Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 30

Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 30
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var undirritaður fyrir Íslands hönd í mars- mánuði 2007. Markmið hans er að tryggja fötl- uðu fólki mannréttindi til jafns við ófatlað fólk á öllum sviðum samfélags- ins. Til að samningurinn hafi áhrif þarf að innleiða efni hans í íslensk lög. Því miður geta íslensk stjórn- völd ekki státað af því að hafa náð því takmarki og stefna raunar í að verða meðal síðustu valdhafa aðildar- ríkja samningsins til að innleiða efni hans í lagabálka sína. SRFF er mikilsvert framfara- skref að því takmarki að tryggja réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins fjallar um sjálf- stæða búsetu, félagslega þjónustu og rétt til þátttöku í samfélaginu. Fyrri liður greinarinnar segir að fatlaðir einstaklingar skuli hafa val um hvar, hvernig og með hverjum þeir búa. Að þeim verði ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað ný byggingarreglugerð er mikilsvert framlag til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Reglugerðin gerir fötluðu fólki á Íslandi kleift að eiga val um búsetu. Engu að síður er víða pottur brotinn varðandi aðgengi. Auð- vitað á aðgengi að vera í lagi alls staðar. Fatlaðir einstaklingar eiga að geta farið í verslanir, í heim- sókn til ömmu, vina eða barnanna sinna án vandkvæða. Við byggjum öll þetta land og eigum öll að hafa tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á samfélagið. Forsendan fyrir því er að gera þjóð- félagið aðgengilegt, þann- ig að fatlað fólk geti t.d. tekið þátt í viðburðum tengdum börnum sínum eða komist inn á vinnu- stað eins og annað fólk. Í seinni hluta grein- arinnar segir að fatlað fólk skuli hafa aðgang að margskonar félagsþjón- ustu, s.s. aðstoð inni á heimili og í búsetuúrræð- um og öðrum stuðningi til samfélagsþátttöku. Í því felst persónulegur stuðn- ingur til að geta lifað og tekið þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Ég er ekki ein um að telja að notendastýrð, persónu- leg aðstoð (NPA) gagnist fötluðu fólki best til að uppfylla þetta. Reynslan af NPA sem tilrauna- verkefni sveitarfélaganna lofar góðu, úrræðið hefur reynst mann- eskjulegt og verulega valdeflandi í víðum skilningi þess orðs. Innihaldsríkara líf NPA byggir á hugmyndafræð- inni um sjálfstætt líf (Independ- ent living) sem á rætur sínar að rekja til mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á 8. áratug 20. ald- arinnar. Hugmyndafræðin er að allar manneskjur, óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Að fatlað fólk eigi rétt á að ákveða og velja sjálft sína þjónustu, stjórna eigin lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Í raun færist valdið frá þjónustukerfinu yfir til fatlaðs fólks með NPA. Von mín er sú að NPA verði lögfest sem meginform þjónustu við fatlað fólk í árslok 2014 eins og stefnt hefur verið að. Áðurnefnd 19. grein veitir fötl- uðum einstaklingi vald til að taka einföldustu ákvarðanir sem ófatl- aður einstaklingur teldi algjör- lega sjálfsagða s.s. að fara út í búð, fara í bað, fara í skóla, baka heima hjá sér, halda matarboð o.s.frv. Fötluðu fólki yrði gert auðveldara og í sumum tilfell- um kleift að sækja nám að eigin vali og stunda vinnu. Því yrði gert kleift að þroskast í sama umhverfi og ófatlaðir einstak- lingar, þar sem fötlunin er ekki lengur hindrun og andlegt fram- lag/geta einstaklingsins yrði skýr- ara. Fatlaðir einstaklingar myndu öðlast nýja sýn á lífið. NPA stuðl- ar að innihaldsríkara lífi fatlaðr- ar manneskju og hvetur hana til dáða með þeim afleiðingum að framlag persónunnar og hún sjálf verður skýrari en fötlunin. Fatlað fólk vonar að innleiðing SRFF lyfti grettistaki í réttinda- baráttu þess. Með 19. greininni er fötluðu fólki rétt mikið rétt- lætistól. Þeir sem hafa neistann í sér til að verða gerendur í eigin lífi koma raunverulega til með að geta það. „Kerfið“ mun eiga erf- iðara með að gleypa fatlaða ein- staklinga og fötlunarvæða þá enn frekar. Þeir munu rísa upp og skila sér öflugri út í lífið. Að ráða eigin lífi , búsetu og búðarferðum Illugi Gunnarsson vill stytta framhaldsskólann um a.m.k. 1 ár. Hann er kominn í gömlu, slitnu stuttbuxurnar af Ólafi G. Einarssyni, Birni Bjarna- syni og Tómasi I. Olrich. Þorgerður K. Gunnars- dóttir hætti við stytt- ingu. Hún sá sveigjan- leika núverandi kerfis þar sem nemar geta lokið stúdentsprófi á 3 árum ef þeir vilja. Sumir telja að brottfall muni minnka og menntunarstig þjóð- arinnar hækka verði af styttingu. Minna nám á jafnvel að leiða til hærra menntunarstigs! Saman- burður milli landa er marklaus ef ekki er spurt um innihald náms heldur prófgráður, sem sumar eru blekking ein. Samanburður á brottfallstölum milli landa er ómarktækur vegna mismunandi skráningar. Brottfall fyrsta árs nema við HÍ er um 35%. HÍ telur stöðu- próf koma til greina, sem þýðir að sum stúdentsprófsskírteini telj- ast ómarktæk. Framhaldsskólar fá fjárveitingar eftir fjölda nema sem taka lokapróf. Niðurskurðar- hnífurinn er á hálsi skólameist- ara og kennarar undir miklum þrýstingi. Ábyrgð á slöku gengi nemenda er velt á kennara, fjár- veitingar til skóla skornar niður, sem bitnar á launakjörum kenn- ara. Kennarar eru þvingaðir til að hleypa sem flestum í gegn, ekki er staðið við eðlilegar námskröf- ur, einkunnabólga á sér stað og nemar fá fölsk stúdentspróf. Með hliðsjón af ofangreindu þarf Illugi Gunnarsson að velta fyrir sér hvort yngri stúdentar með skert stúdentspróf séu líkleg- ir til að standa sig betur í háskóla en nú er. Eða er háskólum ætlað að setja vanbúna stúdenta í undir- búningsnám áður en þeir geta hafið hið raunveru- lega háskólanám? Bent hefur verið á erlendar skýrslur sem segja að stytting náms til stúdentsprófs um 2 ár auki landsframleiðslu um 3-5%. Eigum við þá ekki frekar að stytta um 6 ár með 9-15% aukn- ingu á landsframleiðslu? Líklega kæmust reikni- meistararnir að því að bókmenntakennsla í framhalds- skólum auki ekki landsfram- leiðslu. Eigum við þá að hætta henni? Frjálshyggjupostular vita að menntun kostar fé, en skilja illa að þau verðmæti sem hún skapar verða ekki öll mæld í krónum. Lengja námið í Þýskalandi Menntamálaráðherra segir ekk- ert um framkvæmdina sjálfa. Á að skera niður námsefni og þá hvað? Á að kenna námsefni 4 ára á 3 árum? Á að lengja skólaárið verulega og fórna sumarvinnu nemenda? Ætlar ríkið að veita nemendum námsstyrki þegar sumarvinnan er horfin? Hvað kostar það? Ráðherrann svarar engu um þetta en reynir að þvinga framhaldsskólakennara til að samþykkja styttingu, annars fái þeir ekki launaleiðréttingu. Íslendingar nota líklega meiri tíma en flestir aðrir í tungu- málanám. Viljum við skera niður nám í 3. máli eða hætta að kenna dönsku? Á Norðurlöndum er gert ráð fyrir að stúdentsprófi sé lokið við 19 ára aldur. Síðast þegar ég vissi útskrifuðust aðeins 11% danskra pilta og 20% stúlkna á til- settum tíma. Sums staðar í Þýska- landi var hægt að ljúka stúdents- prófi við 18 ára aldur. Nú er verið að lengja námið þar um 1 ár. Fyrir 40 árum fóru um 30% hvers árgangs í menntaskóla eftir að hafa staðist landspróf. Nú þarf enginn að standast próf og um 95% hvers árgangs fara í framhaldsskóla. Breiddin í náms- getu hefur aukist mikið og marg- ir standa illa. 30% stráka koma ólæs úr grunnskóla. Ekki er óal- gengt að helmingur nema stand- ist ekki námskröfur í byrjunar- áföngum framhaldsskóla. Meðan staðan er svona veitir ekki af 4 ára framhaldsskóla til að stoppa í götin og búa nemendur sómasam- lega undir háskólanám. Margir eiga enga möguleika á að ná stúd- entsprófi á 3 árum nema náms- efni verði skert verulega og kröf- ur minnkaðar svo að prófið yrði markleysa. Ráðherra mennta- mála ætti að finna leiðir til að bæta læsi grunnskólanema áður en hann viðrar þá hugmynd að stytta framhaldsskólann. Margir klifa á því að við eigum að stytta námstíma til stúdents- prófs til samræmis við aðrar þjóðir. Þetta eru léttvæg rök. Við eigum að gera það sem okkur finnst skynsamlegt í stað þess að herma eftir öðrum. Umræðan ætti að snúast um inntak og gæði námsins en ekki eingöngu um sparnað enda er framhaldsskólinn hér ódýrari en víða. Aðal atriði er að nemendur fái gott nám til stúd- entsprófs þannig að þeir verði vel undir háskólanám búnir. Stytting framhaldsskólans gengur gegn því. Styttri framhaldsskóli? SAMFÉLAG Þuríður Harpa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Nýprents ehf. og fulltrúi í nefnd ÖBÍ um kynningu á SRFF ➜ Fatlaðir einstaklingar eiga að geta farið í verslanir, í heimsókn til ömmu, vina eða barnanna sinna án vandkvæða. Við byggjum öll þetta land og eigum öll að hafa tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á samfélagið. MENNTUN Björn Guðmundsson framhaldsskóla- kennari ➜ Með hliðsjón af ofan- greindu þarf Illugi Gunnars- son að velta fyrir sér hvort yngri stúdentar með skert stúdentspróf séu líklegir til að standa sig betur í háskóla en nú er. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is GÆÐAMÁLNING mmako pensill 50 225 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 4.295 rtl LH.apS akeD 3lítrar 909.1 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar 6.995 ltrapsggeVF L r artil5 0, 597 M D ke aCryl 7 Innimál in ng. 10 lí trar Deka Pro 4. Veggja- og loftamálning. 10 lítrar 5.795 GÓÐ VOÞ TTA HELDN I Deka akk 70 Meistaral kk. hv tt . íAkrýlla 1 líter 1.895 Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett 951.5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.