Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.04.2014, Blaðsíða 10
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 4 6 0 SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT 6,3 l / 100 km í blönduðum akstri Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP. GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU! OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 Ný LINEARTRONIC stiglaus sjálfskipting með þrepastillingum í stýri og leðurklædd rafdrifin sæti. Subaru Outback 2.0l BOXER dísil, sjálfskiptur Verð: 6.890.000 kr. Aðalfundur Miðborgarinnar okkar verður haldinn þriðjudaginn, 29. apríl kl. 18:15 í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, ársskýrslur formanns og framkvæmdastjóra, ársreikningur kynntur af gjaldkera, gengið til stjórnarkjörs og kjörs embættis- manna. Einnig verður fjallað um helstu mál er varða miðborgina, framtíð hennar og möguleika. Allir félagar í Miðborginni okkar eru boðnir hjartan- lega velkomnir og að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og tónlistaratriði. STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráð- herra í stærsta sveitarfélagi lands- ins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoð- anakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokk- urinn fékk í borginni í alþingis- kosningum síðustu. Fylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Fram- sóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokks- ins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Ósk- ari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Fram- sókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hlið- ar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Hófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegis- fréttum Bylgjunnar, annan í pásk- um. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Nú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Fram- sóknarflokknum og þriðja auka- kjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórs- son, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknar- flokksins eins og hann var kynnt- ur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum. sveinn@frettabladid.is Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang Brösuglega hefur gengið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík að ná saman lista til borgarstjórnar. Aukakjördæmaþingi hefur verið frestað tvívegis, þann 5. apríl og 24. apríl. Þriðja tilraun til aukakjördæmaþings verður þann 29. apríl næstkomandi. ÓSKAR BERGSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON GUÐRÚN BRYNDÍS KARLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.