Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 36
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Helgarnar eru fjölskyldutími hjá þingmanninum Willum Þór Þórssyni. „Það er heilög regla að eyða helgunum með fjöl- skyldunni. Síðan ég settist á þing hafa samvistirnar með henni minnkað, þingfundir standa oft langt fram á kvöld þannig að ég sé minna af börnunum mínum,“ segir Willum. Hann á fimm börn á aldrinum fimm til fimmtán ára þannig að oftast er mikið fjör á bænum. „Það skiptir mestu máli að vera bara saman. Krakkarnir eru öll í íþróttum, bæði fimleikum og fótbolta, þannig að helgarnar fara að miklu leyti í að fylgja þeim í þær sem er mjög skemmtilegt. Við reynum líka að fara stundum í Blá- fjöll og erum dugleg að fara í Bláa lónið, enda er konan að vinna þar og krakkarnir hafa gaman af því.“ SPENNUFALL OG SUMARFRÍ Willum hefur verið viðloðandi fótboltaheiminn síðan hann var fimm ára. Hann var þekktur leikmaður og ekki síður þjálfari enda hefur hann gert bæði Val og KR að Íslandsmeisturum. Þegar hann var kjörinn á þing seinasta vor fórnaði hann hins vegar bæði boltanum og starfi sínu sem kennari. „Sumarið í fyrra var fyrsta sumarið síðan 1980 sem ég tek ekki þátt í Íslandsmóti í meistaraflokki. Það var mjög skrítin tilfinning að vera ekki með og hálfgert spennufall. Ég vissi varla hvað ég átti að gera við mig en við fjölskyldan fórum í langþráð sumarfrí til Spánar og náðum þar góðri slökun saman.“ SAKNAÐI FÓTBOLTANS OG SNERI AFTUR Fótboltinn á sterk ítök í Willum þannig að þegar Breiðablik leitaði til hans á dögunum og bað hann að verða aðstoðarmaður Guð- mundar Benediktssonar við þjálfun meistaraflokks karla svaraði hann kallinu. „Mér þótti vænt um að Gummi og félagið leituðu til mín. Þetta er kjörið tækifæri til að halda tengslum við boltann en ég fann að ég saknaði hans. Ég á sterkar rætur í Breiðabliki enda spilaði ég þar sjálfur og svo eru öll börnin mín þar. Hins vegar slær hjartað alltaf með KR þar sem ég er alinn upp,“ segir Willum og brosir. Aðspurður hvort það eigi ekki eftir að verða erfitt fyrir gamla þjálfarann að vera kominn í farþegasætið sem aðstoðarþjálfari segist hann ekki telja það. „Ég hef svo mikla trú á Gumma sem þjálfara að ég hef engar áhyggjur af því. Ég hef líka lært ákveðið umbyrðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum sem þingmaður og það á eftir að hjálpa mér á þessum vettvangi.“ PUÐAÐ Á ÞINGI Willum segir það hafa gjörbylt lífinu að fara á þing en það hafi verið jákvæð breyting. „Ég gæti bæði svarað því játandi og neitandi hvort starfið sé eins og ég bjóst við fyrir fram. Þetta er eins og með allt annað, mikil vinna ef vel á að vera. Mér fannst til dæmis magnað að upplifa það að þegar þing- fundi lýkur klukkan tvö að nóttu áttu samt að vera mættur lesinn á nefndarfund klukkan níu morgun- inn eftir. Þegar ég stóð sjálfur fyrir utan var viðhorfið til Alþingis ef til vill ekki alltaf jákvætt en hér er fólk bara að puða og vinna og það er ánægjulegt að sjá það.“ Hann segir vinnustaðinn skemmtilegan, samstarfsfólkið litríkt og með mismunandi skapgerð. „Alþingismennska er ekki kennd í háskóla, það er víst. Þar þarf að bregðast hratt við og vera hörkuduglegur. Það er hollt fyrir Alþingi að það endurspegli þjóðfélagið á breiðan hátt og mikilvægt að þar sé fólk sem kemur alls staðar að bæði hvað varðar menntun og starfsreynslu.“ Í þingmennskunni hef ég þurft að stíga út úr því þægindaumhverfi sem ég var búinn að koma mér upp í kennslunni og íþróttunum og það hefur verið mjög þroskandi.“ ÓTRYGG FRAMTÍÐ Bæði þingmanns- og þjálfarastarfið eru nokkuð ótrygg til lengri tíma litið og segist Willum ætla að skoða stöðuna þegar þar að kemur. „Mér fannst ég eiga erindi í Framsóknar- flokkinn og fór í þingmannsstarfið af fullum krafti. Hér ætla ég svo að vinna vel í fjögur ár og skoða stöð- una að þeim tíma liðnum. Þjálfara- starfið bar brátt að og ég verð í því út september og sé svo til. Mér finnst gott að hafa nóg að gera og finnst það forréttindi að hafa úr tækifærum að velja.“ ■ liljabjork@365.is ÞINGMAÐURINN Í BOLTANUM FJÖLSKYLDUMAÐUR Alþingismaðurinn og nýráðinn aðstoðarþjálfari Breiða- bliks, Willum Þór Þórsson, saknaði fótboltans þegar hann fórnaði honum fyrir þingstarfið. Það er heilög regla hjá honum að eyða helgum með fjölskyldunni. ALÞINGIS- MAÐURINN Þingmaðurinn Willum segir lífið hafa gjörbreyst á jákvæðan hátt við að taka sæti á Alþingi. Hann fórnaði þó fót- boltanum fyrir þingið en ætlar að snúa aftur á völlinn í sumar. MYND/DANÍEL KNATT- SPYRNU- ÞJÁLFARINN Þjálfarinn Willum leiddi sína menn í Val til sigurs í Ís- landsmótinu árið 2007. Þar fögnuðu þeir Guðmundur Benediktsson saman en þeir eru nú sam- einaðir á ný í Breiðabliki. MYND/VILHELM Speglar frá 5.000 Skrifstofuhillur frá 9.900 Rúm 153-193cm frá 69.000 Borðstofuborð frá 47.500 Sófaborð frá 7.500 Púðar frá 2.900 Stólar frá 2.000 Borðstofuskenkar frá 77.000 Bar skápar frá 89.000 Púðaver frá 1.000 LAGERHREINSUN Íslenskir sófar Fyrir íslensk heimili • Gerð (fleiri en 900 mismunandi útfærslur) • Stærð (engin takmörk) • Áklæði (yfir 3000 tegundir) Þú velur og draumasófinn þinn er klár Basel Við ætlum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum allt að 50% afslátt Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Rín SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM Helgartilboð kaffidrykkur og ástarpungur 500kr. opið til 22 alla daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.