Fréttablaðið - 17.04.2014, Síða 4
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ÁRÉTTING
Ónákvæmni gætti þegar haft var eftir
Magnúsi Karli Magnússyni, forseta
læknadeildar Háskóla Íslands, að próf
læknanema í vor sé forsenda þess að
þeir fái lækningaleyfi. Prófið er for-
senda þess að nemendurnir útskrifist
frá læknadeild, en þeir þurfa að vinna
eitt ár sem læknakandídatar áður en
þeir fá lækningaleyfi.
LEIÐRÉTT
Ranghermt var í frétt blaðsins í gær um
dómsmál Kims Laursen gegn Hjördísi
Svan Aðalheiðardóttur að sálfræðingur-
inn sem skrifaði skýrslu sem lögð var
fram í dómi hefði starfað hjá Barna-
húsi. Einnig stendur að réttarhöld yfir
Hjördísi í Danmörku verði 26. og 30.
mars en hið rétta er apríl.
SVEITARSTJÓRNIR Rekstrar-
afgangur Hafnarfjarðarkaup-
staðar var umfram áætlanir í
fyrra og lækkuðu skuldir um 1.335
milljónir króna. Ársreikningur
Hafnarfjarðar bæjar fyrir árið
2013 var tekinn til fyrri umræðu í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
bæjarstjóri segir að þær tölur sem
fram koma í ársreikningnum sýni
styrka og stöðuga fjármálastjórn.
Í tilkynningu frá Hafnarfirði
segir að leitað hafi verið eftir end-
urfjármögnun á erlendum lánum
bæjarins og samþykkt hafi verið
að ganga að tilboði Íslandsbanka
um endurfjármögnun sem feli í sér
grunn að heildstæðri lausn. - fbj
Betri staða en áætlað var:
Jákvæð afkoma
Hafnarfjarðar
Í HAFNARFIRÐI Bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar segir að þakka megi starfsfólki
bæjarins árangurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Þrír menn ætla að
kæra Orkuveitu Reykjavíkur og
segja þeir að fyrirtækið hafi ekki
farið að lögum þegar verðfyrir-
spurn var gerð vegna veiðiréttar
í Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík í
Þingvallavatni í september í fyrra.
„Við erum ósáttir og teljum að
það hafi ekki verið farið að lögum
og ekki verið gætt jafnræðis,“
segir Helgi Guðbrandsson leið-
sögumaður.
Tvær verðfyrirspurnir voru
gerðar. Í þeirri fyrri buðu með
Helga þeir Jóhann Birgisson leið-
sögumaður og Belginn René Beau-
mont samtals 1,8 milljónir króna
í veiðiréttinn. ION Hótel, sem er
með starfsemi á Nesjavöllum, bauð
einnig í réttinn og var það tilboð
50 þúsund krónum hærra. Þriðji
tilboðsaðilinn bauð rúmar 600 þús-
und krónur. Ekki var tekið við til-
boðum í lokuðum umslögum held-
ur tölvupósti.
Tilboði ION var tekið en skömmu
síðar lásu Helgi og félagar á síð-
unni Flugur.is að það hefði bor-
ist seinni part dags. „Þegar við
inntum OR eftir því hvenær til-
boðið hefði borist viður kenndu
þeir að það hefði komið tveimur
tímum eftir að útboði lauk,“ segir
Helgi. „Þetta er algjörlega óverð-
lagt svæði. Menn eru að skjóta út
í loftið og svo munar bara 50 þús-
und kalli. Þess vegna óskuðum við
eftir því að fá að sjá þeirra tilboð en
þá var okkur þverneitað. Það getur
hver sem er séð að þetta er ósann-
gjarnt. Við vildum ekki að hótelið
fengi tækifæri til að skoða okkar
tilboð og gera svo sitt eigið.“
Í framhaldinu óskaði OR eftir því
að Helgi og félagar myndu leysa
málið með því að semja við ION um
samstarf. Viðræður fóru fram en
báru engan árangur. Loks ákvað
OR að efna til annarrar verðfyr-
irspurnar vegna „formgalla“. Þar
fengu aðeins þeir sem höfðu áður
tekið þátt að vera með. „Við sögð-
um að við gætum tekið þátt en ekki
ef ION yrði líka með því þeir tóku
ekki þátt í fyrri verðfyrirspurn-
inni,“ segir Helgi og vísar þar í að
tilboð þeirra hafi komið of seint.
Sú varð ekki raunin og á endanum
bauð ION mun hærra en annar til-
boðsaðili og hreppti hnossið.
Hann bætir við að upphaflega
hafi OR ætlað að láta ION Hótel
fá veiðiréttinn án þess að efna til
nokkurs útboðs eða verðfyrir-
spurnar. ION hefði þegar haft sam-
band við leiðsögumenn um að veita
veiðimönnum leiðsögn á svæðinu.
„Okkar upplifun er mjög skýr. ION
átti að fá þetta sama hvað. Maður
trúir varla þessum vinnu brögðum.
Þetta er opinbert fyrirtæki sem
gefur sig út fyrir gegnsæi en telur
sig samt hafið yfir lög og velsæmi.“
freyr@frettabladid.is
Leiðsögumenn kæra Orku-
veituna vegna veiðiréttar
Þrír menn ætla að kæra Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan er vinnubrögð í tengslum við verðfyrirspurn vegna
veiðiréttar í Þorsteinsvík í september í fyrra. Þeir segja að ION Hótel hafi allan tímann átt að fá réttinn.
Þetta er
algjörlega
óverðlagt
svæði. Menn
eru að skjóta
út í loftið og
svo munar
bara 50 þúsund kalli. Þess
vegna óskuðum við eftir
því að fá að sjá þeirra
tilboð.
Helgi Guðbrandsson
leiðsögumaður.
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Þremenningarnir segja að OR hafi allan tímann ætlað
að láta ION Hótel fá veiðiréttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hálfdán Gunnarsson, forstöðumaður innkaupa- og rekstrarþjónustu OR, segir að
veiðirétturinn í Þingvallavatni hafi verið auglýstur til eins árs í reynsluskyni. OR
hafi rennt blint í sjóinn með verðmæti réttarins og ákveðið að gera verðfyrir-
spurn án þess að fara í formlegt útboð. Í auglýsingunni setti OR þau skilyrði,
fyrst veiðiréttarhafa við vatnið, að leyfa eingöngu fluguveiði sem og gera að
skyldu að sleppa öllum urriða. Þetta hafi verið gert til að stuðla að verndun
urriðans við Þingvallavatn og koma í veg fyrir slæma umgengni um svæðið.
„Þarna var skýrt tekið fram að OR áskilji sér rétt til að taka hvaða tilboði
sem er ásamt því að hafna öllum. ION Hótel bað okkur fyrir fram um að fá
að skila inn eftir liðinn frest og við veittum þeim heimild fyrir því,“ segir
Hálfdán, sem vill ekki meina að með því hafi verið brotið á rétti Helga og
félaga. „Ég hef sagt þeim að ef þeir hefðu beðið mig um það sama hefði
ég líka veitt þeim það,“ segir hann og bætir við að útboðsskylda sé hjá OR
í fjárhæðum sem eru yfir sjö milljónir króna. Þarna var um mun lægri fjár-
hæðir að ræða. „En við ætlum þó að standa öðruvísi að þessu fyrir 2015 og
opna innkomin tilboð í viðurvist þeirra sem þess óska.“
Hálfdán telur að langt hafi verið gengið í að koma til móts við sjónarmið
þremenninganna í málinu, m.a. með því að bjóða þeim að ganga að hluta
inn í samninginn um veiðina á komandi sumri en það hafi Helgi og félagar
ekki þegið. „En það er ljóst að það eru margir svekktir yfir því að veiðiréttur-
inn skyldi leigður út og takmarkanir settar á veiðina. Þarna hafa margir veitt
í leyfisleysi, bæði endurgjalds- og eftirlitslaust í gegnum tíðina, og finnst
þeim eflaust súrt í brotið, en nauðsynlegt var að grípa í taumana. “
Standa öðruvísi að þessu næst
1,5 milljónir lítra af geril-sneyddri súkkulaðimjólk
voru drukknar á Íslandi árið 1990.
Sautján árum síðar runnu 2,4 millj-
ónir lítra ofan í landsmenn.
Heimild: Hagstofan.is
SKÓLAMÁL Félag háskólakenn-
ara og ríkið skrifuðu undir nýjan
kjarasamning í gær. Boðuðu verk-
falli hefur verið frestað.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor
HÍ, sendi frá sér yfirlýsingu eftir
að skrifað hafði verið undir. „Á
undan förnum árum hafa félags-
menn Félags háskólakennara
tekið á sig launaskerðingu, aukna
kennsluskyldu og aukið álag
vegna mikillar fjölgunar nem-
enda. Háskóli Íslands mun koma
til móts við óskir Félags háskóla-
kennara eftir fremsta megni,“
segir þar. Þá segist rektor treysta
á stuðning stjórnvalda samanber
yfirlýsingu í stjórnarsáttmála um
Aldar afmælis sjóð.
„Hún felur í sér að staðið verði
við samning varðandi stefnu mótun
um fjármögnun Háskóla Íslands
þannig að tekjur hans verði sam-
bærilegar meðaltali framlaga
OECD-þjóða til háskóla og síðar
meir meðaltali framlaga háskóla á
Norðurlöndum,“ segir enn fremur í
yfirlýsingu rektors. - jme
Rektor segir háskólakennara hafa tekið á sig aukið álag á síðustu árum:
Háskólakennarar semja við ríkið
LÉTTIR Háskólanemar geta andað léttar.
Skrifað hefur verið undir samning og próf
verða á áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
SKÓLAMÁL Grunnskóla kennarar
greiða eftir páska atkvæði um
verkfallsaðgerðir í maí. Kosið
verður um hvort kennarar leggi
niður störf 15., 21., og 27. maí næst-
komandi. Tilgangurinn er að knýja
á um gerð nýs kjarasamnings við
sveitarfélögin.
„Samningar ganga hægt. Ef ekki
hefur tekist að semja fyrir 15. maí
þarf að brýna kutann og því boðum
við til vinnustöðvunar þessa daga,“
segir Ólafur Loftsson, formaður
Félags grunnskólakennara. - jme
Kennarar greiða atkvæði:
Þriggja daga
vinnustöðvun
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Vor í Róm
VITA er lífiðVITA
Suðurlandsbraut 2
Sími 570 4444
Skráðu þig
í netklúbbinn - VITA.is
1.- 5. maí
*Verð án Vildarpunkta 59.900 kr.
Flugsæti: 49.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar*
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A
.I
S
V
IT
68
78
3
4/
20
14
*Verð án Vildarpunkta 119.900 kr.
Tilboðsverð á mann frá 109.900
og 12.500 Vildarpunktar*
Innifalið: Beint flug með Icelandair,
gisting á Hotel Ariston, fjögurra
stjörnu hóteli, með morgunverði
í 4 nætur og íslensk fararstjórn.
Örfá sæti laus
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÚRKOMA SÍÐDEGIS með vaxandi vindi. Slydda og síðan rigning sunnan- og
vestanlands en slydda norðaustanlands í kvöld. Norðvestan til má búast við hvassviðri
í kvöld og jafnvel stormi um tíma.
1°
7
m/s
3°
9
m/s
5°
8
m/s
5°
8
m/s
Hvasst allra
vestast og
með S-
ströndinni
annars
heldur
hægari.
Strekkingur
allra vestast
annars
hægari.
Gildistími korta er um hádegi
9°
24°
10°
19°
18°
12°
15°
13°
13°
22°
19°
20°
22°
17°
17°
15°
14°
15°
6°
4
m/s
2°
4
m/s
2°
3
m/s
0°
5
m/s
3°
5
m/s
4°
6
m/s
0°
6
m/s
3°
3°
1°
1°
4°
4°
9°
2°
4°
0°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN