Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 13

Fréttablaðið - 03.04.2014, Side 13
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2014 | FRÉTTIR | 13 GLERIÐ Við þessar aðstæður ræða fangar við gesti í fyrsta sinn sem þeir koma. Þann- ig hefur tek- ist að koma í veg fyrir fíkniefnainn- flutning. KÚSTA- SKÁPURINN Hér sést læknastofan í Kvenna- fangelsinu. Snúrurnar að öllu raf- magnstengdu eru við vegginn, yfir sjúkrarúminu. MYND/GVA KÓPAVOGS- FANGELSI Í garðinum er nýleg skjólgirðing sem kemur í veg fyrir að fang- arnir sjáist í útivistinni. Í garðinum er einnig mat- jurtagarður. erum enn að átta okkur á viðkom- andi.“ Einar segir að með þeim hætti hafi tekist að koma í veg fyrir eiturlyfjainnflutning sem annars hefði átt sér stað. „Svokall- aðir vinir sem eru kannski bara komnir til að færa föngum dóp láta ekki sjá sig aftur ef fyrsta heimsókn er bara á bak við gler og spjallið fer fram í gegnum síma.“ Einar segir þó að síminn sem nýttur er í heimsóknarviðtölin sé ekki hleraður af fangelsinu. Um er að ræða beina línu þar sem allt er rætt án afskipta fangelsisins. Glápa í gegnum girðinguna Vegna staðsetningar Kópavogs- fangelsis eru fangar berskjald- aðir fyrir forvitnum augum þegar þeir fara í útivist. Fyrir nokkrum árum var brugðist við þessu með því að klæða vírgirðinguna með strigapokum. „Það er eiginlega eina skiptið sem við höfum fengið kvartanir frá nágrönnum okkar. Pokarnir slógust í girðinguna og voru ekki mikil prýði,“ segir Einar. Pokarnir voru því fjarlægðir aftur. Í fyrra var reistur skjólveggur innan girðingarinnar sem dugir til að gefa föngunum nokkurra fer- metra svæði án þess að þeir sjáist. „Hann Ögmundur lét gera þetta,“ segir Einar, en ég furða mig þó á að nýja girðingin hafi ekki verið látin ná út að jöðrum lóðarinnar svo föngum bjóðist stærra pláss án þess að þekkjast. „Þetta snýst allt um peninga. Þessi kostaði örugg- lega milljón og þeir tímdu ekki meiru í fangelsið.“ Mega ekki hringja í fjölmiðla Samkvæmt tilkynningu við þá síma sem fangelsið hefur til afnota er föngum óheimilt að hringja í fjölmiðla, lögreglu og önnur fang- elsi. Einnig er þeim óheimilt að hringja í dómstóla, ráðuneyti eða Fangelsismálastofnun. Símtöl við þessa aðila þurfa að fara fram með sérstöku leyfi varðstjóra. Fangi sem segist losna út eftir níu daga hefur greinilega setið á einhverri sögu því hann tekur niður vinnunúmerið mitt og vill fá að hringja inn frétt þegar hann losnar út. Hann segist hafa frá ýmsu að segja. Miklu betra en Litla-Hraun Karlkynsfangar hafa yfirleitt dvalið í öðrum fangelsum og verið færðir í Kvennafangelsið þegar þeir hafa sýnt af sér góða hegðun. Aðspurðir segja þeir að Kópavogs- fangelsi sé það besta sem þeir þekkja. „Það er best að vera hjá Einari,“ segja fangarnir. „Þetta er miklu betra en Hraunið.“ En staðan er önnur fyrir konurnar í fangelsinu. Þær hafa ekki tækifæri á tilfærslu og ef kona hlýtur fang- elsisdóm á Íslandi býðst henni ekki að skipta fangelsisvistinni niður á mismunandi fangelsi. Þær þekkja ekkert annað en veggi Kvenna- fangelsisins. Í 25 ár hefur þessi staða verið uppi í Kvennafang- elsinu og oft borið við að svo fáir kvenfangar séu á Íslandi að vandi þeirra sé ekki aðkallandi. „Ég held að dómstólar séu oft meðvirkir með konum sem fremja glæpi,“ segir Einar að lokum. „Bæði vegna þess að þær þurfa oftar að sjá um mjög ung börn, en líka vegna þess að hér er allt blandað. Allar konur koma hingað inn, hvort sem þær fremja ofbeldisbrot eða fjárdrátt. Það er bara ekkert annað í boði.“ KÚSTASKÁPAR OG GLERBÚR Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl 2014 og hefst stundvíslega kl. 16.00. Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið reikningsár með athugasemdum endurskoðenda. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps félagsins á síðastliðnu reikningsári og framlög í varasjóð. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins skal lögð fram og atkvæði greidd um hana. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum, ef borist hafa. 6. Kosning stjórnar félagsins. 7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. 8. Ákvörðun um þóknun stjórnar félagsins. 9. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem löglega eru upp borin. Hluthafar eiga rétt á að leggja fram mál og/eða ályktunartillögur fyrir fundinn ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekið fyrir verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Hægt er að senda tillögur eða ályktanir fyrir fundinn á veffangið stjorn@sjova.is. Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar er varða auglýsta dagskrárliði á aðalfundinum sjálfum. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir. Atkvæðagreiðslur á aðalfundinum verða ekki skriflegar nema ef einhver fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal þó vera skriflegt ef fleiri eru í kjöri til stjórnar en kjósa skal. Kveðið er nánar á um stjórnarkjör í samþykktum félagsins en kosið er eftir hlutfallskosningu. Athygli er þó vakin á ákvæðum samþykkta um hlutfall kynja í stjórn félagsins. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda til sín og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist félaginu a.m.k. fimm dögum fyrir auglýstan aðalfund. Hluthafar geta jafnframt vitjað atkvæðaseðla í höfuðstöðvum félagsins frá sama tíma og greitt þar atkvæði. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað og mætt er fyrir helming hlutafjár í félaginu. Frestur til að tilkynna framboð til stjórnar lýkur fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilis- fang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Framboðseyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur verða aðgengilegar á vefsíðunni www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir að lágmarki tveimur dögum fyrir aðalfund. Endanleg dagskrá aðalfundar og fundargögn, þ.á.m. tillögur stjórnar, sem lögð verða fyrir aðalfund eru birt á vefsíðu félagsins www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir og liggja frammi á skrifstofu þess í Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá kl. 15.30 á aðalfundardag. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 3. apríl 2014 Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. verður haldinn 29. apríl 2014

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.