Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 28

Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 28
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölg- un hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bæt- ast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera ein- staklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa ein- staklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrú- mennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmynda- fræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnk- andi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaða- minnkandi nálgun er einstakling- um mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímu- efnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og sam- félagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhags- lega hagkvæm. Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í sam- félaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðu- lega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarat- hvörf nánast fullnýtt. Herbergja- sambýli með ólíkum einstakling- um og ólíkum þörfum hentar ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratug- inn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í ein- hverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið köll- uð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Hous- ing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félags- lega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræð- ingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bind- indis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstak- lingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnar- kosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í mála- flokknum fer fram á það að stjórn- málaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðs- fólks. Á Íslandi er sár þörf á fjöl- breyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“. Mannréttindi utangarðsfólks – Housing First Flestir eru sammála um að fjármagn skorti til viðhalds á ferðamannastöðum, en það má ekki vera á kostnað almannaréttar eða með ólögmætri gjaldtöku, mögulega á fölskum forsendum, þar sem enginn fylgist með hvort tugir eða hundruð milljóna fari í upp- byggingu eða í vasa landeigenda. Marg- ir hafa bent á góðar leiðir til að afla fjár- magns, en ekki virðist vera hlustað á það. Upphrópunum landeigenda um landspjöll ber líka að taka með fyrirvara, þar sem engin sönnunarbyrði er til staðar. Þar hefur Geysissvæðið verið miðdepill umræðunnar. Væri ekki betra að takmarka fjölda ferða- manna á svæðið, heldur en að hafa engin takmörk á fjölda, svo lengi sem fólk greiðir aðgangseyri. Hverfa þolmörkin kannski við gjaldtöku? Uppbygg- ingin við hverasvæðið hefur einnig verið kostuð af ríkinu og landeigendur hafa ekki getað framvísað reikningum til sönnunar á meintum sligandi kostn- aði við svæðið, enda hreinn uppspuni. Gjaldtakan við Geysi og Kerið ásamt fyrirhugaðri gjaldtöku landeigenda víða um land er ólögleg og skýrt brot á náttúruverndarlögum. Nú er til staðar ákvæði um gjaldtöku í lögunum, en því verður aðeins löglega beitt af UST eða rekstr- araðila/umsjónaraðila sem hefur samning við UST, undirritaðan af umhverfisráðherra. 32. grein (gjaldtaka) er svohljóðandi: „Náttúruvernd ríkisins eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúru- verndarsvæðis getur enn fremur ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum. Hvorki Kerfélagið, Landeigendafélag Geysis, né Landeigendafélag Reykjahlíðar uppfylla þessi skil- yrði. Í 30. grein náttúruverndarlaga (Umsjón falin öðrum), stendur: „Náttúruvernd ríkisins getur falið einstaklingum eða lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndar- svæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sér- stakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem umhverfisráðherra staðfestir.“ Þar til þessum landeigendum hefur verið falinn rekstur náttúruverndarsvæðis, með samningi við Umhverfisstofnun, geta þeir ekki hafið neina gjald- töku. Samningur er því nauðsynleg forsenda, sem þeir hafa ekki. Landeigendur hafa bent á að ríkið rukki inn í Vatnshelli, til að réttlæta sín lögbrot. En þar hafa rekstraraðilar einmitt gert samning við UST. Þar er einnig um að ræða ítarlega leið- sögn undir eftirliti í viðkvæmum hraunhelli. Í 32. grein stendur ennfremur: „Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.“ Erfitt er að sjá annað en að arðgreiðslur af miða- sölu séu ólöglegar. Þá má gera ráð fyrir að áhugi landeigenda hverfi eins og dögg fyrir sólu. Almannarétturinn gildir á öllu óræktuðu landi, burtséð frá eignarhaldi. Undantekningar eru þó til, t.d. varplönd eða viðkvæmir hraunhellar o.s.frv. Í 14. grein náttúruverndarlaga segir: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignar- landi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu órækt- uðu landi.“ Það eina sem landeigendur geta gert er að loka svæðum sem þeir telja vera undir álagi, en það hlýt- ur að vera brot á almannarétti að krefjast aðgangs- eyris á þeim forsendum að landið sé lokað fyrir þá sem ekki vilja borga en opið fyrir hina. Annaðhvort er för fólks bönnuð, eða ekki. Svæðið er þá lokað eða opið. Þar að auki er það galið að engin sönnunarbyrði hvíli á þeim um skemmdir á landi, ef þeir hyggjast loka því einhverra hluta vegna. Ákvæðið býður upp á fullkomna misnotkun af hendi landeigenda. Dæmi eru um slíkt víða um land. „Þeir greiða sem njóta“ er kjörorð Kerfélagsins og nýjasta tískuorð ferðamálaráðherra. Eða er það kannski „þeir græða sem brjóta“ – lögin. Þeir græða sem brjóta Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Þær eru tví- þættar, þ.e. annars vegar er um að ræða niður- færslu verðtryggðra hús- næðislána og hins vegar skattfrjálsa ráðstöfun við- bótarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls hús- næðislána eða til kaupa á íbúðarhúsnæði. Viðbótarlífeyrissparn- aður er afar hagkvæmt sparnaðarform, m.a. vegna mótframlags launa- greiðanda og undanþágu inneignar frá fjármagns- tekjuskatti. Tekjur sem ráðstafað er til viðbótarlífeyrissparnaðar eru skattfrjálsar en tekjuskattur er greiddur við úttekt. Sú ráðstöf- un sem stjórnvöld hafa nú kynnt um skattfrjálsa úttekt viðbótar- lífeyrissparnaðar, að hámarki 1,5 milljónir króna á þremur árum, og nýta má til greiðslu inn á hús- næðislán eða til húsnæðiskaupa, gerir sparnaðinn enn fýsilegri. Greiddur inn á lán Að greiða niður skuldir er árang- ursrík leið til eignamyndunar. Með því að greiða inn á íbúðalán- ið með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafslátt- ar og mótframlags launagreið- anda auk þess sem innborgun- in lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur. Aðili sem greiðir eina milljón króna í viðbótarlíf- eyrissparnað og fær hálfa milljón króna í mótframlag atvinnurek- anda getur vænst þess að fá 2,1 milljón króna eftir skatt að 25 árum liðnum á föstu verðlagi. Ef sami aðili greiðir sömu fjárhæð inn á fast- eignalán og heldur sömu greiðslubyrði á lánunum myndi skuld hans lækka um fjórar og hálfa milljón króna að 25 árum liðnum, jafnframt á föstu verð- lagi. (Forsendur útreikn- ings miðast við 3,5% raunávöxtun lífeyris- sparnaðar, 4,5% raunvexti af fasteignalánum og 40% tekjuskatt.) Eins og framangreind dæmi sýna getur einnar milljónar króna skatt- frjálst framlag launþega lækk- að lán um margfalda þá upphæð. Fáir fjárfestingarkostir í dag fela í sér jafn háa ávöxtun, auk þess sem niðurgreiðsla skulda er í raun ígildi áhættulausrar fjárfestingar. Húsnæðiskaup Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um séreign- arsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og hús- næðissparnaðar, verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á viðbót- arlífeyrissparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og nýta má hana til húsnæð- iskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhús- næðis til eigin nota og að rétthafi hafi ekki verið eigandi íbúðarhús- næðis frá 1. júlí 2014 þar til heim- ildin er nýtt. Heimildin takmarkast við 1,5 milljóna króna ráðstöfun á hverja fasteign, þ.e. hvert heimili. Heim- ildin gildir í 5 ár. Þá er miðað við að heimildina megi nýta vegna nýbyggingar eða kaupa á íbúðar- húsnæði til eigin nota og að sama gildi um kaup á búseturétti. Hægt verður að nýta báða þætti úrræð- isins, safna t.d. fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á hús- næðislán í eitt ár. Skattfrjáls ráð- stöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa mun því án efa flýta fyrir nauðsynlegri eigna- myndun húskaupenda og hækka eiginfjárframlag, ekki síst þeirra sem hyggja á fyrstu kaup. Mikilvægt að kynna sér kostina Ráðstöfun skattfrjáls viðbótar- sparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa er hag- stæður kostur fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðgerð- ir stjórnvalda eru til þess fallnar að hraða eignamyndun en á sama tíma munu þær treysta í sessi það mikilvæga sparnaðarform sem viðbótarlífeyrissparnaðurinn er. Viðbótarlífeyrissparnaður eykur enn gildi sitt Þegar við setjumst niður og borðum mat þá skipt- ir okkur máli hvað er á disknum. Við sjáum hvernig maturinn lítur út, finnum hvernig hann lykt- ar og bragðast og upplýs- ingar um næringarinni- hald má yfirleitt finna á umbúðunum. Það segir þó ekki alla söguna. Við viljum líka vita hvernig maturinn varð til og við hvaða aðstæður. Svörin við þeim spurningum eru sjaldn- ast á umbúðunum. Í Danmörku hafa fjölmiðlar fylgt vel eftir umræðu í þjóð- félaginu um stöðu aðbúnaðar á svínabúum og gert ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem unnið er eftir. Þar hefur meðal annars komið fram að sýklalyf eru sett í fóður dýranna til að koma í veg fyrir sýkingar og auka vaxtar- hraða. Með þessari aðferð fara lyfin ekki eingöngu í þá grísi sem þurfa á þeim að halda, heldur líka grísi sem eru heilbrigðir og hafa ekki þörf fyrir slíka lyfjagjöf sem skapar hættu á lyfjaónæmi. Þetta er ekki gert hér á Íslandi og er reyndar ólöglegt. Hér á landi er notkun sýklalyfja í algjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. Þegar Íslend- ingar bera saman bækur sínar við kollega sína erlendis vekur það furðu hversu lítil lyfjanotkun er í svínabúskap hér á landi. Staðreyndin er að hvergi í heiminum er notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta leiðir vissulega til hærri kostnaðar en ávinningur- inn er aukin velferð dýranna auk betri og hollari afurða sem eru góðar fréttir fyrir íslenska neyt- endur. Nú stendur yfir innleiðing á nýrri og framsækinni löggjöf um velferð dýra. Svínabændum er mikið í mun að hún takist vel og hafa í þeim tilgangi farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum með hlið- sjón af nýju lögunum og veita ráð- gjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslensk- um svínabúum sem miða að auk- inni velferð og bættum aðbún- aði svína. Þegar þeim lýkur eiga íslenskir neytendur að geta treyst því að þær svínaafurðir sem rata á þeirra disk hafi orðið til með þeim hætti sem best gerist. Veistu hvað þú borðar? FERÐAÞJÓN- USTA Stefán Þorvaldur Þórsson landfræðingur ➜ Það eina sem landeigendur geta gert er að loka svæðum sem þeir telja vera undir álagi, en það hlýtur að vera brot á almannarétti að krefjast aðgangseyris á þeim forsendum að landið sé lokað fyrir þá sem ekki vilja borga en opið fyrir hina. Lengri útgáfu greinarinnar má sjá á Vísi visir.is SAMFÉLAG Guðrún Þor- gerður Ágústs- dóttir félagsráðgjafi ➜ Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í ein- hverri mynd, það eru mannréttindi. LANDBÚNAÐUR Hörður Harðarson formaður Félags svínabænda ➜ Hér á landi er notkun sýklalyfja í al- gjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. FJÁRMÁL Ólafur Páll Gunnarsson verkefnastjóri líf- eyrissparnaðar hjá Landsbankanum og framkvæmdastjóri Íslenska lífeyris- sjóðsins ➜ Með því að greiða inn á íbúðalánið með viðbótarlíf- eyrissparnaði nýtur viðkom- andi skattaafsláttar og mót- framlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.