Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 2

Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 2
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16 HELGIN 18➜41 SPORT 54 MENNING 78 HVER ER ÞESSI STRÁKUR? 54 Ágúst Elí Björgvinsson hefur slegið í gegn í marki FH-inga í úrslitakeppninni í handbolta. Hann var lítt þekktur fyrir síðustu leiki. NORÐANMENN Í BETRI MÁLUM 54 Fréttablaðið heldur áfram að spá um gengi liða í Pepsi-deild karla. Þór verður ekki í neinni fallhættu í sumar að mati blaðsins. SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að gerð nýs veiðigjaldafrum- varps. Ekkert hafi verið gert til að greina hvað sjávarútvegurinn gæti borið í gjöld. Jón Þór Birgisson, Jónsi í Sigur Rós, semur ásamt Alex Somers tónlistina í nýrri bandarískri þáttaröð sem kallast Manhattan. Vilborg Arna Gissurardóttir hætti við að reyna við tind Everest-fj alls. Sextán leiðsögu- menn fórust í snjófl óði sem féll við fj allið og í kjölfarið ákváðu margir fj allgöngu- menn að snúa heim. Ingunn Ásdísardóttir hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ó– Sögur um djöfulskap eft ir Færey- inginn Carl Jóhan Jensen. FIMM Í FRÉTTUM ODDVITALEIT OG EVEREST-FARI MENNING Róðukrossinn sem Sig- urður Pálmason, eigandi Safn- aramiðstöðvarinnar, hengdi upp í verslun sinni í gær er talinn vera frá 13. til 15. öld, að hans sögn. Sá sem vill eignast gripinn, sem er 80 cm að hæð og 55 cm á breidd, þarf að greiða fyrir hann 4,8 milljónir króna. „Þessi kross er úr Reykjakirkju í Tungusveit sem ég held að hafi verið lögð niður á 19. öld en kirkj- an var í einkaeigu. Krossinn, sem hugsanlega var búinn að vera í kirkju frá því fyrir siðaskipti, komst í eigu íslenskrar fjölskyldu þegar kirkjan var lögð niður og sama fjölskylda hefur varðveitt hann hingað til. Nú vill fjölskyld- an hins vegar selja krossinn,“ segir Sigurður og bætir því við að hann sé í mjög góðu ástandi. „Ég hef ekki áður fengið svona þjóðlegan merkisgrip til sölu,“ leggur hann áherslu á. Sigurður segir starfsmann frá Minjastofnun hafa komið í versl- unina til sín í gær í þeim erinda- gjörðum að vekja athygli á því að ekki megi flytja eða selja forn- gripi úr landi. „Mér var kunnugt um það að ekki mætti selja kross- inn úr landi og í gær var mér tjáð að Þjóðminjasafnið hefði for- kaupsrétt að krossinum.“ Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðs- stjóri rannsókna- og varðveislu- sviðs á Þjóðminjasafninu og settur þjóðminjavörður, kvaðst í gær enn ekki hafa skoðað kross- inn. „Í lögum um Þjóðminjasafn er ákvæði um friðun kirkjugripa og við erum með skrá sem gerð var fyrir mörgum árum yfir frið- aða kirkjugripi. Þjóðminjasafnið hefur forkaups- rétt að kirkju- gripum úr einka- eigu.“ Að sögn Önnu Lísu mun Þjóð- minjasafnið fara yfir viðeig- andi gögn og meta stöðuna. „Það veltur á þeim upplýsingum sem við finnum um hvaðan þetta er fengið hvað þetta tekur langan tíma. Mögulega gæti þetta legið mjög ljóst fyrir. Miðað við mynd- ina sem ég hef séð af krossinum er ástæða til að skoða málið nánar.“ ibs@frettabladid.is Róðukross til sölu á nær fimm milljónir Safnaramiðstöðin hefur auglýst til sölu kross sem talinn er vera nokkurra hundraða ára gamall. Krossinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá 19. öld, að sögn eiganda verslunarinnar. Settur þjóðminjavörður segir Þjóðminjasafnið hafa forkaupsrétt. ANNA LÍSA RÚN- ARSDÓTTIR ➜ Það kom framsóknarmönnum í opna skjöldu að Guðni Ágústsson skyldi ekki taka fyrsta sætið á framboðslista þeirra í borgarstjórnarkosningunum. Þeir leita nú að oddvita. ÚKRAÍNA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, segir að aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu muni ekki afvopnast og láta byggingar af hendi nema „stjórnin í Kænugarði taki til við að fram- fylgja Genfarsamkomulaginu, rými hið smánarlega Maidan-torg og frelsi þær byggingar sem menn hafa ólöglega lagt hald á.“ Genfarsamkomulagið, sem Bandaríkin, Evrópu- sambandið, Rússar og Úkraínumenn gerðu með sér í síðustu viku, felur í sér að allar byggingar sem menn hafa ólöglega lagt hald á í Úkraínu verði rýmdar og vopnaðir hópar leggi niður vopn sín. Samkvæmt Lavrov felst í þessu ekki aðeins að aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi verði að afvopn- ast og rýma byggingar í austanverðu landinu, heldur að Úkraínustjórn verði einnig – og helst fyrst – að koma Vesturlandasinnum, sem enn hafast við í tjöldum á Maidantorgi í Kænugarði, burt af torginu og rýma jafnframt þær byggingar, sem Vesturlanda sinnar hafa enn á sínu valdi í Kænugarði. - gb Lavrov segir Rússlandssinna í austurhluta Úkraínu nú bíða átekta: Rýma þarf Maidan-torgið fyrst VOPNAÐIR AÐSKILNAÐARSINNAR Hér er staðinn vörður um vegatálma í Slovjansk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ➜ Utanríkisráðherra Rússa kallar eftir því að Úkraínumenn virði Genfarsamkomulagið. NOKKUR HUNDRUÐ ÁRA Sigurður Pálmason, eigandi Safnaramiðstöðvarinnar, við róðukrossinn sem hann hefur nú til sölu. Krossinn er úr Reykjakirkju í Tungusveit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Krossinn, sem hugsanlega var búinn að vera í kirkju frá því fyrir siðaskipti, komst í eigu íslenskrar fjölskyldu þegar kirkjan var lögð niður og sama fjölskylda hefur varðveitt hann hingað til. Sigurður Pálmason, eigandi Safnaramiðstöðvarinnar. LÍFIÐ 48➜60 DÝPRI OG FRJÓRRI UMRÆÐA 16 Þorsteinn Pálsson um aukinn áhuga á upplýstri umræðu um álitaefni sem tengjast aðildarumsókn að ESB. FATAHÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR LÉTU LJÓS SITT SKÍNA 48 Útskrift arsýning fatahönnunarnema við Listaháskóla Íslands fór fram með pompi og prakt á sumardaginn fyrsta í Hafnarhúsinu. 100 ÁHRIFAMESTU Í TIME MAGAZINE 52 Time Magazine gefur út listann í 11. sinn, en konur hafa aldrei verið fl eiri en í ár. RANNSAKA ALDAGAMALT MORÐMÁL 60 Leikhópurinn Kriðpleir rannsakar mál Jóns Hreggviðssonar, sem var dæmdur fyrir morð fyrir rúmlega 300 árum. Niðurstöðurnar verða kynntar í nóvember. ÞJÓÐLEG ÞEMU Í KASSANUM 78 Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar um Skrattann úr sauðarleggnum. ENDURUNNINN BACH 78 Nordic aff ect fl ytur verk Bachs í endurskrift Hróðmars Sigurbjörnssonar. HLJÓÐMYNDIR ÓLÍKRA FYRIRBÆRA 78 Áshildur Haraldsdóttir og Helga Bryndís Magnús- dóttir frumfl ytja verk íslenskra tónskálda. HÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR 18 Útskrift arsýning Listaháskóla Íslands hefst í dag í Hafnarhúsinu. ERU ÍSLENDINGAR HERÚLAR? 32 Flækjusaga Illuga Jökulssonar. STRUMPARNIR ELDAST VEL 38 Fróðleiksmoli dagsins fj allar um teiknimyndasöguna vinsælu. LÍKLEGT AÐ LÖG VERÐI SETT Á VERKFALL FLUGVALLAR- STARFSMANNA 4 Ýmis rök eru sögð lúta að því að fl ugsamgöngur til og frá landinu varði almannaheill og því megi banna verkfall með lögum. ÍSLENDINGASÖGURNAR ÞÝDDAR 6 Heildarútgáfur Íslendingasagnanna koma út á norsku, dönsku og sænsku eft ir helgina. ÞINGI FRESTAÐ TVISVAR 8 Brösuglega hefur gengið fyrir Framsóknar- fl okkinn í Reykjavík að koma saman framboðslista. BEYGJAN VAR OF KRÖPP 12 Enn er leitað að líkum um borð í suðurkóresku ferjunni Sewol, sem sökk í síðustu viku. Fréttir 2 - 12

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.