Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 66

Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 66
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 54 LEIKMAÐURINN TEITUR Í ÚRSLITAKEPPNINNI ÞJÁLFARINN TEITUR Í ÚRSLITAKEPPNINNI 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Njarðvík vann engan leik Stjarnan Stjarnan Stjarnan Stjarnan Stjarnan Stjarnan 1984 1985 1986 1897 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Njarðvík Njarðvík Njarðvík Njarðvík Njarðvík Njarðvík vann engan leik Njarðvík Njarðvík Njarðvík Njarðvík ekki í úrslitakeppnina Njarðvík Njarðvík Njarðvík Atvinnumaður í Grikklandi Njarðvík Njarðvík Njarðvík Njarðvík Njarðvík Njarðvík Sigrar í: 8 liða Undanúrslitum Lokaúrslit Sigrar– töp 4 - 0 4 - 1 4 - 0 4 - 0 3 - 3 0 - 2 1 - 2 5 - 2 1 - 2 5 - 3 9 - 3 3 - 3 8 - 3 7 - 4 4 - 3 8 - 1 6 - 2 2 - 2 Teitur er eini leikmaðurinn sem hefur unnið 10 Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni. 0 - 2 1 - 2 1 - 2 6 - 4 3 - 4 7 - 5 3 - 0 Íslandsmeistari Íslandsmeistari Íslandsmeistari Íslandsmeistari 2. sæti Undanúrslit Undanúrslit Íslandsmeistari Undanúrslit Íslandsmeistari Íslandsmeistari Undanúrslit Íslandsmeistari 2. sæti Undanúrslit Íslandsmeistari Íslandsmeistari Undanúrslit 8 liða úrslit 8 liða úrslit 8 liða úrslit 2. sæti Undanúrslit 2. sæti Undanúrslit KÖRFUBOLTI Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslita- keppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálf- ari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslita- keppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálf- ari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í und- anúrslitum úrslitakeppni Dom- ino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Frétta- blaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnu- menn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vest- urbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“ Þurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að barátt- an muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag Just- ins Shouse í rimmunni gegn Kefla- vík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlut- um sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teit- ur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“ Með fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að ótt- ast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það ger- ist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mis- tök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Passa upp á jafnvægið Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýt- ingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ - esá, óój Teitur getur orðið sá fyrsti í 100 sigra Undanúrslitin í úrslitakeppni Dominos-deildar karla hefj ast í kvöld með fyrsta leiknum í rimmu KR og Stjörnunnar. Teitur Örlygsson, þjálfari Garðbæinga, getur skráð nafn sitt í sögubækurnar en veit að það verður erfi tt verkefni að ætla að sjá við ógnarsterku liði KR. Samtals: 78 sigrar 37 töp Samtals: 21 sigrar 19 töp Samtals sem leikmaður og þjálfari: 99 sigrar 56 töp HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR REYKJAVÍK SÍÐDEGIS ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA KÖRFUBOLTI „Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C- deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópu- keppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppn- um þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til und- anúrslita og svo er hreinn úrslita- leikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evr- ópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum von- andi myndbönd af því. Þessir leik- ir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erf- itt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmti- legt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson. - tom Þetta er alveg frábært og mjög þarft framtak Ívar Ásgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í Dominos-deildinni, var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta. SPENNTUR Ívar Ásgrímsson hlakkar til sumarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ➜ ➜ Sigurður Ingi-mundarson og Guðkón Skúlason hafa báðir tekið þátt í 98 sigrum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.