Fréttablaðið - 17.04.2014, Page 43

Fréttablaðið - 17.04.2014, Page 43
mbl.isMIÐASALA Á TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Ég held að besta fólkið til að læra af, í hverju sem er, hvort sem það tengist viðskiptalífinu, siðfræði, sölutækni eða samböndum, sé fólk sem gert hefur mistök. Ef ég vildi læra á viðskiptalífið, myndi ég trúlega vilja læra af einhverjum sem gert hefur nóg af mistökum á því sviði, dregið lærdóm af þeim og fer rétt að í dag. Maður getur jafnt dregið lærdóm af því sem fór vel og því sem fór miður. Sú staðreynd að mér tókst að vinna mig upp úr þessu og öðlast farsælt líf getur reynst öðrum andlega hvetjandi. Sú hugmynd að taka einhvern sér til fyrirmyndar snýst ekki aðeins um að taka það góða úr lífi þeirrar manneskju og tileinka sér það eftir heldur jafnframt að skoða mistök viðkomandi og læra af þeim. Ég held að fólk eigi eftir að tengja auðveldlega við það sem ég hef fram að færa. Ég veit að Íslendingar hafa þurft að glíma við meiriháttar vandamál. Það er örugglega mikil reiði út í bankaumhverfið og það er réttlát reiði. Ég tel að á Íslandi sé fólk sem geti verið reitt út í mig, sem fulltrúa þessa kerfis. Ég vona að það sama fólk, sem er hleypidómalaust, komi og sjái mig af því að ég held að þegar það heyrir hvað ég hef fram að færa skilji það tilgang ferða minna. Vonandi get ég veitt því innblástur og sýnt því að sama hvað hefur gengið á þá er alltaf hægt að vinna sig út úr því. „ “

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.