Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 54

Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 54
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 FIMMTUDAG HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Leiklist 20.00 Vorið vaknar er rokksöngleikur eftir Steven Sater með tónlist eftir Duncan Sheik. Hann er byggður á leikverki eftir Frank Wedekind, sem var lengi vel umdeilt og seinna bannað í Þýskalandi. Sýning fer fram í Samkomuhúsinu á Akur- eyri og hefst klukkan 20.00. Fræðsla 17.00 Geðheilsustöð Breiðholts og Hugar- afl standa að opnum fræðslufundi fyrir almenning um helstu atriði sem snúa að geðheilsu á efri árum. Líney Úlfarsdóttir öldrunarsálfræðingur og Erik Brynjar Eriksson geðlæknir halda bæði erindi um viðfangsefnið. Eftir hlé verða pall- borðsumræður en í pallborði hafa sæti Valgeir Ástráðsson, prestur í Seljakirkju, Ólöf Margrét Snorradóttir, guðfræðingur í Fella- og Hólakirkju, Bára Emilsdóttir, sjúkraliði hjá Heilsugæslunni Breiðholti, og Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni og fram- kvæmdarstjóri Ellimálaráðs. Öll hafa þau mikla reynslu í málefnum aldraða. Fræðslufundurinn verður haldinn í dag klukkan 17.00 til 19.00 í Félagsmið- stöðinni Árskógum 4. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fundir 13.00 Stúdentahakkavélin verður enn og aftur sett í gang í Stúdentakjallaranum í dag. Að þessu sinni í samstarfi við nem- endafélagið Fjallið en rætt verður um gjaldtöku einkaaðila að náttúruperlum landsins. Pawel Bartoszek, stærðfræð- ingur og stjórnlagaráðsliði, og Anna Karls- dóttir, lektor í land- og ferðamálafræði, munu takast á um kosti og galla gjald- tökunnar. Aron Ólafsson, formaður Fjalls- ins, mun stýra umræðunni. Hakkavélin er sett í gang þegar stúdentar telja ástæðu til og í hana mæta þeir sem þora. Þrátt fyrir ógnvænlegt nafn þarf samt enginn að óttast enda stúdentar þekktir fyrir ein- staka kurteisi sem og að gæta velsæmis- marka. Fundurinn hefst klukkan 13.00. Sem endranær er aðgangur ókeypis og opinn öllum. Sýningar 16.00 Stígur, nýtt listamannarými við Skólavörðustíginn er með opnunarteiti í dag klukkan 16.00 til 19.00. Léttar veitingar í boði og 20 prósent afsláttur af verkum listamannanna. Listamenn Stígs eru Bjarni Sigurðsson keramiker, Elva Hreiðarsdóttir grafíklistakona, Hel- ena Sólbrá Kristinsdóttir textílkona, Ólöf Sæmundsdóttir, leir og glerlistakona, og Þóra Einarsdóttir myndlistakona. Stígur er að Skólavörðustíg 17b. 20.00 Opnunaratriði Hestadaga í Reykja- vík fer fram í dag. Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Kvikmyndir 17.00 Vídeólist á kaffistofu Listasafns Íslands fer fram í dag klukkan 17.00 undir yfirskriftinni, Lettres à la mer. Fyrsta fimmtudag í mánuði kynnir Listasafn Íslands í samstarfi við 700IS Hreindýraland vídeó- listamann mánaðarins. Að þessu sinni mun franski listamaður- inn Renaud Perrin sýna myndina Lettres à la mer, í kaffistofu safnsins við Fríkirkjuveg 7. 19.00 Norræn kvik- myndahátíð verður haldin 3. til 15. apríl næstkomandi í Norræna húsinu. Sýndar verða margar nýjar og róm- aðar kvikmyndir frá Norðurlöndunum. Opn- unarmynd hátíðarinnar er sænska kvikmyndin Monica Z í leikstjórn Per Fly. Frítt er inn á allar sýningarnar. 20.00 20.000 Days on Earth, heimilda- mynd um tónlistarmanninn Nick Cave er opnunarmynd Reykjavík Shorts&Docs Festival en sýningin hefst í kvöld klukkan 20.00 í Bíó Paradís. Að lokinni sýningu verða léttar veitingar í bíóinu. Spenna, átök og kaldur raunveruleiki mætast í uppspunnum 24 klukkutímum tón- listarmannsins og poppgoðsins Nicks Cave. Myndin gengur langt í nærgöngulli lýsingu sinni á átökum listamannsins við sjálfan sig og list sína og leitar svara við heimspekilegum spurningum um til- veru okkar um leið og hún skoðar mátt skapandi hugsunar. Myndin verður auk þess sýnd í almennum sýningum 5. apríl klukkan 20.00, 6. apríl kl 22.00, 8. apríl kl. 18.00 í Bíó Paradís. 20.00 Nymphomaniac: Part 2, nýjasta kvikmynd Lars von Trier verður for- sýnd í kvöld. Af því tilefni er gestum boðið að sjá báðar myndirnar saman í Háskólabíói í kvöld. Nymphomaniac: Rekstrarvörur - vinna með þér Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.