Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 50

Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 50
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 „Ég er mjög íhaldssöm hvað það varðar og fer ekkert út fyrir ljóðið. Það er minn stað- ur,“ segir Ásdís Óladóttir sem í dag sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, Innri rödd úr annars höfði. Ásdís hefur skrifað ljóð síðan hún var átján ára og segist lítið hafa reynt við önnur form, það hafi ekki heillað hana. „Mér líkar langbest við ljóðið,“ segir hún. „Þetta knappa form þar sem hægt er að segja mikið í fáum orðum.“ Í bókinni er að finna 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdags- myndir og svo heilmikill bálk- ur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. „Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og það má eigin- lega segja að ljóðin hafi bjargað mér í gegnum þá glímu. Þau hafa verið haldreipi mitt í lífinu. Ég gat ekki lesið í nokkur ár sökum radda í höfðinu og varð að skrifa mig út úr því ástandi. Að skrifa ljóðin gaf mér tilgang í lífinu. Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskap- ur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Ásdís segist alltaf hafa verið opin hvað varðar sjúkdóminn, enda finnist henni erfiðara að þegja um hann heldur en tala. Hún segist auðvitað hafa orðið vör við fordóma, en þeir séu þó á undanhaldi. „Mér finnst ég held- ur ekkert hafa að fela og þetta er alvarlegur sjúkdómur sem oft hefur verið reynt að þagga umræðu um og það finnst mér ekki rétt. En þetta er sem betur fer að breytast. Velgengni Engla alheimsins hefur opnað augu margra, sem er gott, þótt sú mynd af sjúkdómnum sem þar er dregin upp sé mjög röng í dag. Meðhöndl- un hans var mjög lítil í þá daga, en þetta hefur gjörbreyst með nýjum lyfjum. Í dag getur fólk lifað til- tölulega eðlilegu lífi þrátt fyrir geðklofa. Þetta er ekkert vanda- mál fyrir mig núorðið, en mér finnst samt ástæða til að tala opið og hreinskilnislega um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur.“ Útgáfu bókarinnar, Innri rödd úr annars höfði, verður fagnað í Iðu-Zimsen klukkan 17 í dag og Ásdís segir alla velkomna. fridrikab@frettabladid.is Ljóðin hafa verið haldreipi í glímu við erfi ðan sjúkdóm Ásdís Óladóttir hefur skrifað ljóð frá unga aldri og í dag kemur út hennar sjöunda ljóðabók. Meðal um- fj öllunarefna í ljóðunum er glíman við geðklofa sem hún hefur þurft að kljást við í 26 ár. Hún segir erfi ðara að þegja um sjúkdóminn en tala, enda full ástæða til að tala opið um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur. ÁSDÍS ÓLADÓTTIR „Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Milli martraðar og einmana morgunverðar í vökudraumi, myndast sprungur í andlit uns það sundrast. ➜ Nætur- galinn IV Sinfóníuhljómsveit Íslands býður í dag gestum og gangandi á opna hádegistónleika í Flóa í Hörpu. Hljómsveitin byrjar á þjóðlegu nótunum og spilar sprellfjör- uga rímnadansa. Því næst leikur hljómsveitin lokakafla Flautu- konserts Mozarts. Þar er Hall- fríður Ólafsdóttir, 1. flautuleikari hljómsveitarinnar, í einleikshlut- verkinu. Hljómsveitin leikur loks tvo kafla úr frægustu sinfóníu allra tíma, Örlagasinfóníunni eftir Beethoven. Tónleikarnir eru haldnir í opnu rými í Flóa í Hörpu, hefjast klukkan 12.15 og standa í rúman hálftíma. Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Ilan Volkov, heldur um tónsprotann. Allir eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. Sinfó býður á tónleika EINLEIKARINN Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari leikur einleik með Sin- fóníuhljómsveitinni í dag. lÍs en ku ALPARNIR s KÚLUTJALD d2-3ja manna tjal Faxafen 8 108 Reykjavík FERMINGARDAGAR SCOUT, 2500mm vatnsheld 24.995 kr. 19.996 kr. aruA gnkkieTr ˚C 13.995 kr. 11.196 kr. 24.995 kr. 19.996 kr. 22.995 kr. 18.396 kr. PINGUIN Activent 55 PINGUIN Explorer 75 SALOMON arkkpasnjóbretta með iættlfs35% a N OAGBLACK DR arkkpasnjóbretta með iættlfs30% a 4012- 4 020 10 Á RA ÁR 10 ÁRA ÁR „Þetta er annað árið sem Norræna húsið ásamt norrænu sendiráðun- um býður til sannkallaðrar kvik- myndaveislu,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sem hefur veg og vanda af undirbúningi Norrænu kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í kvöld. Dagskráin einkennist af nýjum og nýlegum verðlaunamyndum frá öllum Norðurlöndum og ber þar hæst sænsku kvikmyndina Monica Z sem verður opnunarmynd hátíð- arinnar. Aðalleikona myndar- innar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk, þau hlutu á dögunum sænsku kvik- myndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Hátíðin stendur til 15. apríl og verða frá einni og upp í fjórar sýningar á dag, bæði fyrir börn og fullorðna. „Það verður mjög gott úrval af fjölskyldumyndum,“ segir Þuríður. „Og það er nýlunda hjá okkur. Fyrir utan Monicu Z ber kannski hæst myndina Jeg er din frá Noregi, sem hefur hlotið mjög mikið lof, en þetta eru allt mjög góðar myndir.“ Fjölskyldumyndirnar eru sýnd- ar daglega, annaðhvort klukkan 14 eða 16, og almennar sýningar eru klukkan 16, 18 og 20 flesta dagana en nánar má kynna sér sýningar- tíma hverrar myndar á heimasíðu Norræna hússins, norraenahusid. is. Frítt er inn á allar sýningar og eru myndir sýndar með enskum texta. fridrikab@frettabladid.is Nýjar norrænar verðlaunamyndir sýndar fj órum sinnum á dag Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu í kvöld og stendur til 15. apríl. Sýndar verða verðlaunamyndir frá öllum Norðurlöndunum og ber þar hæst sænsku myndina Monicu Z sem skartar hálfíslenskri leikkonu í titilhlutverkinu. ● Frá Noregi koma myndirnar: Pionér, Jeg er din, Kyss meg, For faen i helvete og Mormor og de åtte ungene. ● Frá Svíþjóð: Monica Z, Dom över död man, Himlen är oskyldigt blå og Call Girl. ● Frá Danmörku: Marie Krøyer, Skytten og Fuglejagten. ● Frá Finnlandi: Lärjungen, Miss Farkku-Suomi (Fröken bláar gallabuxur) og teiknimyndin Seitsemän veljestä (Sjö bræður). Frítt er inn á allar sýningar og eru myndirnar sýndar með enskum texta. MYNDIRNAR SEM SÝNDAR VERÐA MONICA Z Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk. M YN D /N O RD ICPH O TO S/G ETTY MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.