Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 10
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
NÁTTÚRA Höfn í Hornafirði stendur
nú 15 sentímetrum hærra en bær-
inn gerði árið 1997, en ástæðan
er minna farg af bráðnandi jökul-
þekju. Súrnun sjávar mun taka yfir
sem helsta rannsóknar- og áhyggju-
efni manna vegna hlýnunar jarðar
af völdum loftslagsbreytinga.
Þetta kom fram í máli Halldórs
Björnssonar, verkefnisstjóra lofts-
lagsrannsókna, á ársfundi Veður-
stofu Íslands sem haldinn var á
dögunum. Hann sagði að þegar
væri súrnun sjávar tekin að hafa
áhrif á efnahag í einstökum ríkjum
og hún væri verulegt áhyggjuefni.
Halldór reifaði helstu breytingar
sem hér verða ef spár ganga eftir.
Jöklar munu hopa enn frekar, og
eftir öld eða tvær munu aðeins
finnast hér fjallajöklar. Afrennsli
jökuláa mun því breytast mikið og
tækifæri til raforkuvinnslu aukast
um 20% um tíma, ef raforkukerfi
verða hönnuð til þess að nýta það
vatn sem til fellur.
Landið mun grænka með
hlýnun; skógarmörk fær-
ast ofar og sjálfsprottnir
skógar verða algengari.
Afrakstur ræktarlands
verður meiri. Samsetn-
ing flökkustofna fugla og
fiska mun breytast hér á
landi; fuglar leita til lands-
ins á meðan aðrir víkja
sem kjósa kaldara loftslag. Gengd
síldar, loðnu og makríls eru þekkt
dæmi og breytingar halda áfram.
Aðrar breytingar eru hins vegar
óvæntari og ekki eins vel kynnt-
ar. Höfn í Hornafirði stendur til
dæmis 15 sentímetrum hærra en
bærinn gerði árið 1997.
„Það sem gerist þegar
jöklar hopa og þynnast er
að þá lyftist jarðskorpan
þegar fargið minnkar. […]
Suðausturströndin er að
lyftast mjög mikið,“ sagði
Halldór sem sýndi gögn þar
sem sést að jörð rís á svæð-
inu um 0,8 til 1,4 sentímetra
á ári vegna bráðnunarinnar
og verður það rakið beint til
Vatnajökuls.
Halldór vék að því að losun kol-
tvísýrings mun vera um tíu gíga-
tonn á ári, en árið 1990, þegar hinn
frægi Kyoto-sáttmáli var undirrit-
aður, var losunin um sex gígatonn.
Iðnríkin hafa að mestu staðið við
það að auka ekki losun, en aukn-
ingin kemur mest öll frá þróun-
arríkjum og þá vegna kolabruna.
Í Kína, ekki síst, eru byggð kola-
raforkuver í stórum stíl, og losun
frá kolabruna vex um 2,8% á ári
um þessar mundir. Notkun og
tækninýjungar við vinnslu jarð-
gass hafa haft þau áhrif að kola-
bruni iðnríkja dregst saman.
svavar@frettabladid.is
Hefur risið 15 sentímetra
Sveitarfélagið Hornafjörður stendur 15 sentímetrum hærra en það gerði árið 1997. Ástæðan er bráðnun Vatna-
jökuls. Súrnun sjávar gæti fljótlega orðið helsta áhyggjuefnið vegna hlýnunar jarðar af völdum loftslagsbreytinga.
HALLDÓR
BJÖRNSSON
Íslenskir jarðvísindamenn hafa um langt skeið rannsakað og birt niður-
stöður sínar um bráðnun jökla– og þá ekki síst varðandi Vatnajökul. Niður-
stöður þeirra sýna:
■ Vatnajökull er 8.000 ferkílómetrar að flatarmáli og að meðaltali um 400
metra þykkur. Rúmmál hans er ríflega 3.000 rúmkílómetrar og þyngdin
rúmlega 3.000 milljarðar tonna.
■ Áætlað er að þegar jökullinn hefur hopað allur muni land undir honum
miðjum rísa um rúma 100 metra, en allt að 20 metra við Höfn í
Hornafirði.
■ Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni enda á þá
kvikan greiðari leið upp á yfirborðið.
Bráðnun jökla eykur eldvirkni
GRÍMSVATNA-
GOS 2011 Gríms-
vötn undir Vatna-
jökli eru virkasta
eldstöð landsins
og hafa að öllum
líkindum gosið
oftar en hundrað
sinnum frá
landnámi og 13
sinnum frá alda-
mótum 1900.
FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL
NÁTTÚRA Kjöraðstæður hafa
skapast til að endurheimta stór-
urriðastofninn í Efra-Sogi með
gerð fiskvegar úr Þingvallavatni,
að mati Össurar Skarphéðinsson-
ar, þingmanns Samfylkingarinn-
ar.
Össur hefur lagt fram þings-
ályktunartillögu þessa efnis.
Samhliða verði ráðist í endur-
bætur á hrygningarstöðvum
urriðans í efri hluta árinnar, og
fyrir mynni hennar, til að stuðla
að endurheimt stofnsins.
Forsagan er í örmynd sú að stóru-
rriðinn í Efra-Sogi gjöreyddist
þegar áin var stífluð 1959 og Stein-
grímsstöð var byggð. Í stefnumörk-
un Þingvallanefndar 2004-2024
segir hins vegar frá að samkomu-
lag við Landsvirkjun sé um endur-
heimt búsvæða og er eitt megin-
markmiða hennar. Hins vegar sé
liðinn áratugur og fiskvegurinn
hafi ekki enn verið lagður.
„Landsvirkjun hefur um all-
mörg ár hleypt miklu vatni niður
hinn gamla farveg árinnar.
Magnið er nógu mikið til að
standa undir verulegri seiða-
framleiðslu á fornum óðulum
stórurriðans í efri hluta árinnar.
Urriði er þegar tekinn að leita
undir botnlokur stíflunnar, en
kemst ekki til baka upp í Þing-
vallavatn, stórir fiskar laskast
á tálknbörðum þegar þeir troða
sér undir þær, og seiði, sem hugs-
anlega klekjast út við núverandi
aðstæður, komast ekki heldur
upp í vatnið,“ segir Össur í grein-
argerð tillögunnar. - shá
Össur Skarphéðinsson brýnir stjórnvöld til að fóstra endurreisn urriðans í Efra-Sogi með gerð fiskvegar:
Vill byggja fiskveg fyrir Þingvallaurriðann
KONUNGUR FERSKVATNSFISKANNA
Sú regla hefur verið sett að öllum stang-
veiddum urriða skal sleppt frá 20. apríl
til 1. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BANDARÍKIN Samheitalyfjafyrir-
tækið Actavis hefur fest kaup
á taílenska lyfjafyrirtækinu
Silom Medical með peninga-
greiðslu upp á 100 milljónir
Bandaríkjadala, eða sem svarar
11,3 milljörðum króna.
Silom Medical er eitt af helstu
samheitalyfjafyrirtækjum Taí-
lands, að því er fram kemur í
tilkynningu Actavis og sér yfir
4.400 sjúkrastofnunum og lyf-
sölum í landinu fyrir yfir 25
lyfjum í margvíslegu formi.
Með kaupunum er Actavis
þegar á meðal fimm helstu sam-
heitalyfjaframleiðenda Taílands
og leiðandi í framleiðslu augn-
lyfja og lyfja vegna öndunar-
sjúkdóma. - óká
Actavis fær Silom Medical:
Reiddu fram
11,3 milljarða
TÖFLUR Á FÆRIBANDI Úr verksmiðju
Actavis. MYND/ACTAVIS
SAMGÖNGUR
Fyrsta flugsins minnst
Í tilefni þess að í sumar eru 90 ár
eru frá því Erik Nelson flaug fyrstur
til Íslands 2. ágúst 1924 stefnir
bæjarráð Hornafjarðar að flutningi
minnisvarða um flug Nelsons á
Óslandshæð þar sem gott útsýni er
yfir lendingarstaðinn.
SJÁVARÚTVEGUR „Bæjarráð mun
aldrei láta slíkar aðgerðir óátald-
ar enda um verulega hagsmuni
að ræða fyrir samfélagið og það
starfsfólk sem byggt hefur fyrir-
tækið upp á löngum tíma,“ segir
bæjarráð Norðurþings um þá
ákvörðun útgerðarfélagsins Vísis
að loka starfsstöðvum á Húsavík.
Bæjarráðið segir að með lokun-
inni sé fallið frá ákvæðum í samn-
ingi við sölu sveitarfélagsins á
eignarhlut í Fiskiðjusamlagi Húsa-
víkur. - gar
Ósáttir við lokun fiskvinnslu:
Saka Vísi um
samningsbrot
VELFERÐARMÁL Framkvæmdastjóri
barnaverndarnefndar Reykjavík-
ur, Halldóra Gunnarsdóttir, fagn-
ar umræðu um eftirlit ríkisins með
félagslegum verkefnum sveitar-
stjórna.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu
í gær hyggst Eygló Harðardóttir
félagsmálaráðherra skoða mögu-
leikann á stofnun nýrrar stjórn-
sýslustofnunar sem myndi sinna
verkefnum ríkisins á sviði félags-
mála og barnaverndar. Einnig
myndi stofnunin hafa eftirlitshlut-
verk með verkefnum sveitarfélaga.
„Þetta er sérstaklega jákvætt
vegna tvíþætts hlutverks Barna-
verndarstofu í þessum málum.
Stofnunin sér um ráðgjöf til barna-
verndarnefnda en hefur á sama
tíma eftirlit með störfum þeirra,“
segir Halldóra.
Hún segir að það geti verið flók-
ið fyrir starfsmenn barnaverndar-
nefnda að fá alvarlegar athugasemd-
ir fyrir hádegi en leita svo til sama
aðila eftir stuðningi eftir hádegi.
Þannig hafi staðan verið frá stofn-
un Barnaverndarstofu.
„Mitt mat er að vænlegra sé til
árangurs að Barnaverndarstofa ein-
beiti sér að ráðgefandi hlutverki,“
segir Halldóra. - ebg
Ný stofnun tæki við verkefnum Barnaverndar:
Flókið að hafa
tvíþætt hlutverk
HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR Fram-
kvæmdastjóri barnaverndarnefndar
Reykjavíkur tekur undir þá skoðun að
færa eftirlitshlutverkið úr höndum
Barnaverndarstofu.