Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 92
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 60 ARNMUNDUR ERNST Á SAMNING Leikarinn Arnmundur Ernst Backman hefur ráðið sig til Þjóðleikhússins á næsta leikári. Arnmundur hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir leik sinn í Jeppa á Fjalli og í Bláskjá Tyrfings Tyrfingssonar í Borgar- leikhúsinu, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Arnmundur lék nú síðast hlutverk í breska verkinu Útundan, í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur, í Tjarnarbíói, þar sem hann þótti standa sig með stakri prýði. Arn- mundur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í fyrra. - ósk „Þetta er svona tímasparnaðar- grín. Ef það er hægt að hafa gaman þá er best að gera það. Hún deildi einhverju mynd- bandi af sér að sminka sig í bíln- um fyrir gigg og mig langaði svo að grínast á móti og skellti mér í bað – í öllum fötunum. Mér fannst það vera svona það líkleg- asta sem maður gerir fyrir gigg, að fara í föt og fara í bað,“ segir Pétur Örn Guðmundsson tónlist- armaður aðspurður um mynd- böndin sem hann og tónlistarkon- an Unnur Birna Björnsdóttir hafa verið að deila á Facebook-síðum hvort annars að undanförnu. „Maður hefur þurft að gera ýmislegt í þessum bransa í gegn- um tíðina, þvo hárið á sér í vaski í félagsheimili út á landi, mála sig á ferðinni og alls konar fyndið og því var tilvalið að gera örlítið grín að því sem gerist stundum fyrir gigg. Þetta var engan veg- inn skipulagt en er að fá massa- viðtökur á netinu,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir hlæjandi. Söngelsku vinirnir hafa þekkst lengi en feður þeirra eru spila- félagar í Hljómsveitinni Mánum frá Selfossi. „Við höfum kallað okkur Mánabörnin síðan við og Mánar hituðum upp fyrir Deep Purple á sínum tíma. Ætli við höfum ekki erft húmorinn frá feðrum okkar,“ segir Pétur Örn. - mm Tónlistarfólk í grínsam- skiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. UNNUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR „Við viljum taka allan vafa af þessu máli og sýna niðurstöðurn- ar,“ segir Ragnar Ísleifur Braga- son en hann vinnur að sýningu sem mun komast til botns í máli Jóns Hreggviðssonar fyrir fullt og allt. „Jón var maður sem var uppi fyrir u.þ.b. 300 árum og var sak- aður um morð,“ segir Ragnar. „En það hefur lengi verið á huldu hvort hann hafi framið morðið því að það var aldrei sannað.“ Ásamt Ragnari koma að sýning- unni Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson. Saman myndar þríeykið leikhópinn Kriðpleir. „Við höfum verið að rannsaka ýmis- legt en verkefnið um Jón er það sem við nefnum síðbúin rannsókn, enda orðið langt síðan málið var seinast tekið fyrir,“ segir Ragnar. Þeir stefna að því að kynna niður- stöðurnar í nóvember á þessu ári. Leikhópurinn rannsakaði síðast mannsheilann og mun kynna þær niðurstöður í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhússins. „Eins og Friðgeir hefur sýnt og sannað þá er honum mikið í mun að komast að afgerandi nið- urstöðum í sínum rannsóknum,“ segir Ragnar. „Honum þótti mjög óþægilegt þegar hann kynnti sér mál Jóns að það væri enn þá óvíst hvort þarna hefði maður framið morð eða ekki.“ Rannsakendurnir í Kriðpleir hafa þegar hafið vinnu sína með víðtækri heimildaöflun. „Við höfum verið að afla okkur heimilda í gegnum Þjóðskjalasafn- ið og höfum komist að því hvar þessi meinti glæpur á að hafa verið framinn og við stefnum að því að fara á vettvang,“ segir Ragnar en þeim til halds og trausts í verk- efninu eru til dæmis leikskáldið Bjarni Jónsson, kvikmyndagerðar- maðurinn Janus Bragi Jakobsson og Tinna Ottesen sem munu hjálpa til við skrásetningu heimilda. - bþ Rannsaka aldagamalt morðmál Leikhópurinn Kriðpleir rannsakar mál Jóns Hreggviðssonar sem dæmdur var fyrir morð fyrir rúmlega þrjú hundruð árum og ætlar að kynna niðurstöðurnar. LEIKHÓPUR Friðgeir Ein- arsson, Árni Vilhjálmsson og Ragnar Ísleifur Bragason ELO-HEIÐURSTÓNLEIKAR Í HÖRPU Við höfum kallað okkur Mánabörnin síðan við og Mánar hituðum upp fyrir Deep Purple á sínum tíma Pétur Örn Guðmundsson „STÓRMERKILEG!“ „Stórmerkileg greining á íslensku samfélagi í aðdraganda hruns. Ég varð á köflum reiður og sorgmæddur við lesturinn.“ ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON, FRÉTTAMAÐUR „Ég er mjög ánægð með Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson og hún batnar eiginlega eftir því sem líður á bókina.“ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, ALÞINGISMAÐUR „Mjög athyglisverð og sterk bók.“ STEFÁN ÓLAFSSON PRÓFESSOR LOFAR STUÐI Á NÁMSKEIÐI UM FÖTLUN Varaþingkona Bjartrar framtíðar, Freyja Haraldsdóttir, hefur í sam- vinnu við Emblu Guðrúnar Ágústs- dóttur skipulagt námskeið um sjálfs- myndir, mannréttindi, frelsi, sjálfræði og annað sem tengist fötluðu fólki. Námskeiðið er á vegum nýstofnaðs félags þeirra, Tabú, en markmið félagsins er að opna umræðu um við- kvæm málefni fatlaðs fólks. Það er skemmst frá því að segja að þær lofa stuði á námskeið- unum eins og þeirra er von og vísa. - ssb STÓR NÖFN Á NAFNLAUSUM STAÐ Fjör var á nafnlausa pitsustaðnum á Hverfisgötu á fimmtudag en þar fór fram í fyrsta sinn Sumardrykkurinn fyrsti. Viðburðurinn, sem var á vegum KEX-manna, mun fara fram árlega. Margt var um manninn en Gísli Marteinn Baldursson var duglegur á samfélagsmiðl- inum Instagram. Einnig mátti sjá tónlistarmenn- ina Högna Egilsson og Sigríði Thorlacius, ljós- myndarana Silju Magg og Baldur Kristjáns og sjónvarpsmanninn Loga Bergmann. - glp „Ég verð að lesa bók á hverju kvöldi svo ég geti hætt að hugsa um öll þau atriði sem stressa mig upp.“ BRITNEY SPEARS, SÖNGKONA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.