Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 30
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Hafdís Huld Þrastardóttir. Hvað gera frægir um páskana? Hönnun. Samskiptamiðlarnir.
2 • LÍFIÐ 17. APRÍL 2014
5 frábærir
eiginleikar
Hvað er BB krem?
BB krem (Blemish Balm) er fegurðarleyndarmál frá
Asíu með byltingarkenndri formúlu sem sameinar
í einu skrefi það besta í húðumhirðu og örfínar
litaragnir sem láta húðina ljóma.
Miracle Skin Perfector
Kraftaverkakremið frá Garnier- 5-í-1 fyrir fullkomna
húð á augnabliki.
2 bókstafir, fullkomin húð á 1 augnabliki
Miracle Skin Perfector
5-í-1-KREMIÐ
krem frá Garnier
Jafnar húðlit
Rakagefandi
Hylur
Gefur ljóma
Sólarvörn
SPF 15
HVERJIR
HVAR?
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Lífi ð
www.visir.is/lifid
„Maður á að framkvæma hugmyndir sínar og
mig hafði lengi langað að opna verslun. Það
hefur komið mér mikið á óvart hversu góðar
viðtökurnar hafa verið því ég vissi eiginlega
ekki hvað ég var að fara út í,“ segir hin 26 ára
Sigrún Guðmundsdóttir, sem opnaði netversl-
unina Kizu.is í síðasta mánuði. Sigrún heldur
úti bloggi og rekur verslun sína frá Leipzig í
Þýskalandi þar sem hún hefur búið undanfarið
ár með Árna Má Erlingssyni, kærasta sínum.
Þangað fluttu þau til að sækja nýjar upplif-
anir og sinna myndlistar- og tónlistarhátíðinni
Festisvall, sem Árni stofnaði.
Kizu.is selur sérvaldar „vintage“-flíkur
sem Sigrún finnur víðs vegar á mörkuðum um
borgina og segir hún að það krefjist mikillar
þolinmæði. Sigrún fór á námskeið í rekstri
og fjármálum í Opna háskólanum síðast liðið
haust og telur það hafa verið góðan undir-
búning í öllu ferlinu. „Að hafa lært samninga-
tækni, bókhald og verkefnastjórnum var mér
góð reynsla og þótti mér mikilvægt að fylgja
ákveðinni uppskrift í þessum rekstri þrátt
fyrir að verslunin sé lítil eins og er.“ Sigrún
stefnir á að bæta skóm og fylgihlutum í versl-
unina en eins og er nýtur hún þess að selja
og dytta að flíkum sem allar hafa sína eigin
sögu.
Kizu.is býður fría heim-
sendingu sé pantað fyrir
100 evrur eða meira.
HVER ER?
Nafn
Þráinn Kolbeinsson.
Aldur?
25 ára.
Starf?
Þjálfari í Mjölni.
Maki?
Berglind Anna.
Stjörnumerki?
Vog.
Hvað fékkstu þér í morgunmat?
Spæld egg og epli með hnetu-
smjöri.
Uppáhaldsstaður?
Akrar á Mýrum.
Hreyfing?
Glíma.
Uppáhaldsbíómynd?
Intouchables.
Uppáhaldssystir?
Rakel.
Sigrún
Guðmundsdóttir
„Ég er búin að halda fjögur námskeið síðan í janúar
og það hafa verið mjög góð viðbrögð. Fólk er að
læra að búa til munstur, þrykkja og prenta á hvað sem
er,“ segir Sara María Júlíusdóttir, sem hefur sérhæft
sig í þrykktækni. Sara María hefur ætíð haft þörf fyrir
að vinna með höndunum og hefur hannað munstur og
flíkur undir merkinu Forynja frá árinu 2005. Nú miðlar
hún reynslu sinni og heldur námskeið fyrir áhuga-
sama. „Heima hjá mér eru prentuð rúmföt, handklæði,
púðar og flíkur. Þetta er bara tjáningarform með litum
og ég hjálpa fólki að útfæra hugmyndir sínar svo það
verði ánægt. Fólk hefur að sjálfsögðu mismunandi
áherslur og ég elska bara að silkiprenta á hluti, sama
hvað það er.“
Námskeiðin eru opin fólki á öllum aldri og hægt er
að skrá sig í gegnum Facebook-síðuna, Forynja.
HÖNNUN ÞRYKKNÁMSKEIÐ
FORYNJU ER FYRIR ALLA
Sara María Júlíusdóttir kennir áhugasömum þrykktækni.
Sara María
Júlíus dóttir
hefur verið
að þrykkja
flíkur og
heimilismuni
í fjöldamörg
ár.
TÍSKA VINTAGE-DRAUMURINN
Sigrún Guðmundsdóttir rekur netverslunina kizu.is frá Leipzig í Þýskalandi.
Leikverkið Dagbók jazzsöngvarans var
frumsýnt í Borgarleikhúsinu um síðast-
liðna helgi. Fjölmennt var á sýninguna
sem er sett upp af Common Nonsense í
samstarfi við Borgarleikhúsið en sagan
fjallar um ástina, þakklæti, missi og vin-
áttu. Meðal gesta voru meðal annars frú
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, Magnús
Geir Þórðarson, útvarps-
stjóri og fyrrverandi leikhús-
stjóri Borgar leikhússins. Einnig
var bókmenntafræðingurinn Silja
Aðalsteins dóttir á svæðinu.