Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 25
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2014 | SKOÐUN | 25
Undirrituð eru skipu-
leggjendur málstofunnar
„Hælisleitendur segja
frá“ sem haldin var þann
20. mars síðastliðinn í
Háskóla Íslands. Málstof-
an fór vel fram og áheyr-
endur, sem voru yfir 120
talsins, fylltu fyrirlestr-
arsalinn. Málstofan var
hin fyrsta í málþingaröð
hælisleitenda en mark-
mið hennar er að gera
hælisleitendum kleift að
tjá sig milliliðalaust svo
almenningur geti kynnst
einstaklingunum sem er
að finna á bak við hina
ferköntuðu ímynd hælis-
leitenda.
Á málstofunni greindi
hælisleitandi frá Afríku-
ríki frá aðstöðu sinni: „Ég
sótti fyrst um hæli í Sví-
þjóð og því er ég „Dyfl-
innar-hælisleitandi“. Við
komu til Íslands fékk ég sjálf-
krafa tilkynningu um brottvísun
á grundvelli Dyflinnar-reglu-
gerðarinnar og áfrýjaði í kjöl-
farið til innanríkisráðuneytisins.
Í dag, 18 mánuðum síðar, hefur
mér ekki enn verið boðið viðtal
hjá Útlendingastofnun. Sem sé,
eftir tveggja ára dvöl á Íslandi,
að enginn hefur skoðað mál mitt:
hvers vegna ég er á flótta eða af
hvaða ástæðum ég leitast eftir
að mér verði veitt hæli. Það er
eingöngu litið á mál mitt út frá
Dyflinnar-reglugerðinni.“
Dyflinnar-reglugerðin kveð-
ur eins og kunnugt er á um að
ákvörðunarvaldi ríkis sé heimilt
að vísa hælisleitanda til baka til
þess ríkis sem hin fyrsta hælis-
umsókn hælisleitandans liggur
hjá, án þess að taka mál
hans upp.
Nokkrum dögum eftir
málstofuna hlustuðum
við á annan hælisleitanda
sem var einnig frá ríki í
Afríku. Sá hafði í fyrstu
flúið til Ítalíu en neydd-
ist þar til að sofa á götum
úti og átti ekki annan
mat en þann sem honum
var gefinn. Hann flúði
því frá Ítalíu og hélt til
Sviss þar sem hann sótti
um hæli en var synjað.
Hann reyndi hið sama í
Hollandi en hlaut sömu
niðurstöðu. Að honum
nauðugum höfðu fingra-
för hans verið skjalfest á
Ítalíu þrátt fyrir að hann
hefði ekki sótt um hæli
þar. Manninum var því
synjað um hæli á grund-
velli Dyflinnar-reglu-
gerðarinnar.
Verndar ekki hagsmuni
Hann hafði eytt þremur árum
í þessum löndum áður en hann
kom til Íslands en ekkert
ríkjanna þriggja hafði skoð-
að mál hans. Það hafði enginn
spurt manninn um ástæðurnar
sem lágu að baki flótta hans eða
hlustað á sögu hans af því að
allir voru uppteknir af Dyflinn-
ar-reglugerðinni.
Þegar Dyflinnar-reglugerð-
inni var komið á var henni ætlað
að stuðla að því að hið fyrsta
ríki sem hælisleitandi sótti um
hæli hjá bæri ábyrgð á að taka
mál hans upp, svo hælisleitendur
yrðu ekki að flakka á milli ríkja
í leit að málsmeðferð. Dyflinnar-
reglugerðin var því upphaflega
sett til þess að vernda hagsmuni
hælisleitenda. En virkar hún
þannig í dag? Nei.
Það sem hins vegar ætti að
vera aðalmálið er hvort verið sé
að skoða mál einstaklinganna
á fullnægjandi hátt en eins og
staðan er í dag virðist einungis
það, að finna ríki sem er reiðu-
búið til að taka mál hælisleitenda
upp, vera hið erfiðasta mál fyrir
þá. Er þessi staða ásættanleg, ef
við lítum til mannréttinda- og
mannúðarsjónarmiða okkar?
Hælisumsókn snýst um að
fyrir hendi sé manneskja sem
óttast um líf sitt og lífskjör.
Hælisumsókn snýst ekki um
hvernig flóttaferli einstaklings-
ins hefur verið. Við óskum þess,
enn og aftur, að þeir sem starfa
að hælismálum horfist í augu við
þennan einfalda sannleika.
*Málstofur „Hælisleitendur
segja frá“ eru í samstarfi við
námsbraut í Mannfræði við
Háskóla Íslands, Rauða kross
Íslands og Miðstöð margbreyti-
leika- og kynjarannsókna.
Dyfl innar-réttlætingin
Nú berast fregnir af
fjölda áhugasamra fjár-
festa sem margir munu
þurfa á talsverðri raf-
orku að halda, náist
samningar um orkukaup.
Ýmsir álitlegir virkjana-
kostir eru til staðar, þótt
margir þeirra hafi ratað
niður lista rammaáætl-
unar eftir að faglegri
vinnu fyrri verkefnis-
stjórnar lauk. Dæmi eru
um að öflug iðnfyrirtæki
og fiskimjölsverksmiðj-
ur óski eftir aukinni raf-
orku hið fyrsta. Alla jafna er næg
orka til í kerfinu til að mæta slík-
um óskum, en þá þarf einnig að
vera hægt að flytja orkuna. Hvað
stærri viðskiptavini varðar þá er
til lítils að reisa nýjar virkjanir ef
ekki er hægt að flytja orkuna til
kaupandans.
Hamlar þróun atvinnulífs
Nú er svo komið að flutningskerfi
raforku annar víða ekki þeirri
eftirspurn sem til staðar er og
hamlar það þannig þróun atvinnu-
lífs og byggðar. Framleiðslugeta
sumra virkjana er vannýtt, heilir
landshlutar búa við takmarkanir
í flutningsgetu og ekki er hægt
að flytja orku þaðan sem hún er
næg yfir til annarra landshluta
vegna veikleika í flutningskerf-
inu. Ekki verður flutningsfyrir-
tækið, Landsnet, sakað um skort
á framkvæmdavilja. Skipulags-
og leyfisferlin eru hins vegar afar
tafsöm og margir aðilar sem geta
komið í veg fyrir eða tafið fram-
kvæmdir.
Þá hefur andstaða við
háspennulínur farið vaxandi og
víða eru gerðar kröfur um að
flutningskerfið verði lagt
í jörðu. Nú er reyndar
svo komið að meginþorri
dreifikerfis raforku, á
lægri spennu, er þegar í
jörðu hérlendis og nær öll endur-
nýjun sem fram fer á kerfinu er
í formi jarðstrengja. Kostnaður
við lagningu jarðstrengja á hárri
spennu (220 kV) er hins vegar alla
jafna margfalt hærri en við lagn-
ingu háspennulína. Raunar geta
strengirnir haft mun meiri og
óafturkræfari umhverfis áhrif en
háspennulínur, svo sem ef grafa
þarf margra metra breiða skurði
gegnum hraun, en það er önnur
umræða. Landsneti ber sam-
kvæmt ákvæðum raforkulaga
að byggja flutningskerfið upp á
hagkvæman hátt og fyrirtækið
því ekki í stöðu til þess að taka
ákvarðanir um margfalt kostn-
aðarsamari fjárfestingar en ella,
án stefnumörkunar þess efnis af
hálfu stjórnvalda.
Staðan er því þannig að á
meðan ekki er mörkuð skýr opin-
ber stefna um jarðstrengi eða
loftlínur og að óbreyttu skipu-
lags- og leyfisferli mun flutnings-
kerfi raforku áfram, og í vaxandi
mæli, hamla þróun atvinnulífs og
byggðar víða um land. Sem dæmi
má nefna allan þorra Norður- og
Austurlands.
Raforkukerfi í vanda
ORKUMÁL
Gústaf Adolf
Skúlason
framkvæmda-
stjóri Samorku,
samtaka orku- og
veitu fyrirtækja
➜ Hvað stærri við-
skiptavini varðar þá er
til lítils að reisa nýjar
virkjanir ef ekki er
hægt að fl ytja orkuna
til kaupandans.
➜ Í dag, 18 mánuðum síðar,
hefur mér ekki enn verið
boðið viðtal hjá Útlendinga-
stofnun. Sem sé, eftir tveggja
ára dvöl á Íslandi hefur eng-
inn skoðað mál mitt: hvers
vegna ég er á fl ótta eða af
hvaða ástæðum ég leitast
eftir að mér verði veitt hæli.
Það er eingöngu litið á mál
mitt út frá Dyfl innar-reglu-
gerðinni.
HÆLIS-
LEITENDUR
Ragnhildur Helga
Hannesdóttir
forsvarsmanneskja
„Hælisleitendur
segja frá“
Toshiki Toma
prestur innfl ytjenda
Himneska súkkulaðið mitt er úr
lífrænt ræktuðu hráefni og Fair-
tradevottað. Hágæða súkkulaði
sem kætir bragðlaukana.
Láttu hjartað ráða