Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 18
➜Harðkjarna skopp-
araboltar, klingjandi
skólabjöllur, skordýr
sem breytast í manna-
mat, skartgripir úr ryki
og sérhæfð útfarar-
þjónusta er meðal
þess sem er til sýnis
á árlegri Útskriftar-
sýningu Listaháskóla
Íslands.
Álfrún Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is
„Þetta er ótrúlega flott sýning og
allt eru þetta frábærir listamenn
sem nú eru að útskrifast,“ segir
Anna Hrund Másdóttir, annar
sýningarstjóri Útskriftarsýning-
ar Listaháskóla Íslands sem verð-
ur opnuð í Hafnarhúsinu í dag.
Þar sýna 65 útskriftarnem-
ar á BA-stigi í myndlistardeild
og hönnunar- og arkitektúrdeild
afrakstur þriggja ára krefjandi
náms. Anna Hrund segir sýn-
inguna einstaklega fjölbreytta í
ár.
„Það eru kraftmikil og góð verk
sem sameinast á þessari sýningu.
Við Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
sem er sýningarstjóri með mér,
höfum fylgst með þessum verkum
þróast frá því í byrjun árs og haft
gaman af,“ segir Anna Hrund en
þær hafa verið önnum kafnar við
að púsla verkunum saman í eina
heild í Hafnarhúsinu.
„Það er gaman fyrir okkur og
þau að sjá verkin breytast þegar
þau koma inn í þetta rými og
við hlið annarra verka. Þá ger-
ast áhugaverðir hlutir en það má
segja að það sem sameinar verkin
sé að aðferðin og leiðin að lokaút-
komunni er oftar en ekki í fókus.“
Meðal þess sem er til sýnis í
Hafnarhúsinu eru harðkjarna-
skopparaboltar, klingjandi skóla-
bjöllur og endurgerð á andláti
heimspekings frá myndlistar-
deildinni, skordýr sem umbreyt-
ast í mannamat og skartgripir úr
ryki hjá vöruhönnunarnemum
og íslenski draumurinn hjá arki-
tektúrnemum. Þá verða fatalínur
fatahönnunarnema til sýnis sem
og nýjar leturgerðir og sérhæfð
útfararþjónusta hjá grafískum
hönnuðum.
Útskriftarsýning vekur allt-
af verðskuldaða athygli og fær
gríðarlega aðsókn en um fjórtán
þúsund manns leggja leið sína í
safnið á þeim tveimur vikum sem
sýningin er opin.
„Það er svo sannarlega eitthvað
fyrir alla á sýningunni.“
alfrun@frettabladid.is
Kraft mikil og góð verk
Það kennir ýmissa grasa á Útskrift arsýningu Listaháskóla Íslands sem verður
opnuð í Hafnarhúsinu í dag. „Eitthvað fyrir alla,“ segir sýningarstjórinn en til
dæmis eru sérhæfð útfararþjónusta, harðkjarnaskopparabolti og skartgripir úr
ryki meðal verka á sýningunni en 65 nemendur taka þátt.
HVAÐ? Útskriftarsýning
Listaháskóla Íslands.
HVAR? Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu.
HVENÆR? Opnuð kl. 14 í dag og
stendur yfir í tvær vikur.
HELGIN
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR26. apríl 2014 LAUGARDAGUR
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK
Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn.
Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja
brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum.
Þú getur hjálpað núna með því að
greiða valgreiðslu í heimabanka.
EINNIG:
• Frjálst framlag á framlag.is
• Gjafabréf á g jofsemgefur.is
• Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.)
• Söfnunarreikningur:
0334-26-886, kt. 450670-0499
HREINT VATN
BJARGAR
MANNSLÍFUM
Reykjavík 16. apríl 2014.
Dagskrá
AÐALFUNDUR
Bjarni Harðarson bóksali
Segir lygasögur
„Ég þarf að hitta Lionsklúbb í dag og segja
honum lygasögur af Árnesingum. Það er alltaf
stöðug eftirspurn eftir þeim. Svo er það oft
þannig á sunnudögum að konan mín telur
rétt að fara með mig út að viðra mig. Þá
hlýði ég því ef hún tekur það í sig.
Bergrún Snæbjörnsdóttir
tónlistarkona
Spilar og spilar
Ég er að fara að æfa með hópnum
S.L.Á.T.U.R. fyrir tónlistarhátíðina
Tectonics í Glasgow 8. maí og tónleikana
sem við höldum áður en við förum út.
Svana Lovísa Kristjánsdóttir,
hönnuður og bloggari.
Kristjánsleikarnir
„Á sunnudag tek ég þátt í hinum árlegu
Kristjánsleikum – íþróttakeppni stór-
fjölskyldunnar minnar haldin til heiðurs
Kristjáni afa mínum og er mikið stuð.“
Agnes Björt Andradóttir
tónlistarkona
Brúðkaupsundirbúningur
„Ég ætla að leggja lokahönd á
brúðkaupsgjöfina sem ég hef verið að
föndra seinustu daga. Ég fer í brúðkaup
á laugardaginn með góðum vinum.“