Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 34
úr ferðalögum. Sum eru áhuga- söm en öðrum leiðist upptaln- ing á örnefnum. Það er gefandi að búa til létta spurningaleiki með smá verðlaunum, svo sem að setja börnum einföld verkefni við að finna út á korti heiti fyrirbæra í ferðinni. Síðan á auðvitað ekki að þegja yfir því hvað áningarstaðir heita. Dropinn holar steininn. Hvers virði er fyrir börn að upplifa land sitt með fjölskyldu sinni? Það er afar mikils virði og skapar fleiri og fjölbreyttari fleti á nauð- synlegum og gefandi samskiptum í fjölskyldunni. Hafa ber í huga að ávöxtur af slíkri upplifun skilar sér oftast ekki til fulls fyrr en löngu síðar, þegar börnin eru uppkomin, sjálf orðin uppalendur og fara að huga meira en fyrr að uppruna sínum og umhverfi. Styrkir það fjölskylduböndin? Eflir virðingu, vitund og tilfinn- ingu fyrir umhverfi og mannlífi? Já, og skilar sér í því að skapa grundvöll fyrir betra og farsælla þjóðlífi og betri meðferð á land- inu, sem skilar okkur virðingu í augum umheimsins – viðskipta- vild ef menn vilja endilega mæla gildið í peningum. Varst þú duglegur að ferðast með þín börn á sínum tíma og sýna þeim helstu náttúruperlur? Fjölsk ylda ok kar var óvenju stór og verkefni mín sömuleiðis óvenjulega fjölbreytt og tímafrek. Ég reyndi að taka þau með í sem flestar mínar ferðir þegar ég var að skemmta úti á landi og jafnvel í sumar af þeim fréttaferðum sem ég fór sem einyrki. Öll fengu þau að fljúga með mér og eftir að 21 barnabarn kom til sögunnar hafa þau öll, eldri en fjögurra ára, ein- hvern tíma flogið með mér; stund- um fleiri saman en þó öll einu sinni ein með afa. Hver er þinn uppáhalds fjöl- skylduferðastaður innanlands? Þar getur verið atriði að á viðkom- andi stað sé sléttur f lötur fyrir leiki. Góð sundlaug skemmir ekki fyrir. Gullni hringurinn býður upp á margt slíkt, en nágrenni höfuð- borgarsvæðisins er afar vanmetið svæði. Ég bendi á svæðið í kringum Kaldársel og Heiðmerkurhringinn sem ævintýraheim hrauna, hraun- traða, gjáa, hella og gróðurs í bland ásamt þægilegum fellum eða fjöll- um til að ganga á. „Silfraði hring- urinn“; Krýsuvík-Grindavík-Bláa lónið-Eldvörp-Reykjanes er van- metin ferðamannaleið. Kverkfjöll, Vesturbyggð, Hornstrandir og Strandir, Gjástykki-Leirhnjúkur, Askja og Kverkfjöll eru á topp tíu listanum, en fyrir venjulegt ferða- fólk er Landmannaleið um Dóma- dal mun aðgengilegri en marg- ir halda og algert konfekt. Bendi á heimildarmynd sem ég hef gert undir heitinu „Akstur í óbyggðum“ sem sýnd verður 1. júní næstkom- andi í Sjónvarpinu. Hverjir eru þínir uppáhalds- staðir á landinu? „Ég á þrjá eftirlætisstaði sem ég reyni að koma á eins oft og ég get á hverju sumri. Þetta eru Sauðár- flugvöllur, stór viðurkenndur og skráður flugvöllur á Brúar öræfum, sem ég hef valtað og merkt og er umsjónarmaður fyrir, Uppsalir í Selárdal, sem ég ásamt fjórum vinum mínum hef tekið í fóstur, og svo Hvammur í Langadal þar sem ég var í sveit sem barn.“ Hvernig upplifun er að ferðast með einu barna sinna upp á nýtt, samanber Ferðastiklur ykkar Láru? Ég er mjög ánægður með að ferða- lög fyrir löngu með fjölskyldu minni eru að byrja að skila sér í gegnum ferðalög barna minna með fjölskyldum þeirra. Lára kall- ar ferðir sínar með sinni fjölskyldu „mömmuferðir“ og fékk þannig hugmynd að eigin þáttum, „Ferða- stiklum“ þar sem afi gamli gæti kannski orðið að einhverju gagni. Það hefur glatt mig mikið og ég er þakklátur fyrir viðtökurnar. Billund í Danmörku er svo sannarlega draumaáfanga-staður fjölskyldunnar. Allir þekkja skemmtigarðinn Legoland en beint á móti honum er annar skemmtigarður sem nefnist La- landia. Við hlið hans er svo Lego- land Holiday Village sem býður upp á fjölbreytta gistingu og í 25 mín- útna akstursfjarlægð er Givskud Zoo. Það er því nóg af fjölbreyttri af- þreyingu fyrir alla á litlu svæði auk þess sem margir golfvellir eru á Jót- landi. Primera Air flýgur vikulega til Billund í sumar og fram í október. Verðið er frá 14.780 kr. með sköttum hvora leið. Innifalið í verðinu er 20 kg taska og engin bókunargjöld eða annar kostnaður bætist við. Þórður Bjarnason hefur ferðast til Billund undanfarin þrjú ár með eigin konu og tveimur ungum strákum og er stefnan jafnvel tekin þangað aftur í ár. Hann segir mikla pressu vera frá strákunum sínum enda upplifi þeir Billund sem algjöra paradís. „Við höfum ferðast víða með strákana okkar, til dæmis farið í Disneyland, en ekkert toppar Bill- und að okkar mati. Við röltum eða hjólum á milli staða og þar er mikið úrval afþreyingar fyrir börnin.“ Alvöruskemmtigarður Margir Íslendingar þekkja Lego- land en það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að um er að ræða risastóran skemmtigarð. „Lego- land er ekki bara lítil sæt kubbahús heldur alvöru skemmtigarður. Þar má finna rússíbana, vatnsleikja- garð og margt fleira. Sérstök svæði eru helguð ólíkum aldurshópum og foreldrar gæða sér á nesti og öðrum veigum í sólinni.“ Margir sem heimsækja Billund gista í Lalandia-garðinum. „Með gistingu fylgir frír aðgangur að allri afþreyingu á svæðinu. Þar má til dæmis finna lestir, dýr sem ganga frjáls um svæðið og úrval leiktækja. Lalandia er í raun risastórt svæði, á við 2-3 Egilshallir. Þar má einnig finna fjölda veitingastaða, matvöru- verslun, tívolí, vetrarveröld, vatns- rennigarð og boðið er upp á fjölda námskeiða fyrir börn og unglinga.“ Margt í boði Í Givskud Zoo má sjá fjölda villtra dýra sem ganga um frjáls. „Þeir sem keyra þangað á bílaleigubíl geta keyrt beint inn í garðinn þar sem dýrin rölta frjáls um og jafnvel við hlið bílanna. Þar má sjá ljón, gíraffa, nashyrninga og mörg önnur dýr.“ Ef eldri unglingar eru með í för má líka heimsækja Djurs Som- merland-skemmtigarðinn sem er í 45 mínútna fjarlægð, auk þess sem margir Íslendingar heimsækja bæinn Vejle en þar má til dæmis finna stóra verslunarmiðstöð. Flugvöllurinn við Billund er lítill og farþegar eru fljótir að komast á áfangastað. Flugið þangað tekur einungis um tvær og hálfa klukku- stund og 30 mínútna akstur er til Lalandia. Meðal annarra áfangastaða sem Primera Air býður upp á í sumar má nefna Alicante á Spáni. Allar nánari upplýsingar má finna á www.primeraair.com Allt til alls fyrir fjölskylduna Mikið framboð afþreyingar og stuttar vegalengdir gera Billund í Danmörku að ákjósanlegum sumarleyfisstað fyrir fjölskylduna. Margar fjölskyldur fara þangað ár eftir ár enda er staðurinn paradís fyrir börn. Primera Air flýgur þangað vikulega í sumar. Dýrin ganga frjáls um í Givskud Zoo. MYND ÚR EINKASAFNI Vatnsleikjagarðurinn í Lalandia er vinsæll. Legoland er risastór skemmtigarður sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu. M Y N D /A FP „Ísland er einstætt meðal landa heims. Þess vegna er nauðsynlegt að sýna börnum fyrir- bæri sem sanna þetta,” segir Ómar. MYND/VALLI M Y N D Ú R EI N K A SA FN I LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. KYNNING − AUGLÝSINGFerðir Hafa ber í huga að ávöxtur af slíkri upplifun skilar sér oftast ekki til fulls fyrr en löngu síðar, þegar börnin eru uppkomin, sjálf orðin uppalendur. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.