnar og að
staða seðlabankastjóra sé of sterk í
núverandi skipan.
Vöndum til verka
Endurmat á umgjörð peningastefn-
unnar er eðlilegt og æskilegt. Hins
vegar skiptir máli af hvaða tilefni
það fer fram og með hvaða hætti. Í
Kanada fer slíkt endurmat t.d. fram
með reglulegu millibili, í góðu sam-
starfi stjórnvalda og seðlabankans,
og á grundvelli ítarlegra rannsókna.
Mikilvægt er að tryggt verði að end-
urskoðun á lögum um SÍ, og þar með
talið mögulegar breytingar á skip-
an peningastefnunefndar, grund-
vallist á niðurstöðum alþjóðlegra
rannsókna og þeirri reynslu sem
hefur fengist hér á landi. Vöndum
til verka og festum þann verðstöð-
ugleika sem nú hefur náðst í sessi.
Skoðanir, sem koma fram í grein-
inni, eru höfundar og þurfa ekki að
endurspegla skoðanir Seðlabanka
Íslands.
Áform virðast uppi um að endur-
skoða yfirstjórn Seðlabanka Íslands
(SÍ) og jafnvel fyrirkomulag ákvörð-
unartöku um peningastefnuna.
Áhyggjur virðast m.a. lúta að því að
ólíkar skoðanir eigi ekki nógu mikið
brautargengi innan peningastefnu-
nefndarinnar og að seðlabanka-
stjóri hafi of mikið vægi við núver-
andi skipan. Mikilvægt er að við
slíka endurskoðun sé litið til niður-
staðna rannsókna á æskilegu fyrir-
komulagi ákvarðanatöku í peninga-
málum og þeirrar fimm ára reynslu
sem fengin er af núverandi skipan.
Ólíkar gerðir
peningastefnunefnda
Í grófum dráttum eru til tvenns
konar peningastefnu-
nefndir. Annars vegar
þær sem leggja ekki sér-
staka áherslu á að ná fram
einingu um ákvörðunina,
hver meðlimur er einkum
ábyrgur fyrir sínu atkvæði
og niðurstöður fást með
atkvæðagreiðslu. Formenn
slíkra nefnda geta lent í
minnihluta og algengt er
að ólík sjónarmið nefnd-
armanna birtist opinber-
lega. Peningastefnunefnd-
ir Bretlands og Svíþjóðar,
auk Bandaríkjanna eftir
að Ben Bernanke tók við árið 2006,
eru dæmi um nefndir af þessu tagi.
Hins vegar eru nefndir sem
leggja áherslu á að eining ríki um
ákvörðunina (a.m.k. opinberlega)
og nefndin í heild sinni er ábyrg
fyrir henni. Staða formannsins er
misjöfn þar sem slík skipan er við
lýði. Í sumum tilvikum er hún mjög
sterk, ýmist skv. lögum eða hefð-
um, og hann nær einráður um stefn-
una. Sú hefur oftast verið raunin í
Bandaríkjunum og frægt hvernig
Alan Greenspan talaði og greiddi
atkvæði á undan öðrum meðlim-
um, sem urðu svo að ganga í takt. Í
öðrum tilvikum er staða formanns-
ins veikari. Seðlabanki Evrópu er
dæmi um slíkt fyrirkomulag.
Í takt við niðurstöður rannsókna
Frá því snemma árs 2009 hefur
fimm manna peningastefnunefnd
farið með ákvörðunarvald í pen-
ingamálum hér á landi. Skipan og
starfshættir nefndarinnar eru í
meginatriðum í takt við forskrift
rannsókna (sjá t.d. A. Blinder, „Mak-
ing monetary policy by committee“,
International Finance, 2009:12) og
alþjóðlega reynslu af fyrirkomulagi
ákvörðunartöku í peningamálum.
Nefndin er skipuð þremur fulltrú-
um frá SÍ og tveimur utanaðkom-
andi sérfræðingum.
Nefndin hefur sett sér skýrar
starfsreglur til að tryggja vand-
aðan undirbúning og sem mest
gagnsæi ákvarðana. Jafnframt er
Er þörf á breytingum á peninga-
stefnunefnd Seðlabankans?
Börnin okkar munu erfa
landið. Við sem ráðum
núna ferðinni að ein-
hverju leyti höfum mikið
um það að segja í hvaða
ástandi jörðin mun verða
þegar börnin og barna-
börnin okkar taka við.
Munu börnin okkar taka
við góðu búi eða er þeim
ætlað að glíma við fullt
af óleystum vandamálum
sem við nennum ekki að
reyna að leysa og ýtum bara á
undan okkur yfir á næstu kyn-
slóðir? Gjörið þið svo vel, nú eigið
þið leik! Og komið þessu nú í lag!
Það er eðlilegt bæði mönn-
um og dýrum að þykja vænt um
afkvæmin sín. Mér þykir líka
vænt um börnin mín og ég verð
hrygg þegar ég hugsa um framtíð
þeirra. Það eru svo mörg vanda-
mál sem hrúgast upp og munu
skella með fullum þunga á næstu
kynslóðum. Ég ætla alls ekki að
mála skrattann á vegginn en við
getum ekki lengur horft fram hjá
því að alvarlegar breytingar eiga
sér stað á okkar ástkæru jörð:
■ Mannkyninu fer fjölgandi
hratt og allir þurfa lífs-
rými, mat og sérstaklega gott
neysluvatn. En ennþá eru
menn að menga ár og vötn
eins og enginn sé morgundag-
urinn.
■ Jörðin okkar er að hitna
sökum þess að við sleppum
allt of miklu af koltvísýringi
út í andrúmsloftið með því að
brenna jarðeldsneyti og þá sér-
staklega olíu. En samt renna
menn hýrum augum til þess
möguleika að olíu sé að finna á
Drekasvæðinu í staðinn fyrir
að þróa aðra vistvænni orku-
gjafa.
■ Það er verið að ganga á skóg-
lendi víða um heim og eyðing
hitabeltisfrumskóga er þar
sérlega ógnvænleg því að þar
á sér stað mikil kolefnisbind-
ing sem vinnur á móti gróður-
húsaáhrifum og hnattrænni
hitaaukningu.
■ Jörðin okkar er að drukkna
í úrgangi og rusli sem við
nennum ekki að vinna úr og
endurnýta. Ennþá virðist „hag-
kvæmara“ að búa til nýtt úr
grunnhráefnum heldur en að
endurnýta og endurvinna.
■ Heimshöfin eru að súrna
sökum of mikils magns af kol-
tvísýringi. Það þýðir að marg-
ar lífverur eiga erfitt með að
lifa af. Til dæmis eru skel-
dýr og kóralar í mikilli hættu
sökum þess að kalkefnin eyð-
ast í of súrum sjó. Þetta hefur
auðvitað alvarlegar afleiðingar
á fiskistofna.
Þetta allt gerist ekki í
óráðinni framtíð heldur er
að gerast NÚNA! Og held-
ur áfram að gerast ef við bregð-
umst ekki við. Hvernig getum við
þá brugðist við? Er þetta ekki von-
laust? Ráðum við einhverju?
Við getum gert margt
Lesendur góðir, þið sem hafið
nennt að lesa þetta hingað til,
hvað getið þið gert? Jú, það er
margt sem þið og ég getum gert:
■ Við getum sagt stopp við stjórn-
völd sem sinna ekki umhverf-
ismálum. Við getum mótmælt
því að fallega landið okkar
verði eyðilagt í þágu einhverr-
ar gróðahyggju. Við getum
sagt stopp við frekari stóriðju
og virkjunarframkvæmdum,
gleymum ekki Drekasvæðinu
og varhugaverðum plönum um
olíuvinnslu þar.
■ Við getum kennt börnunum
okkar að umgangast náttúruna
af virðingu og varkárni. Mörg
íslensk börn eru vön að valsa
um, brjóta og bramla í leikjum
sínum án þess að virða afgirt
svæði og viðkvæman gróður.
■ Við getum notað almennings-
samgöngur, hjólað eða gengið
stuttar vegalengdir og hvílt
bílinn þannig um stund. Og við
getum skipulagt okkur betur,
sameinast í ferðir og tengt
mörg erindi saman í sömu ferð.
■ Við getum örugglega sleppt
því að kaupa plastpoka í hverri
búðarferð og koma frekar með
margnota innkaupapoka eða
nota pappakassa sem falla til í
búðinni. Undir ruslið heima er
hægt að kaupa vistvæna poka
sem eyðast skjótt. Þeir kosta
ekki meira en venjulegir inn-
kaupaplastpokar sem verða
eftir í náttúrunni í meira en
hundrað ár.
■ Við getum breytt neysluvenj-
um okkar pínulítið. Við getum
keypt vistvænar vörur. Við
getum nýtt matvörurnar betur
og látið það stundum vera að
kaupa alltaf það nýjasta og
flottasta.
Hugsum hnattrænt en fram-
kvæmum í okkar nánasta um-
hverfi. Hver og einn getur lagt
sitt lóð á vogarskálina til að börn-
in fái jörðina afhenta í ekki lakara
ástandi en hún er í nú.
Þykir þér vænt um
börnin þín?
➜ Hugsum hnattrænt
en framkvæmum í
okkar nánasta um-
hverfi . Hver og einn
getur lagt sitt lóð á
vogarskálina.
➜ Nefndin hefur sett
sér skýrar starfsreglur
til að tryggja vand-
aðan undirbúning
og sem mest gagnsæi
ákvarðana. Jafnframt
er ólíkum sjónarmið-
um leyft að njóta sín.
UMHVERFISMÁL
Úrsúla Jünemann
kennari
og leiðsögumaður
FJÁRMÁL
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson
hagfræðingur hjá
Seðlabanka Íslands
➜ Hlutfall tilvika
þar sem peningastefnunefndarmenn eru
í minnihluta í atkvæðagreiðslu um vexti bankans
11%
16%
Ytri meðlimir Innri meðlimir
17%
23%
24%
5%3%
16% 11% Arnór Sighvatsson 5%
Már Guðmundsson 3%
Anne Sibert 23%
Þórarinn G. Pétursson 24%
Gylfi Zoëga 17%
Ytri meðlimir 16%
Innri meðlimir 11%
Heimild: Seðlabanki Íslands
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Grapevine, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð og dómnefnd sem
skipuð er aðilum frá Listaháskóla Íslands, Hönnunarmiðstöð,
verslunar eigendum í Reykjavík og fleirum, veitti Rúnu Thors
vöruhönnuði og Hildi Steinþórsdóttur arkitekt viðurkenninguna
Award of Excellence fyrir hönnun Kletts.
• Bekkur með tvær setstöður
• Styrkur, ending og falleg hönnun
• Klettur er til í þremur steypulitum
• Hægt er að fá Klett sérmerktan sveitarfélagi
• Íslensk hönnun Runner Up
Th
e R
ey
kja
vík
Grap
evine Design Aw
ards
PRODUCT
OF THE YEAR
2013