Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 78
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 46 DANS ★★★ ★★ Skrattinn úr sauðarleggnum Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu (Kassanum) HÖFUNDAR OG FLYTJENDUR: MELKORKA SIGRÍÐUR MAG- NÚSDÓTTIR, SIGRÍÐUR SOFFÍA NÍELSDÓTTIR OG VALDIMAR JÓHANNSSON. LEIKMYND: BRYNJA BJÖRNSDÓTTIR BÚNINGAR: AGNIESZKA BARANOWSKA LJÓS OG HLJÓÐ: ÓLAFUR PÉTUR GEORGSSON ÞULA: BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR Í verkinu Skrattinn úr sauðarleggnum léku höfundar sér með þjóðleg þemu og gerðu létt grín að mörgum þeim þáttum sem helgastir hafa verið í þjóðar ímynd Íslendinga eins og ósnortinni fegurð íslenskra kvenna og íslenskrar náttúru. Fjallkonan var á staðnum með fald og sitt fagra ljósa hár, ungar stúlkur með svuntur og ljósar fléttur tipluðu í grasinu (já grasinu, íslensk- ur svörður hafði hreinlega lagt sig yfir gólf Þjóðleik- hússins), íslensk landnámshæna spígsporaði um og sannir Íslendingar í íslenskum lopapeysum (reyndar með norsku ívafi) lágu í útilegu í íslenskri náttúru, náttúru sem hópurinn boðaði reyndar að börn þessa lands ættu ekki eftir að sjá svo mikið af vegna með- ferðar okkar á henni, nema kannski tilbúna í leikhús- inu. Höfundar fönguðu einnig nútíma „þjóðlegheit“ eins og útilegurnar, Þjóðhátíð og heitapottsmenn- inguna og var eitt fallegasta atriðið í sýningunni þegar Valdimar og Sigríður Soffía svömluðu um í heit- um potti eins og hafmeyjur (hafmeyjur eru þó varla þjóðlegar síðan Kaupmannahöfn hætti að vera höfuð- borgin okkar) á meðan Melkorka söng. Í eyrum áhorfenda hljómuðu lög sem ýmist voru í þjóðlagastíl eða þungt rokk. Auk frumsaminna texta var sótt í menningararfinn, Hávamál og Höfuðlausn Egils auk þess sem sungnar voru vögguvísur, vel óhugnanlegar, í anda íslenskra vögguvísna. Lög og textar voru ágætlega samin og flutt nema stundum var erfitt að greina textana í flutningi Valdimars. Það er athyglisvert að í leikskrá er tekið fram að tónlistin sé öll frumsamin en ekki sagt hver samdi hana. Það má því leiða að því líkur að höfundarnir sjálfir hafi verið þar að verki. Sýningin var uppbyggð sem samansafn atriða með mismiklum tengingum. Stundum heyrðist rödd þulu á milli atriða sem kynnti hvað næst bæri á góma en stundum runnu atriðin áfram eitt af öðru. Hvert atriði var samið í kringum eitt lag og var efni atriðisins komið til skila í tónlist, söng og dansi. Framvinda verksins var nokkuð höktandi í byrjum en náði sér síðan á strik og endaði í mjög skemmti- legu atriði. Á heildina litið hefði mátt vera meiri dýpt í flestum atriðunum og betra flæði á milli þeirra en verkið var samt mjög skemmtilegt og margt kom eins og „skrattinn úr sauðarleggnum“. Dansararnir Sigríður Soffía og Melkorka Sigríður réðu vel við sönginn auk þess að geta tjáð sig í hreyf- ingu á skýran hátt. Valdimar hefur skemmtilega rokk- rödd og komst skammlaust frá sínum hreyfiþætti. Það er athyglisvert fyrir dansgagnrýnanda að skrifa dans- gagnrýni án þess að finnast að fjalla þurfi um dansinn eða hreyfingarnar sérstaklega. Hreyfingarnar voru bara þarna eins og þær áttu að vera, órjúfanlegur partur af skýrri og einfaldri heild. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Skrattinn úr sauðarleggnum var skemmtileg sýning þar sem íslenskum þjóðlegheitum voru gerð skil á skoplegan hátt. Sýninguna skorti þó nokkra dýpt og flæði. Þjóðlegt var það heillin, eða hvað? SKRATTINN ÚR SAUÐARLEGGNUM „Hvert atriði var samið í kringum eitt lag og var efni atriðisins komið til skila í tónlist, söng og dansi.“ Hópurinn Nordic Affect hefur að markmiði að flytja tónlist 17. og 18. aldar í bland við spennandi tón- sköpun okkar tíma. Engin undan- tekning verður á því á tónleikum dagsins sem fara fram á Kjarvals- stöðum síðdegis í dag. Þar gefst áheyrendum tæki- færi til að heyra Tríósónötu eftir Bach og Passacaglia eftir Buxte- hude í kammerútsetningum eftir Hróðmar Sigurbjörnsson tónskáld. Nordic Affect dregur nafn sitt af yfirlýstu markmiði tónskálda á bar- okktímanum; að laða fram hughrif og miðla tilfinningum eða „affect“ í gegnum tónlist. Á þessum tónleik- um spila þær Halla Steinunn Stef- ánsdóttir á fiðlu, Hanna Loftsdótt- ir á selló og Guðrún Óskarsdóttir á sembal og einnig slæst í hópinn Ian Wilson sem er einn þekktasti blokk- flautuleikari sinnar kynslóðar. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.15 og aðgangur er ókeypis. - gun Endurunninn Bach Nordic Aff ect fl ytur orgelverk eft ir Bach og Buxte- hude, umskrifuð af Hróðmari Sigurbjörnssyni fyrir fl autu, fi ðlu og fylgirödd á Kjarvalsstöðum í dag. NORDIC AFFECT Allir meðlimir hópsins eiga að baki nám í sagnfræðilegum hljóðfæraleik. MYND/DAVID OLDFIELD Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is NÝR SJÓÐHEITUR SUMARBÆKLINGUR STÚTFULLUR AF SNILLD :) 4BLS OPIÐ Í DAG FRÁ 11-16 USB 3.0 10X HRAÐA RA TENGI O G SAMHÆFT VIÐ ELDRI USB2 Á ENN MEI RI HRAÐA HÁHRAÐA BLUETOOTHGAGNAFLUTNINGUR 15.6” FARTÖLVA Frá Packard Bell með Intel Du al Core örgjörva, 4GB Minni, 500GB h arðdisk, Windows 8.1 og nýjustu tækn i 49.900 SJÓÐHEITT SUMA EV RÐ:)R AÐEINS 100STK Á ÞESSU VE RÐI! ALGENGT VERÐ 69.900 AÐGANGUR ÓKEYPIS HETJUR OG HÁSTÖKKVARAR ÓPERUARÍUR EFTIR VERDI O.FL. HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU MÁNUDAGINN 28. APRÍL KL.12:15 JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON TENÓR ANTONÍA HEVESI PÍANÓ Meðal þess sem Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleik- ari flytja í Hafnarborg á morgun eru ný verk eftir nemendur Atla Ingólfssonar í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands, þá Daníel Helgason, Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson, Þorkel Nordal og Örn- ólf Eldon Þórsson. Þar eru dregnar upp hljóðmyndir ólíkra fyrirbæra. Fleiri verk eru á efnisskránni, meðal annars eitt eftir Áshildi. Þetta eru síðustu tónleikar í röð- inni Hljóðön. Þeir hefjast klukkan 20. Almennt miðaverð er 2.500 krónur og 1.500 fyrir eldri borg- ara og námsmenn. - gun Frumfl ytja ný verk Áshildur Haraldsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir spila á fl autu og píanó í Hafnarborg annað kvöld. LISTAKONUR Helga Bryndís og Áshildur Har- aldsdóttir koma fram á síðustu tónleikunum í röðinni Hljóðön. MYND/ÚR EINKASAFNI MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.