Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 2
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16 HELGIN 18➜41 SPORT 54 MENNING 78 HVER ER ÞESSI STRÁKUR? 54 Ágúst Elí Björgvinsson hefur slegið í gegn í marki FH-inga í úrslitakeppninni í handbolta. Hann var lítt þekktur fyrir síðustu leiki. NORÐANMENN Í BETRI MÁLUM 54 Fréttablaðið heldur áfram að spá um gengi liða í Pepsi-deild karla. Þór verður ekki í neinni fallhættu í sumar að mati blaðsins. SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að gerð nýs veiðigjaldafrum- varps. Ekkert hafi verið gert til að greina hvað sjávarútvegurinn gæti borið í gjöld. Jón Þór Birgisson, Jónsi í Sigur Rós, semur ásamt Alex Somers tónlistina í nýrri bandarískri þáttaröð sem kallast Manhattan. Vilborg Arna Gissurardóttir hætti við að reyna við tind Everest-fj alls. Sextán leiðsögu- menn fórust í snjófl óði sem féll við fj allið og í kjölfarið ákváðu margir fj allgöngu- menn að snúa heim. Ingunn Ásdísardóttir hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ó– Sögur um djöfulskap eft ir Færey- inginn Carl Jóhan Jensen. FIMM Í FRÉTTUM ODDVITALEIT OG EVEREST-FARI MENNING Róðukrossinn sem Sig- urður Pálmason, eigandi Safn- aramiðstöðvarinnar, hengdi upp í verslun sinni í gær er talinn vera frá 13. til 15. öld, að hans sögn. Sá sem vill eignast gripinn, sem er 80 cm að hæð og 55 cm á breidd, þarf að greiða fyrir hann 4,8 milljónir króna. „Þessi kross er úr Reykjakirkju í Tungusveit sem ég held að hafi verið lögð niður á 19. öld en kirkj- an var í einkaeigu. Krossinn, sem hugsanlega var búinn að vera í kirkju frá því fyrir siðaskipti, komst í eigu íslenskrar fjölskyldu þegar kirkjan var lögð niður og sama fjölskylda hefur varðveitt hann hingað til. Nú vill fjölskyld- an hins vegar selja krossinn,“ segir Sigurður og bætir því við að hann sé í mjög góðu ástandi. „Ég hef ekki áður fengið svona þjóðlegan merkisgrip til sölu,“ leggur hann áherslu á. Sigurður segir starfsmann frá Minjastofnun hafa komið í versl- unina til sín í gær í þeim erinda- gjörðum að vekja athygli á því að ekki megi flytja eða selja forn- gripi úr landi. „Mér var kunnugt um það að ekki mætti selja kross- inn úr landi og í gær var mér tjáð að Þjóðminjasafnið hefði for- kaupsrétt að krossinum.“ Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðs- stjóri rannsókna- og varðveislu- sviðs á Þjóðminjasafninu og settur þjóðminjavörður, kvaðst í gær enn ekki hafa skoðað kross- inn. „Í lögum um Þjóðminjasafn er ákvæði um friðun kirkjugripa og við erum með skrá sem gerð var fyrir mörgum árum yfir frið- aða kirkjugripi. Þjóðminjasafnið hefur forkaups- rétt að kirkju- gripum úr einka- eigu.“ Að sögn Önnu Lísu mun Þjóð- minjasafnið fara yfir viðeig- andi gögn og meta stöðuna. „Það veltur á þeim upplýsingum sem við finnum um hvaðan þetta er fengið hvað þetta tekur langan tíma. Mögulega gæti þetta legið mjög ljóst fyrir. Miðað við mynd- ina sem ég hef séð af krossinum er ástæða til að skoða málið nánar.“ ibs@frettabladid.is Róðukross til sölu á nær fimm milljónir Safnaramiðstöðin hefur auglýst til sölu kross sem talinn er vera nokkurra hundraða ára gamall. Krossinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá 19. öld, að sögn eiganda verslunarinnar. Settur þjóðminjavörður segir Þjóðminjasafnið hafa forkaupsrétt. ANNA LÍSA RÚN- ARSDÓTTIR ➜ Það kom framsóknarmönnum í opna skjöldu að Guðni Ágústsson skyldi ekki taka fyrsta sætið á framboðslista þeirra í borgarstjórnarkosningunum. Þeir leita nú að oddvita. ÚKRAÍNA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, segir að aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu muni ekki afvopnast og láta byggingar af hendi nema „stjórnin í Kænugarði taki til við að fram- fylgja Genfarsamkomulaginu, rými hið smánarlega Maidan-torg og frelsi þær byggingar sem menn hafa ólöglega lagt hald á.“ Genfarsamkomulagið, sem Bandaríkin, Evrópu- sambandið, Rússar og Úkraínumenn gerðu með sér í síðustu viku, felur í sér að allar byggingar sem menn hafa ólöglega lagt hald á í Úkraínu verði rýmdar og vopnaðir hópar leggi niður vopn sín. Samkvæmt Lavrov felst í þessu ekki aðeins að aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi verði að afvopn- ast og rýma byggingar í austanverðu landinu, heldur að Úkraínustjórn verði einnig – og helst fyrst – að koma Vesturlandasinnum, sem enn hafast við í tjöldum á Maidantorgi í Kænugarði, burt af torginu og rýma jafnframt þær byggingar, sem Vesturlanda sinnar hafa enn á sínu valdi í Kænugarði. - gb Lavrov segir Rússlandssinna í austurhluta Úkraínu nú bíða átekta: Rýma þarf Maidan-torgið fyrst VOPNAÐIR AÐSKILNAÐARSINNAR Hér er staðinn vörður um vegatálma í Slovjansk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Utanríkisráðherra Rússa kallar eftir því að Úkraínumenn virði Genfarsamkomulagið. NOKKUR HUNDRUÐ ÁRA Sigurður Pálmason, eigandi Safnaramiðstöðvarinnar, við róðukrossinn sem hann hefur nú til sölu. Krossinn er úr Reykjakirkju í Tungusveit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Krossinn, sem hugsanlega var búinn að vera í kirkju frá því fyrir siðaskipti, komst í eigu íslenskrar fjölskyldu þegar kirkjan var lögð niður og sama fjölskylda hefur varðveitt hann hingað til. Sigurður Pálmason, eigandi Safnaramiðstöðvarinnar. LÍFIÐ 48➜60 DÝPRI OG FRJÓRRI UMRÆÐA 16 Þorsteinn Pálsson um aukinn áhuga á upplýstri umræðu um álitaefni sem tengjast aðildarumsókn að ESB. FATAHÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR LÉTU LJÓS SITT SKÍNA 48 Útskrift arsýning fatahönnunarnema við Listaháskóla Íslands fór fram með pompi og prakt á sumardaginn fyrsta í Hafnarhúsinu. 100 ÁHRIFAMESTU Í TIME MAGAZINE 52 Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fl eiri en í ár. RANNSAKA ALDAGAMALT MORÐMÁL 60 Leikhópurinn Kriðpleir rannsakar mál Jóns Hreggviðssonar, sem var dæmdur fyrir morð fyrir rúmlega 300 árum. Niðurstöðurnar verða kynntar í nóvember. ÞJÓÐLEG ÞEMU Í KASSANUM 78 Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar um Skrattann úr sauðarleggnum. ENDURUNNINN BACH 78 Nordic aff ect fl ytur verk Bachs í endurskrift Hróðmars Sigurbjörnssonar. HLJÓÐMYNDIR ÓLÍKRA FYRIRBÆRA 78 Áshildur Haraldsdóttir og Helga Bryndís Magnús- dóttir frumfl ytja verk íslenskra tónskálda. HÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR 18 Útskrift arsýning Listaháskóla Íslands hefst í dag í Hafnarhúsinu. ERU ÍSLENDINGAR HERÚLAR? 32 Flækjusaga Illuga Jökulssonar. STRUMPARNIR ELDAST VEL 38 Fróðleiksmoli dagsins fj allar um teiknimyndasöguna vinsælu. LÍKLEGT AÐ LÖG VERÐI SETT Á VERKFALL FLUGVALLAR- STARFSMANNA 4 Ýmis rök eru sögð lúta að því að fl ugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill og því megi banna verkfall með lögum. ÍSLENDINGASÖGURNAR ÞÝDDAR 6 Heildarútgáfur Íslendingasagnanna koma út á norsku, dönsku og sænsku eft ir helgina. ÞINGI FRESTAÐ TVISVAR 8 Brösuglega hefur gengið fyrir Framsóknar- fl okkinn í Reykjavík að koma saman framboðslista. BEYGJAN VAR OF KRÖPP 12 Enn er leitað að líkum um borð í suðurkóresku ferjunni Sewol, sem sökk í síðustu viku. Fréttir 2 - 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.