Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 54
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 FIMMTUDAG HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Leiklist 20.00 Vorið vaknar er rokksöngleikur eftir Steven Sater með tónlist eftir Duncan Sheik. Hann er byggður á leikverki eftir Frank Wedekind, sem var lengi vel umdeilt og seinna bannað í Þýskalandi. Sýning fer fram í Samkomuhúsinu á Akur- eyri og hefst klukkan 20.00. Fræðsla 17.00 Geðheilsustöð Breiðholts og Hugar- afl standa að opnum fræðslufundi fyrir almenning um helstu atriði sem snúa að geðheilsu á efri árum. Líney Úlfarsdóttir öldrunarsálfræðingur og Erik Brynjar Eriksson geðlæknir halda bæði erindi um viðfangsefnið. Eftir hlé verða pall- borðsumræður en í pallborði hafa sæti Valgeir Ástráðsson, prestur í Seljakirkju, Ólöf Margrét Snorradóttir, guðfræðingur í Fella- og Hólakirkju, Bára Emilsdóttir, sjúkraliði hjá Heilsugæslunni Breiðholti, og Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni og fram- kvæmdarstjóri Ellimálaráðs. Öll hafa þau mikla reynslu í málefnum aldraða. Fræðslufundurinn verður haldinn í dag klukkan 17.00 til 19.00 í Félagsmið- stöðinni Árskógum 4. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fundir 13.00 Stúdentahakkavélin verður enn og aftur sett í gang í Stúdentakjallaranum í dag. Að þessu sinni í samstarfi við nem- endafélagið Fjallið en rætt verður um gjaldtöku einkaaðila að náttúruperlum landsins. Pawel Bartoszek, stærðfræð- ingur og stjórnlagaráðsliði, og Anna Karls- dóttir, lektor í land- og ferðamálafræði, munu takast á um kosti og galla gjald- tökunnar. Aron Ólafsson, formaður Fjalls- ins, mun stýra umræðunni. Hakkavélin er sett í gang þegar stúdentar telja ástæðu til og í hana mæta þeir sem þora. Þrátt fyrir ógnvænlegt nafn þarf samt enginn að óttast enda stúdentar þekktir fyrir ein- staka kurteisi sem og að gæta velsæmis- marka. Fundurinn hefst klukkan 13.00. Sem endranær er aðgangur ókeypis og opinn öllum. Sýningar 16.00 Stígur, nýtt listamannarými við Skólavörðustíginn er með opnunarteiti í dag klukkan 16.00 til 19.00. Léttar veitingar í boði og 20 prósent afsláttur af verkum listamannanna. Listamenn Stígs eru Bjarni Sigurðsson keramiker, Elva Hreiðarsdóttir grafíklistakona, Hel- ena Sólbrá Kristinsdóttir textílkona, Ólöf Sæmundsdóttir, leir og glerlistakona, og Þóra Einarsdóttir myndlistakona. Stígur er að Skólavörðustíg 17b. 20.00 Opnunaratriði Hestadaga í Reykja- vík fer fram í dag. Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Kvikmyndir 17.00 Vídeólist á kaffistofu Listasafns Íslands fer fram í dag klukkan 17.00 undir yfirskriftinni, Lettres à la mer. Fyrsta fimmtudag í mánuði kynnir Listasafn Íslands í samstarfi við 700IS Hreindýraland vídeó- listamann mánaðarins. Að þessu sinni mun franski listamaður- inn Renaud Perrin sýna myndina Lettres à la mer, í kaffistofu safnsins við Fríkirkjuveg 7. 19.00 Norræn kvik- myndahátíð verður haldin 3. til 15. apríl næstkomandi í Norræna húsinu. Sýndar verða margar nýjar og róm- aðar kvikmyndir frá Norðurlöndunum. Opn- unarmynd hátíðarinnar er sænska kvikmyndin Monica Z í leikstjórn Per Fly. Frítt er inn á allar sýningarnar. 20.00 20.000 Days on Earth, heimilda- mynd um tónlistarmanninn Nick Cave er opnunarmynd Reykjavík Shorts&Docs Festival en sýningin hefst í kvöld klukkan 20.00 í Bíó Paradís. Að lokinni sýningu verða léttar veitingar í bíóinu. Spenna, átök og kaldur raunveruleiki mætast í uppspunnum 24 klukkutímum tón- listarmannsins og poppgoðsins Nicks Cave. Myndin gengur langt í nærgöngulli lýsingu sinni á átökum listamannsins við sjálfan sig og list sína og leitar svara við heimspekilegum spurningum um til- veru okkar um leið og hún skoðar mátt skapandi hugsunar. Myndin verður auk þess sýnd í almennum sýningum 5. apríl klukkan 20.00, 6. apríl kl 22.00, 8. apríl kl. 18.00 í Bíó Paradís. 20.00 Nymphomaniac: Part 2, nýjasta kvikmynd Lars von Trier verður for- sýnd í kvöld. Af því tilefni er gestum boðið að sjá báðar myndirnar saman í Háskólabíói í kvöld. Nymphomaniac: Rekstrarvörur - vinna með þér Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.