Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 8
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 GEIMVÍSINDI Bandaríska vísinda- stofnunin B612 hefur birt mynd- band á heimasíðu sinni sem sýnir hvar smástirni hafa lent á jörð- inni á undanförnum árum. Með myndbandinu vill hún sýna fram á að aðskotahlutir úr geimnum séu algengari á jörðinni en flestir halda og hvetur stjórnvöld til að vera betur á varðbergi. Myndbandið er byggt á gögnum samtakanna CTBTO, sem berjast gegn tilraunum með kjarnorku- sprengjur. Á árunum 2000 til 2013 urðu skynjarar samtakanna varir við 26 stórar sprengingar á jörðinni. Engin þeirra var af völdum kjarn- orkusprengju heldur smástirna sem lentu á jörðinni. Krafturinn sem myndaðist við það nam allt frá einu kílótonni upp í sex hundruð. Til samanburðar var sprengjan sem lagði japönsku borgina Hírósíma í rúst 15 kílótonn. Sem betur fer eyðist megnið af öllu geimgrjóti í lofthjúpi jarð- ar, auk þess sem mikið af því sem kemst í gegn lendir í sjónum. Aðeins örfá tilfelli hafa komist í fréttirnar, nú síðast þegar stór loftsteinn, sem var 20 metrar að þvermáli, sveif yfir rússnesku borginni Tsjeljab- ínsk í fyrra og lenti í ísilögðu vatni. Samkvæmt B612 gefa gögnin frá CTBTO í skyn að á hundrað ára fresti lendi á jörðinni margra megatonna smástirni, nógu stórt til að valda mikilli eyðileggingu í stórri borg. Frægt er þegar smá- stirni eða halastjarna, sem talið er að hafi verið um 45 kílómetrar í þvermál, lenti á óbyggðu svæði skammt frá ánni Tunguska í Rúss- landi 1908. „Það er dálítið svipað með þetta og jarðskjálfta,“ segir Ed Lu, fyrr- verandi geimfari og núverandi yfir- maður B612, í viðtali við BBC. „Í borgum þar sem mikil hætta er á þeim, Tókýó, Los Angeles og San Francisco, er vitað um líkurnar á stórum skjálftum með því að fylgj- ast með litlum skjálftum. Það er hægt að gera það sama með smá- stirni,“ sagði hann. „Lítið hefur verið vitað um þau sem hafa lent á jörðinni síðasta áratuginn fyrr en núna nýlega. Upplýsingarnar sýna okkur að smástirni sem lenda hér eru mun fleiri en við héldum.“ Til þess að meta betur líkurnar á því að svona stórir loftsteinar skelli á jörðu er B612 að smíða sjónauk- ann Sentinel. Hann verður tilbúinn til notkunar árið 2018 og kostar um 28 milljarða króna. freyr@frettabladid.is Smástirnavá er meiri en áður var talið Bandaríska vísindastofnunin B612 varar við því að smástirni sem lenda á jörðinni séu mun fleiri en talið hefur verið. Nýr og rándýr sjónauki er í smíðum. ÞÝTUR YFIR HIMININN Smástirnið sem sveif yfir rússnesku borginni Tsjeljabínsk í fyrra og lenti í ísilögðu vatni. NORDICPHOTOS/AFP Reykjavík Reykjanesbæ: Þjónustusími: 561 4200 Bílabúð Benna - Dekkjaþjónusta Er sumarið komið í umferð hjá þér? Nú er tími sumardekkjanna kominn og því hvetjum við bíleigendur til að fá aðstoð fagmanna okkar við val á dekkjum með rétta eiginleika,- það er öruggast. Umboðsmenn um land allt Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.isw .rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn Ráðstefna Heilsufrelsis á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 4. maí 2014 kl. 13 – 17 Mataræði og heilsa Samtök um verndun heilsu Íslendinga Eftirfarandi verður á dagskrá: Heilsueflandi mataræði Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir Nærumhverfi og heilsa Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir Erfðabreytt fæða og heilsufar Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor við Jarðvísindadeild HÍ Áhrif glútens á andlega og líkamlega heilsu Birna Ásbjörnsdóttir ráðgjafi og nemi í næringarlæknisfræði Ræktun matjurta í heimilisgarðinum Auður Ottesen garðyrkjufræðingur Heilsuvernd og náttúruvernd Gunnar Rafn Jónsson skurðlæknir Kynningar á heilsueflandi mat og fleiru viðkomandi mataræði og heilsu. Sjá nánar á www.heilsufrelsi.is og á facebook Miðasala á www.midi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.