Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 03.04.2014, Síða 2
3. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Eiríkur, hvað má sjá? Í smásjá má margt sjá. Eiríkur Steingrímsson er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands en deildin tók nýverið tugmilljóna króna smásjá í notkun. SAMFÉLAG Íslenska gámafélag- ið hefur boðið öllum börnum starfsmanna fyrirtækisins sem orðið hafa fyrir barðinu á verk- falli framhaldsskólakennara að fá vinnu. Krakkarnir starfa ýmist við að flokka, aðstoða með rafmagn eða snyrta til á starfs- svæði gámafélagsins á Gufunesi. Þrettán krakkar hafa þáð boðið og nýta þeir verkfallið í að vinna. Verkfallið hefur staðið í næst- um þrjár vikur núna, og hefur áhrif á um það bil 28 þúsund menntaskólanema um land allt. Nemendur Verzlunarskóla Íslands sleppa þó við verkfallið enn sem komið er, en þeir mæta enn í skólann. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir að margir starfsmanna fyrir- tækisins hafi fundið fyrir því að vegna verkfallsins hafi heimil- islífi verið raskað. Börn starfs- manna séu sum hver búin að snúa sólarhringnum við, sofi á dag- inn en vaki á nóttunni, og hangi í tölvunni eða glápi á sjónvarp- ið í óhófi. Því sé mikið hentugra fyrir alla að fá þau til að mæta í vinnu og skapa verðmæti í stað þess að slæpast og aðhafast lítið sem ekkert. „Unglingarnir komast í ákveð- inn vandræðagang í þessu verk- falli, leggjast í tölvurnar og sjón- varpsgláp. Við sáum mikið gagn að því að fá þau til að koma og flokka og koma sér í verðmæti í staðinn fyrir sjónvarpsgláp. Þau eru svo fljót að snúa við sólar- hringnum þessir krakkar,“ segir Jón. „Þetta er bara tilraun til að halda reglu á heimilunum, það skiptir öllu máli fyrir fyrirtæk- ið.“ Aðspurður segist Jón eiga 16 ára son sem lendi í verkfall- inu. „Ég þurfti endilega að koma honum í vinnu. Ég hef samkennd með öllu fólki sem lendir í þessu,“ segir hann. karl@frettabladid.is Verkfallskrakkar fá störf hjá gámafélagi Íslenska gámaþjónustan býður táningum sem hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli framhaldsskólakennara að skapa verðmæti í stað þess að slæpast. VINNA Í VERKFALLI Börn starfsmanna Íslensku gámaþjónustunnar fá vinnu í verkfalli kennara. MYND/DOFRI HERMANNSSON SLYS Vélsleðamaður ók fram af hengju í gili fremst í Böggvis- staðadal fyrir ofan Dalvík um fimmleytið í gær samkvæmt til- kynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Björgunarsveitin Dalvík var þegar kölluð út á slysstað. Björg- unarsveitarmaður sem var á svæðinu hlúði að sleðamanninum þangað til þyrla kom á slysstað og flutti manninn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er ekki talinn í lífshættu. - kóh Slys í Böggvisstaðadal: Vélsleðamaður fram af hengju DANMÖRK Nær fjórir af hverjum tíu kjósendum í Danmörku eru þeirrar skoðunar að Jafnaðar- mannaflokknum muni ganga betur í næstu þingkosningum fái Helle Thorning-Schmidt forsætis ráðherra toppstöðu innan Evrópu sambandsins, ESB. Samkvæmt frétt á vef Jyllands- Posten vísar forsætisráðherr- ann því á bug að vera á förum. Þar segir jafnframt að gagnrýni á forystuna hafi aukist innan Jafnaðarmannaflokksins. Margir saka forsætisráðherrann um að hlusta ekki á þjóðina og bak- landið. - ibs Vangaveltur Dana: Thorning ekki á leið til ESB ALÞINGI Hvalveiðar snúast ekki um veiðigjöld, þær snúast um sjálfs- ákvörðunarrétt íslensku þjóðar- innar, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Björt Ólafsdóttir, Bjartri fram- tíð, spurði forsætisráðherra hver ábatinn af hvalveiðum Íslendinga hefði verið. Björt sagðist hafa áhyggjur af því að verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með hval- veiðunum. Í máli sínu benti hún meðal ann- ars á að Obama Bandaríkjaforseti hefði fyrirskipað að öll tvíhliða samskipti við Íslendinga yrðu end- urskoðuð og þrýst á að Íslendingar hættu veiðum á langreyði. Sigmundur Davíð sagði að hval- veiðar snerust meðal annars um að verja rétt Íslands til að nýta náttúruauðlindir sínar. Það væri gríðarlega mikils virði. Forsætis- ráðherra sagði að við ættum ekki að láta eina mestu hvalveiðiþjóð heims segja okkur að við mættum ekki veiða hval. Björt sagði að stjórnvöld horfðu ekki á málið út frá við- skiptalegum forsendum heldur tilfinningalegum. Því neitaði forsætisráðherra. - jme Hvalveiðar snúast ekki um veiðigjöld heldur um sjálfsákvörðunarrétt okkar: Óttast að hagsmunum sé fórnað HVALVEIÐAR Forsætisráðherra segir að Íslendingar láti Bandaríkjamenn ekki segja sér hvort þeir megi veiða hval eða ekki. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Á aðalfundi Landsvirkj- unar í gær var samþykkt tillaga fjármála- og efnahagsráðherra um kjör aðalmanna og varamanna í stjórn Landsvirkjunar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. Stjórnarformaður var kjörinn Jónas Þór Guðmundsson hæsta- réttarlögmaður. Einnig voru kjör- in Helgi Jóhannesson, Jón Björn Hákonarson, Þórunn Sveinbjarn- ardóttir og Álfheiður Ingadóttir. Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arð- greiðslu til eigenda að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2013. - kóh Kjör í stjórn Landsvirkjunar: Jónas Þór formaður VINNUMARKAÐUR „Við erum ekki farin að sjá til lands í þeim málum sem standa út af, það er launaliðnum og því hversu háum fjárhæðum verður varið til innra starfs í skólunum,“ segir Aðal- heiður Steingrímsdóttir, formað- ur samninganefndar Félags fram- haldsskólakennara. Kennarar segja að mennta- og fjármálaráðherra verði að fara að svara því hversu miklir peningar verði settir í að leysa deiluna. Allt sitji fast á meðan svör berast ekki. Aðalheiður segir að dagurinn í gær hafi farið í að fínpússa texta á þeim liðum kjarasamn- ingsins sem eru að mestu frá- gengnir. „En það strandar á aðkomu ráð- herranna. Þeir þurfa að leggja sig meira fram ef lausn á deilunni á að finnast,“ segir Aðalheiður. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, tekur í svipað- an streng og Aðalheiður. Staðan sé óbreytt. Hvorki náðist í fjármála- né menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - jme / kóh Framhaldsskólakennarar segja enga lausn í sjónmáli í kjaradeilu þeirra: Beðið eftir svari frá ráðherrum AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR ÓLAFUR HJÖRTUR SIGURJÓNSSON SÍLE Jarðskjálfti sem mældist 8,2 að stærð skók Síle í gær. Sex eru látnir og þúsundir bygginga í rúst. Tugir þúsunda Sílebúa flúðu upp á hálendi er jörðin nötraði undir fótum þeirra. Um það bil 2.500 heimili eru talin hafa beðið alvarlegan skaða. - kóh Sex látnir og þúsundir bygginga eru í rúst: Harður jarðskjálfti skók Síle EYÐILEGGING Síleskur maður gengur eftir sprungnum þjóðvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SPURNING DAGSINS SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Falleg hjólhýsi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.