Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 92
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 60
ARNMUNDUR
ERNST Á SAMNING
Leikarinn Arnmundur Ernst Backman
hefur ráðið sig til Þjóðleikhússins á
næsta leikári. Arnmundur hefur vakið
mikla athygli undanfarið, meðal annars
fyrir leik sinn í Jeppa á Fjalli og í
Bláskjá Tyrfings Tyrfingssonar í Borgar-
leikhúsinu, sem hlaut gríðarlega góðar
viðtökur.
Arnmundur lék nú síðast
hlutverk í breska verkinu
Útundan, í leikstjórn Tinnu
Hrafnsdóttur, í Tjarnarbíói,
þar sem hann þótti standa
sig með stakri prýði. Arn-
mundur útskrifaðist
úr leiklistardeild
Listaháskóla Íslands
í fyrra. - ósk
„Þetta er svona tímasparnaðar-
grín. Ef það er hægt að hafa
gaman þá er best að gera það.
Hún deildi einhverju mynd-
bandi af sér að sminka sig í bíln-
um fyrir gigg og mig langaði
svo að grínast á móti og skellti
mér í bað – í öllum fötunum. Mér
fannst það vera svona það líkleg-
asta sem maður gerir fyrir gigg,
að fara í föt og fara í bað,“ segir
Pétur Örn Guðmundsson tónlist-
armaður aðspurður um mynd-
böndin sem hann og tónlistarkon-
an Unnur Birna Björnsdóttir hafa
verið að deila á Facebook-síðum
hvort annars að undanförnu.
„Maður hefur þurft að gera
ýmislegt í þessum bransa í gegn-
um tíðina, þvo hárið á sér í vaski í
félagsheimili út á landi, mála sig
á ferðinni og alls konar fyndið
og því var tilvalið að gera örlítið
grín að því sem gerist stundum
fyrir gigg. Þetta var engan veg-
inn skipulagt en er að fá massa-
viðtökur á netinu,“ segir Unnur
Birna Björnsdóttir hlæjandi.
Söngelsku vinirnir hafa þekkst
lengi en feður þeirra eru spila-
félagar í Hljómsveitinni Mánum
frá Selfossi. „Við höfum kallað
okkur Mánabörnin síðan við og
Mánar hituðum upp fyrir Deep
Purple á sínum tíma. Ætli við
höfum ekki erft húmorinn frá
feðrum okkar,“ segir Pétur Örn.
- mm
Tónlistarfólk í grínsam-
skiptum á Facebook
Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan
húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook.
UNNUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR
„Við viljum taka allan vafa af
þessu máli og sýna niðurstöðurn-
ar,“ segir Ragnar Ísleifur Braga-
son en hann vinnur að sýningu
sem mun komast til botns í máli
Jóns Hreggviðssonar fyrir fullt
og allt.
„Jón var maður sem var uppi
fyrir u.þ.b. 300 árum og var sak-
aður um morð,“ segir Ragnar. „En
það hefur lengi verið á huldu hvort
hann hafi framið morðið því að það
var aldrei sannað.“
Ásamt Ragnari koma að sýning-
unni Friðgeir Einarsson og Árni
Vilhjálmsson. Saman myndar
þríeykið leikhópinn Kriðpleir. „Við
höfum verið að rannsaka ýmis-
legt en verkefnið um Jón er það
sem við nefnum síðbúin rannsókn,
enda orðið langt síðan málið var
seinast tekið fyrir,“ segir Ragnar.
Þeir stefna að því að kynna niður-
stöðurnar í nóvember á þessu ári.
Leikhópurinn rannsakaði síðast
mannsheilann og mun kynna þær
niðurstöður í kvöld á Stóra sviði
Borgarleikhússins.
„Eins og Friðgeir hefur sýnt
og sannað þá er honum mikið í
mun að komast að afgerandi nið-
urstöðum í sínum rannsóknum,“
segir Ragnar. „Honum þótti mjög
óþægilegt þegar hann kynnti sér
mál Jóns að það væri enn þá óvíst
hvort þarna hefði maður framið
morð eða ekki.“ Rannsakendurnir
í Kriðpleir hafa þegar hafið vinnu
sína með víðtækri heimildaöflun.
„Við höfum verið að afla okkur
heimilda í gegnum Þjóðskjalasafn-
ið og höfum komist að því hvar
þessi meinti glæpur á að hafa verið
framinn og við stefnum að því að
fara á vettvang,“ segir Ragnar en
þeim til halds og trausts í verk-
efninu eru til dæmis leikskáldið
Bjarni Jónsson, kvikmyndagerðar-
maðurinn Janus Bragi Jakobsson
og Tinna Ottesen sem munu hjálpa
til við skrásetningu heimilda. - bþ
Rannsaka aldagamalt morðmál
Leikhópurinn Kriðpleir rannsakar mál Jóns Hreggviðssonar sem dæmdur var
fyrir morð fyrir rúmlega þrjú hundruð árum og ætlar að kynna niðurstöðurnar.
LEIKHÓPUR
Friðgeir Ein-
arsson, Árni
Vilhjálmsson
og Ragnar
Ísleifur
Bragason
ELO-HEIÐURSTÓNLEIKAR Í HÖRPU
Við höfum kallað
okkur Mánabörnin síðan
við og Mánar hituðum
upp fyrir Deep Purple á
sínum tíma
Pétur Örn Guðmundsson
„STÓRMERKILEG!“
„Stórmerkileg greining á íslensku samfélagi í
aðdraganda hruns. Ég varð á köflum reiður og
sorgmæddur við lesturinn.“
ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON, FRÉTTAMAÐUR
„Ég er mjög ánægð með Hamskiptin eftir Inga
Frey Vilhjálmsson og hún batnar eiginlega eftir
því sem líður á bókina.“
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, ALÞINGISMAÐUR
„Mjög
athyglisverð
og sterk bók.“
STEFÁN ÓLAFSSON
PRÓFESSOR
LOFAR STUÐI Á
NÁMSKEIÐI UM FÖTLUN
Varaþingkona Bjartrar framtíðar,
Freyja Haraldsdóttir, hefur í sam-
vinnu við Emblu Guðrúnar Ágústs-
dóttur skipulagt námskeið um sjálfs-
myndir, mannréttindi, frelsi, sjálfræði
og annað sem tengist fötluðu fólki.
Námskeiðið er á vegum nýstofnaðs
félags þeirra, Tabú, en markmið
félagsins er að opna umræðu um við-
kvæm málefni fatlaðs fólks.
Það er skemmst frá því að segja að
þær lofa stuði
á námskeið-
unum eins
og þeirra
er von og
vísa.
- ssb
STÓR NÖFN Á
NAFNLAUSUM STAÐ
Fjör var á nafnlausa pitsustaðnum á
Hverfisgötu á fimmtudag en þar fór
fram í fyrsta sinn Sumardrykkurinn
fyrsti. Viðburðurinn, sem var á vegum
KEX-manna, mun fara fram árlega.
Margt var um manninn en Gísli
Marteinn Baldursson var
duglegur á samfélagsmiðl-
inum Instagram. Einnig
mátti sjá tónlistarmenn-
ina Högna Egilsson og
Sigríði Thorlacius, ljós-
myndarana Silju Magg
og Baldur Kristjáns og
sjónvarpsmanninn
Loga Bergmann.
- glp
„Ég verð að lesa
bók á hverju
kvöldi svo ég geti
hætt að hugsa
um öll þau atriði
sem stressa mig
upp.“
BRITNEY SPEARS,
SÖNGKONA