Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 38
FÓLK|HELGIN Fasteignasalan 101 Reykjavík er með til sölu fal-leg einnar hæðar raðhús sem standa á Rjúpna-hæð í Kópavogi. Um er að ræða fjögur björt og falleg hús sem eru vel staðsett í fallegri nátt- úru í nágrenni Vífilsstaðavatns. Húsin eru byggð L-laga með miklu þakskyggni sem gefur mikið skjól og næði. Að sögn Daða Hafþórssonar, sölumanns hjá 101 Reykjavík, er um 190 fermetra hús að ræða með góðri lofthæð sem innihalda þrjú rúmgóð svefnherbergi. „Húsin eru mjög vel skipulögð. Sér- baðherbergi er í hjónaherberginu, gestabað með sturtu, öll votrými eru hlaðin og pússuð og stofan er stór og björt en útgengt er úr henni á pallinn. Það er bæði pallur fyrir framan og á bak við húsið og búið er að steypa sérstaka skjólveggi fyrir fram- an húsið, sem ekki er algengt hérlendis.“ Öllum húsunum verður skilað þannig að búið verður að klára alla utanhúsvinnu, palla og garðinn á bak við hús. Gott þvottahús og geymsla er í öllum íbúðum og stór og góður bílskúr með góðri lofthæð sem gefur kost á millilofti. Raðhúsin eru einstaklega vel staðsett. „Það er stutt út í náttúruna. Vífilsstaðavatn er rétt hjá, golf- völlur og sundlaug í næsta nágrenni. Þessi stærð hentar bæði vel þeim sem eru að minnka við sig úr stórum einbýlum og þeim fjölskyldum sem vilja stækka við sig. Einnig má nefna að þetta eru mjög viðhalds léttar eignir sem skemmir svo sannarlega ekki fyrir.“ Húsin geta verið tilbúin fljótlega að sögn Daða. „Þeim verður skilað rúmlega tilbúnum til innrétt- ingar. Búið verður að draga allt rafmagn inn, setja upp tengla, koma fyrir ljósum og mála. Við leggjum hins vegar mikla áherslu á að þeir sem kaupa húsin stjórni sjálfir hvernig innréttingar, hurðir, gólfefni og flísar verða þar. Það velja íbúðarkaupendur sjálf- ir enda er smekkur manna ólíkur. Verktaki hússins getur aðstoðað kaupendur í þessum málum sé þess óskað og klárað þannig hvert hús fyrir sig.“ Raðhúsin eru staðsett við Austurkór 109-115 í Kópavogi. Byggingaraðili húsanna er Kjarnabygg ehf. sem er vandaður verktaki sem byggir á traustum grunni og hefur mikla reynslu. GÓÐ FASTEIGN Í FALLEGRI NÁTTÚRU 101 REYKJAVÍK FASTEIGNASALA KYNNIR Raðhúsin við Austurkór 109-115 í Kópavogi eru staðsett í fallegri náttúru Rjúpnahæðar. Stutt er á golfvöllinn og í næstu sundlaug. Hverfið er friðsælt og fallegt og býður upp á marga útivistar- möguleika. Kaupendur velja sjálfir innréttingar, gólfefni og hurðir. GÓÐUR GARÐUR Húsin skilast með palli fyrir framan og aftan hús ásamt tilbúnum garði. MYND/VALLI GOTT SKJÓL Sérstakir skjólveggir eru fyrir framan húsin. MYND/VALLI Á RJÚPNAHÆÐ Húsin við Austurkór standa á hinni fallegu Rjúpnahæð. MYND/VALLI NÁNARI UPPLÝSINGAR um eignina má finna inn á www.101.is auk þess sem Daði Hafþórsson, sölumaður 101 Reykjavík fasteignasölu, veitir áhugasömum allar nánari upplýsingar í síma 511-3101, 820-8103 eða á dadi@101.is www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | fi@fi.is | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Morgungöngur Ferðafélags Íslands og VÍS 5. – 9. maí Árlegar morgungöngur FÍ og VÍS eru nú haldnar 10. árið í röð. Fátt er betra en að byrja góðan dag með fjallgöngu og fylla lungun af fjallalofti fyrir verkefni dagsins. Ýmis fróðleikur og skemmtun í hverri göngu, auk morgunleikfimi. Göngurnar taka 2-3 klst. Mánudagur 5. maí: Helgafell við Hafnarfjörð. Gangan hefst við Kaldársel. Þriðjudagur 6. maí: Mosfell í Mosfellsdal. Gangan hefst við kirkjuna á Mosfelli. Miðvikudagur 7. maí: Helgafell, Mosfellsdal. Frá bílastæði við gatnamótin í Mosfellsdal. Fimmtudagur 8. maí: Vífilsfell við Sandskeið. Gangan hefst í malarnámi við rætur fjallsins. Föstudagur 9. maí: Úlfarsfell. Frá bílastæði sunnan fellsins, við veg sem liggur upp á það. Brottför: Kl. 6 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Hægt er að mæta beint á upphafsstað göngu. Þátttaka ókeypis – allir velkomnir Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir. Á fjöll við fyrsta hanagal Upplifðu náttúru Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.