Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 34
FÓLK|TÍSKA
BREYTTU ÁSÝND
TÍSKUHEIMSINS
HÖNNUN Nöfn þekktra hönnuða eru flestum vel kunn og er reglulega fjallað
um þá á síðum blaða og tímarita og í ljósvakamiðlum um víða veröld. Hinn
almenni Jón og Gunna vita hins vegar eflaust lítið meira en að þetta eru
hönnuðir en greina ekki á milli þeirra eða hönnunarinnar sem þeir standa
fyrir. Hér er stuttlega gerð grein fyrir nokkrum heimsfrægum hönnuðum.
GUCCI
Allt frá því Guccio Gucci var söðlasmiður í Flórens á þriðja ára-
tug síðustu aldar þar til hann hannaði fyrsta skóinn sem sýndur
hefur verið í MoMa, Nýlistasafni New York-borgar, má augljóst
vera að hann hefur auga fyrir gæðum. Á sjöunda áratugnum var
hann orðinn einn þekktasti hönnuður heims og merki hans, „G“,
orðið meira en vörumerki, það var orðið tákn um gæði og lúxus.
Á komandi áratugum fjaraði heldur undan merkinu vegna fjöl-
skyldudeilna og slæmra viðskiptahátta. Þegar Tom Ford gerðist
yfirhönnuður fyrirtækisins á tíunda áratugnum reisti hann veldi
Gucci hins vegar við aftur. „Gæða er minnst löngu eftir að verð
er gleymt,“ hefur verið haft eftir Gucci.
Á myndinni má sjá módel í kjól sem er augljós Gucci-hönnun.
CHANEL
Hugmyndafræði hönnunar Gabrielle „Coco“ Chanel er best
lýst með hennar eigin orðum: „Lúxus þarf að vera þægilegur,
annars er hann enginn lúxus.“ Engin ummæli frá konunni sem
færði okkur „litla, svarta kjólinn“ eru eins lýsandi. Hönnun Coco-
ar frelsaði konur frá hömlum og þvingunum hefðbundins fatn-
aðar þess tíma með því að gefa þeim færi á að klæðast víðum
kjólum og þægilegum gallabuxum. Segja má að hún hafi umbylt
tískuheiminum en hún er eini fatahönnuðurinn á lista Time-
tímaritsins yfir 100 áhrifamestu manneskjur 21. aldarinnar.
Á myndinni má sjá kjól sem er í anda Chanel, víður en kvenlegur.
DONNA KARAN
Enginn skilur þarfir útivinnandi kvenna eins vel og Donna
Karan. Hönnun hennar er byggð á þeirri hugmyndafræði að kon-
ur geti farið beint af skrifstofunni í kokteilpartíið. Fáguðum og
praktískum stíl er blandað saman við kvenlegar og glæsilegar
flíkur. Donna Karan lærði hönnun í Parson‘s School of Design.
Eftir námið fékk hún starf hjá Anne Klein og þar vann hún sig
upp í stöðu yfirhönnuðar árið 1974. Tíu árum seinna sendi hún
frá sér sína eigin línu sem sló í gegn um leið. Í dag er íþrótta-
fatnaður, förðunarvörur og húsbúnaður framleiddur í hennar
nafni. Árið 2001 seldi hún LVMH fyrirtæki sitt fyrir tæplega 73
milljarða íslenskra króna. Hún starfar enn sem yfirhönnuður hjá
fyrirtækinu. „Þú verður að vera góður hönnuður til að ná langt
í dag. Merkið eitt dugar ekki, þetta snýst ekki bara um að setja
vörumerki á stuttermabol.“
DOLCE & GABBANA
Domenico Dolce vann í fatahönnunarfyrirtæki föður síns þeg-
ar hann hitti listnemann Stefano Gabbana. Þeir fundu út að þeir
höfðu svipaðan smekk og deildu áhuga á því að byrja með eigið
fyrirtæki. Árið 1985 var fyrsta sýning Dolce & Gabbana haldin í
Mílanó og síðan þá hafa þeir verið leiðandi í ítalskri hönnun. „Við
elskum kvenlíkamann. Coco Chanel hafði rangt fyrir sér þegar
hún sagði að karlmenn gætu ekki hannað föt á konur.“
MYNDIR/AFP NORDIC
Nicovel®lyfjatyggigúmmí
VILTU HÆTTA
AÐ REYKJA?
Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af
nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára
og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni
eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki.
Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið
hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur)
eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk,
hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan
háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil,
æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda.
Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé
ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil
eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur
með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni.
Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt
er nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki
á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf.
Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
NEY140201
til 6. apríl