Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 16
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16
Baldvin
Þormóðsson
baldvin@frettabladid.is
Magnús Leifsson leikstjóri
Bústaður, grill og True
Detective
„Ég ætla upp í sumarbústað með
kærustunni minni. Við ætlum að
grilla, spila skrafl og taka True
Detective-maraþon.“
Rúrik Gíslason fótboltakappi
Í gestgjafahlutverki og
spila fótbolta
Ég ætla að reyna að vera góður
gestgjafi um helgina þar sem
mamma, pabbi og kærastan mín eru
í heimsókn frá Íslandi. Svo er leikur
hjá mér á sunnudaginn.
Erna Dís Schweitz Eriksdóttir, verkefnastjóri hjá
WEDO
Bröns og göngutúrar með hundinn
Helgin verður nokkuð róleg og kósí. Bröns er á dagskránni
þar sem við hjá WEDO erum að leita að besta brönsinum
í bænum. Annars verða það bara göngutúrar með
hundinum, ég skelli mér pottþétt í jóga og reyni að ná
nokkrum þáttum sem ég hef misst af þessa vikuna.
HELGIN
3. maí 2014 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrsla
Landsnet boðar til almenns
kynningarfundar um
kerfisáætlun 2014-2023
og umhverfisskýrslu
kerfisáætlunarinnar
þriðjudaginn 6. maí kl. 9-10
í höfuðstöðvum Landsnets
að Gylfaflöt 9
í Reykjavík.
Á fundinum verður gerð grein fyrir
helstu niðurstöðum kerfisáætlunar
Landsnets en henni er ætlað að spá
fyrir um nauðsynlega uppbyggingu
flutningskerfis raforku á Íslandi.
Einnig verður fjallað um drög að
umhverfisskýrslu kerfisáætlunar
2014-2023 en þetta er í fyrsta sinn
sem kerfisáætlun Landsnets fylgir slíku
ferli. Gerð verður grein fyrir forsendum
og nálgun matsvinnu, samanburði á
umhverfisáhrifum valkosta,
mótvægisaðgerðum og niðurstöðum
matsins.
Það er von Landsnets að sem flestir
sjái sér fært að mæta á fundinn en
einnig verður hægt að fylgjast með
beinni útsendingu frá honum á
heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.
Kerfisáætlunin og drög að
umhverfisskýrslunni verða aðgengileg á
heimasíðu Landsnets og á vef
Skipulagsstofnunar þriðjudaginn
6. maí 2014.
„Við verðum með nokkra bása með alls
konar réttum frá öllum heimshornum á
sanngjörnu verði,“ segir Ragnar Egils-
son, en hann blæs til matarhátíðar á KEXI
Host eli í dag klukkan 18.00.
„Þetta byrjaði allt þegar ég stofnaði hóp
á Facebook fyrir áhugafólk um alþjóðlega
matseld. Það getur verið erfitt að finna
hráefni á Íslandi og síðan vantaði vettvang
fyrir fólk til þess að kenna hvert öðru upp-
skriftir og því um líkt,“ segir matarspek-
úlantinn en í hópnum eru tæplega fimm
hundruð mataráhugamenn.
„Við erum orðin mjög góð í að verða okkur
úti um ýmis hráefni, hópurinn gengur í
raun út á það að hjálpa hvert öðru að finna
hluti sem hægt er að nota til framandi
matar gerðar,“ segir Ragnar. Hópurinn
kallar sig SUMAR, eða Samtök um mat-
seld annarra ríkja.
Á matarhátíðinni verður hægt að finna
hina ýmsu rétti á borð við víetnamskar
sumarrúllur, Kaliforníu-takó, franska
súkkulaðiköku og rússneskar blínílummur.
„Síðan verður grasafræðingurinn Anna
Rósa með túrmerikmjólk. Þarna má finna
keim af til dæmis Rússlandi, Mexíkó, Kali-
forníu og Frakklandi.“
Ókeypis er inn á viðburðinn en gestir
geta búist við að reiða fram í kringum þús-
und krónur fyrir réttinn og mun helming-
ur alls ágóða mun renna til Mæðrastyrks-
nefndar.
Matur frá öllum heimshornum
Boðið verður til alþjóðlegrar matarhátíðar á KEXi Hosteli þar sem helmingur alls ágóða rennur til Mæðrastyrks-
nefndar. Á boðstólum verða víetnamskar sumarrúllur, Kaliforníu-takó, frönsk súkkulaðikaka og rússneskar blíní.
ÝMISLEGT Á BOÐSTÓLNUM Ragnar Egilsson fer fyrir hópi mataráhugafólks sem eldar til styrktar Mæðrastyrksnefnd
á Kexi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HVAR? Kex Hostel
HVENÆR? Milli 17-21
Á FYRSTA LEIK SUMARS-
INS hjá þínu fótboltafélagi.
Íslenska knattspyrnusum-
arið hefst á morgun með leikjum
Keflavíkur og Þórs og svo Fram og
ÍBV klukkan 16.
Á NÝJA LAGIÐ MEÐ
RÖYKSOPP OG ROBYN,
Do It Again, og komdu þér í
almennilegan helgargír. Lag sem ekki
er hægt að sitja kyrr við en samstarf
þessara tónlistarmanna hefur ávallt
slegið í gegn.
Elín Eyþórsdóttir tónlistarmaður
Flytja og semja
„Ég kem til með að eyða helginni í að
flytja inn í nýja stúdíóið mitt og svo
hafði ég hugsað mér að semja tónlist
inni í nýja stúdíóinu mínu. Vera lítið
úti við, allavega.“