Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 86
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| SPORT |
1. sæti ???
2. sæti ???
3. sæti ???
4. sæti ???
5. sæti ???
6. sæti ???
8. sæti ÞÓR
8. sæti Fram
9. sæti Keflavík
10. sæti Víkingur
11. sæti Fylkir
12. sæti Fjölnir
54
Þrátt fyrir skrautlegt sumar að ýmsu leyti í fyrra hélt Þór
sæti sínu í Pepsi-deildinni nokkuð örugglega og
leikur því annað árið í röð á meðal þeirra bestu.
Akureyri hefur beðið lengi eftir því að eiga aftur
stöðugt úrvalsdeildarfélag og ættu Þórsarar hæglega
að geta hangið áfram á meðal þeirra bestu.
Þórsarar voru mikið í sviðsljósinu í fyrra, þökk
sé skrautlegum varnarleik og stundum enn
skrautlegri markvörslu, en unnið hefur verið í
þessum tveimur þáttum í vetur.
Strákarnir úr þorpinu mæta með samheldið lið til
leiks sem á ekki að þurfa að vera í neinni fallbaráttu.
Frábær framherji sem fór fyrir
Þórsliðinu á síðasta tímabili. Hann
skoraði fimm mörk í níu leikjum
í 1. deildinni 2012 og sýndi það
svart á hvítu í fyrra að hann er einn
af bestu framherjum úrvalsdeildarinnar
þegar hann skoraði tíu mörk í 18 leikjum.
Chuck er sterkur, fljótur, góður með
boltann og getur bæði komið sér í góðar
stöður í teignum og einnig búið til færin
sín sjálfur með mikilli baráttu og auðvitað
miklum hæfileikum.
Sándor Matus (KA)
Þórður Birgisson (KF)
Hjörtur Geir Heimisson (Magna)
Arnþór Hermannsson (Völsungi)
FYLGSTU MEÐ ÞESSUM
Jónas Björgvin Sigurbergsson
Fæddur 1994 og spilaði níu leiki
með Þórsliðinu á síðasta tímabili.
Hann mun vafalítið fá stærra hlut-
verk með Þórsurum í sumar. Jónas
getur bæði leikið á kantinum og
inni á miðjunni en hann er góður
á boltann, með fína yfirsýn, góðar
sendingar og getur lagt upp færi.
Páll Viðar Gíslason
er 44 ára og á sínu
fimmta ári með
Þórsliðið. Hann tók
við því í byrjun tímabils 2010
og hefur gert fína hluti með
það síðan.
SPORT
GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL > 2008 (B-deild, 8. sæti) - 2009 (B-deild, 6. sæti) - 2010 (B-deild, 2. sæti) - 2011 (11. sæti) - 2012 (B-deild, 1. sæti) - 2013 (8. sæti) Íslandsmeistarar: Aldrei (3. sæti 1985 og 1992) / Bikarmeistarar: Aldrei (úrslit 2011)
➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ LIÐSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★★★★★
Þór hafnar í 8. sæti ➜ Lykilmaðurinn ➜ Þjálfarinn ➜ Nýju andlitin
TÖLURNAR Í FYRRA
Mörk skoruð 8. sæti (1,41 í leik)
Mörk á sig 10. sæti (2,00 í leik)
Stig heimavelli 10. sæti (10 af 30,3%)
Stig á útivelli 7. sæti (14 af 42,4%)
HEFST 4. MAÍ
SPÁ FRÉTTABLAÐSINS
HANDBOLTI „Þetta er allt að smella
og við að toppa sem lið á réttum
tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvins-
son, markvörður FH í Olís-deild
karla í handbolta, en liðið er einum
sigri frá því að sópa deildar- og
bikarmeisturum Hauka í sumarfrí
í undanúrslitum deildarinnar.
FH rétt slefaði inn í úrslita-
keppnina en liðið vann þrjá af síð-
ustu fjórum leikjum sínum í deild-
inni eftir að hafa tapað sex af sjö
þar á undan. Með tilkomu Krist-
jáns Arasonar hefur liðið spilað
eftir getu og er búið að vinna besta
lið tímabilsins í tvígang. FH-ing-
um leiðist heldur ekkert að vera
að eyðileggja tímabilið fyrir erki-
fjendum sínum.
Æðislegt að spila í þessu liði
Sá leikmaður sem hefur komið
mest á óvart í einvíginu til þessa
er markvörðurinn Ágúst Elí sem
er með samanlagt 45 prósent hlut-
fallsmarkvörslu í fyrstu tveimur
leikjunum. Hann er að springa út
nú þegar ljósin skína sem skærast
en til viðmiðunar var hann aðeins
með 28 prósent hlutfallsmark-
vörslu í síðustu tveimur leikjum
liðsins í deildinni sem báðir voru
sigurleikir.
„Það er alveg æðislegt að spila í
þessu liði núna. Fyrir svona mán-
uði var það dapurt en við hertum
okkur bara saman. Hausinn komst
í lag hjá okkur og þetta small í
gang. Við höfum alltaf búið yfir
þessum gæðum en nú erum við að
sýna þau,“ segir markvörðurinn
ungi sem er aðeins 19 ára gamall.
Hann þakkar frábærum varn-
arleik liðsins fyrstu tvo sigrana.
„Varnarvinnan er búin að vera
þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn
að vera frábær. Ég hef farið með
honum upp alla yngri flokkana
en aldrei séð hann í þessum ham.
Samvinna varnar- og markmanns
hefur verið frábær og það gerir
manni auðveldara um vik. Ég er
aðallega bara að verja úr dauða-
færum.“
Frábært tækifæri
Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí
vafalítið ekki að spila mikið í þess-
ari úrslitakeppni enda hóf hann
tímabilið sem varamaður Daníels
Freys Andréssonar sem var besti
markvörður Íslandsmótsins þegar
hann meiddist illa um miðbik
móts. Eins manns dauði er annars
brauð í hörðum heimi íþróttanna
og er Ágúst nú að nýta tækifærið
til fulls.
„Þetta er alveg frábært tæki-
færi sem ég hef fengið. Ég gat bara
ekki fengið betri séns. Einar Andri
þjálfari sagði við mig strax að það
væri enginn að ætlast til neins af
mér og því þyrfti ég ekki að setja
neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í
vetur ætlaði ég bara að reyna að
gera gott úr þessum vetri og ná
mér í smá reynslu og hjálpa Danna
en svo fékk ég þetta frábæra tæki-
færi og nú er allt í blóma hjá lið-
inu. Þetta er búið að vera ótrúlega
gaman,“ segir Ágúst Elí.
Góður sunnudagur
FH getur afgreitt einvígið við
deildarmeistara Hauka á Ásvöllum
á sunnudaginn þegar liðin mætast
þriðja sinni og það er takmarkið.
„Við ætlum að klára þetta en það
verður erfitt,“ segir Ágúst Elí.
„Það yrði ekki amalegur sunnu-
dagur að sjá Liverpool vinna
Chelsea og sópa svo Haukunum
í sumarfrí. Við erum samt ekki
búnir að vinna neitt og verðum að
halda okkur á jörðinni.“
tom@frettabladid.is
Óvænt hetja FH-inga
Ágúst Elí Björgvinsson hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum FH í úrslita-
keppninni. Fékk óvænt tækifæri í vetur vegna meiðsla Daníels Andréssonar.
TRAUSTUR Ágúst Elí Björgvinsson ver eins og berserkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við stöndum fyrir réttlæti - Ekkert um okkur án okkar
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur -
styrkumsókn 2014
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdót tur auglýsir hér
með ef tir umsóknum um styrk úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur er til 19. maí næstkomandi.
Umsóknareyðublað á heimasíðu ÖBÍ
www.obi.is/thinn-rettur/styrkir/styrkumsokn-namssjod-sj/
Eyðublöð fást einnig á skrifstofu ÖBÍ.
Kvit tun/-anir vegna námskostnaðar þurfa að fylgja umsókn.
Styrkir eru veit tir til:
• öryrkja til hagnýts náms, bóklegs eða verklegs,
svo og til náms í hvers konar listgreinum.
• einstaklinga sem vilja hæfa sig til starfa í þágu
þroskahef tra.
Styrkjunum verður úthlutað 11. júní 2014.
Allar nánari upplýsingar gefa Anna Guðrún Sigurðardóttir
eða Guðríður Ólafsdóttir í síma 530 6700.
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur
Lærðu að búa til smyrsl með
Önnu Rósu grasalækni
HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5
KL. 19:30 – 21:30
Á námskeiðinu fjallar Anna Rósa um algengar
lækningajurtir sem notaðar eru í smyrsl.
Sýnikennsla verður á staðnum, námsgögn og
uppskrift fylgja og allir fá smyrsl með sér heim.
Nánari upplýsingar og skráning á
annarosa@annarosa.is eða í síma 662 8328.
ANNA RÓSA
GRASALÆKNIR
starfar við ráðgjöf sem
grasalæknir, framleiðir
vinsælar vörur úr jurtum,
skrifar bækur og hefur
haldið fjölda námskeiða
um lækningajurtir.
mánudagur
5. maí
6.900 kr.
FÓTBOLTI Liverpool getur lætt
um níu puttum á enska meistara-
titilinn ef liðinu tekst að leggja
Chelsea á morgun. Liverpool er
með fimm stiga forskot á Chelsea
og getur því gert út um meistara-
vonir Jose Mourinho og lærisveina
hans í leiknum.
Mourinho hóf sálfræðistríð-
ið fyrir leikinn í vikunni er hann
sagðist vilja hvíla alla byrjunar-
liðsmenn sína. „Bíðið fram að leik.
Þá fáið þið að vita liðið hjá mér,“
sagði Mourinho í gær.
Brendan Rodgers, stjóri Liver-
pool, er pollrólegur.
„Ég hef aldrei sofið betur. Sama
hvað gerist þá getum við verið
ánægðir með frábært tímabil. Fólk
talar um pressu en það er engin
pressa á okkur,“ sagði Rodgers.
Leikurinn hefst klukkan 13.05 á
morgun. - hbg
Engin pressa á okkur
Stjóri Liverpool sefur eins og barn fyrir leikinn stóra.
ÓSTÖÐVANDI Suarez hefur skorað
grimmt í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HANDBOLTI „Það á ekki af mér að
ganga. Ég fékk heiftarlegt gall-
steinakast á skírdag og átti að fara
beint í aðgerð. Ég afþakkaði það
pent,“ segir Hrafnhildur Skúla-
dóttir, lykilleikmaður í liði Vals,
en hún ætlar að reyna að harka af
sér og klára úrslitakeppnina.
„Ég hef bara ekki tíma í þetta
núna. Ég er að reyna að klára
úrslitakeppnina. Ég var svo hepp-
in að skurðlæknirinn var fótbolta-
stelpa og hún skildi mig því vel.“
Hrafnhildur hefur þurft að
breyta mataræði sínu út af veik-
indunum.
„Ég var hálf heiladauð til þess
að byrja með. Smám saman hefur
orkan komið og mér líður ágæt-
lega. Það er ekkert hægt að meiða
mig með því að kýla mig í mag-
ann. Ég er bjartsýn á að geta klár-
að mótið þó svo heilinn gangi á
fitunni og þetta sé ekki það besta
sem sé hægt að gera.“
Hrafnhildur hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna eftir þetta
tímabil og þessi mikli harðjaxl og
afrekskona neitar að játa sig sigr-
aða.
„Þetta er síðasta tímabilið mitt
og ég vil ekki enda ferilinn svona.
Þetta verður að hafast. Ég hefði
aldrei fyrirgefið sjálfri mér ef ég
hefði ekki látið á þetta reyna. Ég
reyndi þá að minnsta kosti.“ - hbg
Afþakkaði aðgerðina
Hrafnhildur fékk gallsteinakast en fór ekki í aðgerð.
HARÐJAXL Það er sársaukafullt að fá
gallsteinakast og ekki allir sem afþakka
aðgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI