Fréttablaðið - 26.04.2014, Side 8
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
GEIMVÍSINDI Bandaríska vísinda-
stofnunin B612 hefur birt mynd-
band á heimasíðu sinni sem sýnir
hvar smástirni hafa lent á jörð-
inni á undanförnum árum. Með
myndbandinu vill hún sýna fram
á að aðskotahlutir úr geimnum séu
algengari á jörðinni en flestir halda
og hvetur stjórnvöld til að vera
betur á varðbergi.
Myndbandið er byggt á gögnum
samtakanna CTBTO, sem berjast
gegn tilraunum með kjarnorku-
sprengjur. Á árunum 2000 til 2013
urðu skynjarar samtakanna varir
við 26 stórar sprengingar á jörðinni.
Engin þeirra var af völdum kjarn-
orkusprengju heldur smástirna
sem lentu á jörðinni. Krafturinn
sem myndaðist við það nam allt frá
einu kílótonni upp í sex hundruð. Til
samanburðar var sprengjan sem
lagði japönsku borgina Hírósíma í
rúst 15 kílótonn.
Sem betur fer eyðist megnið
af öllu geimgrjóti í lofthjúpi jarð-
ar, auk þess sem mikið af því sem
kemst í gegn lendir í sjónum. Aðeins
örfá tilfelli hafa komist í fréttirnar,
nú síðast þegar stór loftsteinn, sem
var 20 metrar að þvermáli, sveif
yfir rússnesku borginni Tsjeljab-
ínsk í fyrra og lenti í ísilögðu vatni.
Samkvæmt B612 gefa gögnin
frá CTBTO í skyn að á hundrað
ára fresti lendi á jörðinni margra
megatonna smástirni, nógu stórt
til að valda mikilli eyðileggingu í
stórri borg. Frægt er þegar smá-
stirni eða halastjarna, sem talið
er að hafi verið um 45 kílómetrar
í þvermál, lenti á óbyggðu svæði
skammt frá ánni Tunguska í Rúss-
landi 1908.
„Það er dálítið svipað með þetta
og jarðskjálfta,“ segir Ed Lu, fyrr-
verandi geimfari og núverandi yfir-
maður B612, í viðtali við BBC. „Í
borgum þar sem mikil hætta er á
þeim, Tókýó, Los Angeles og San
Francisco, er vitað um líkurnar á
stórum skjálftum með því að fylgj-
ast með litlum skjálftum. Það er
hægt að gera það sama með smá-
stirni,“ sagði hann. „Lítið hefur
verið vitað um þau sem hafa lent á
jörðinni síðasta áratuginn fyrr en
núna nýlega. Upplýsingarnar sýna
okkur að smástirni sem lenda hér
eru mun fleiri en við héldum.“
Til þess að meta betur líkurnar á
því að svona stórir loftsteinar skelli
á jörðu er B612 að smíða sjónauk-
ann Sentinel. Hann verður tilbúinn
til notkunar árið 2018 og kostar um
28 milljarða króna. freyr@frettabladid.is
Smástirnavá
er meiri en
áður var talið
Bandaríska vísindastofnunin B612 varar við því að
smástirni sem lenda á jörðinni séu mun fleiri en talið
hefur verið. Nýr og rándýr sjónauki er í smíðum.
ÞÝTUR YFIR HIMININN Smástirnið
sem sveif yfir rússnesku borginni
Tsjeljabínsk í fyrra og lenti í ísilögðu
vatni. NORDICPHOTOS/AFP
Reykjavík
Reykjanesbæ:
Þjónustusími: 561 4200 Bílabúð Benna - Dekkjaþjónusta
Er sumarið komið
í umferð hjá þér?
Nú er tími sumardekkjanna kominn og því hvetjum við
bíleigendur til að fá aðstoð fagmanna okkar við val á
dekkjum með rétta eiginleika,- það er öruggast.
Umboðsmenn um land allt
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.isw .rekstrarland.is
Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís
og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís
og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
Ráðstefna Heilsufrelsis á Hótel Hilton Nordica
sunnudaginn 4. maí 2014 kl. 13 – 17
Mataræði og heilsa
Samtök um verndun heilsu Íslendinga
Eftirfarandi verður á dagskrá:
Heilsueflandi mataræði
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
Nærumhverfi og heilsa
Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir
Erfðabreytt fæða og heilsufar
Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor við Jarðvísindadeild HÍ
Áhrif glútens á andlega og líkamlega heilsu
Birna Ásbjörnsdóttir ráðgjafi og nemi í næringarlæknisfræði
Ræktun matjurta í heimilisgarðinum
Auður Ottesen garðyrkjufræðingur
Heilsuvernd og náttúruvernd
Gunnar Rafn Jónsson skurðlæknir
Kynningar á heilsueflandi mat
og fleiru viðkomandi mataræði og heilsu.
Sjá nánar á www.heilsufrelsi.is og á facebook
Miðasala á www.midi.is.