Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 16

Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 16
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16 Baldvin Þormóðsson baldvin@frettabladid.is Magnús Leifsson leikstjóri Bústaður, grill og True Detective „Ég ætla upp í sumarbústað með kærustunni minni. Við ætlum að grilla, spila skrafl og taka True Detective-maraþon.“ Rúrik Gíslason fótboltakappi Í gestgjafahlutverki og spila fótbolta Ég ætla að reyna að vera góður gestgjafi um helgina þar sem mamma, pabbi og kærastan mín eru í heimsókn frá Íslandi. Svo er leikur hjá mér á sunnudaginn. Erna Dís Schweitz Eriksdóttir, verkefnastjóri hjá WEDO Bröns og göngutúrar með hundinn Helgin verður nokkuð róleg og kósí. Bröns er á dagskránni þar sem við hjá WEDO erum að leita að besta brönsinum í bænum. Annars verða það bara göngutúrar með hundinum, ég skelli mér pottþétt í jóga og reyni að ná nokkrum þáttum sem ég hef misst af þessa vikuna. HELGIN 3. maí 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og umhverfisskýrsla Landsnet boðar til almenns kynningarfundar um kerfisáætlun 2014-2023 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar þriðjudaginn 6. maí kl. 9-10 í höfuðstöðvum Landsnets að Gylfaflöt 9 í Reykjavík. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum kerfisáætlunar Landsnets en henni er ætlað að spá fyrir um nauðsynlega uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Einnig verður fjallað um drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023 en þetta er í fyrsta sinn sem kerfisáætlun Landsnets fylgir slíku ferli. Gerð verður grein fyrir forsendum og nálgun matsvinnu, samanburði á umhverfisáhrifum valkosta, mótvægisaðgerðum og niðurstöðum matsins. Það er von Landsnets að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Kerfisáætlunin og drög að umhverfisskýrslunni verða aðgengileg á heimasíðu Landsnets og á vef Skipulagsstofnunar þriðjudaginn 6. maí 2014. „Við verðum með nokkra bása með alls konar réttum frá öllum heimshornum á sanngjörnu verði,“ segir Ragnar Egils- son, en hann blæs til matarhátíðar á KEXI Host eli í dag klukkan 18.00. „Þetta byrjaði allt þegar ég stofnaði hóp á Facebook fyrir áhugafólk um alþjóðlega matseld. Það getur verið erfitt að finna hráefni á Íslandi og síðan vantaði vettvang fyrir fólk til þess að kenna hvert öðru upp- skriftir og því um líkt,“ segir matarspek- úlantinn en í hópnum eru tæplega fimm hundruð mataráhugamenn. „Við erum orðin mjög góð í að verða okkur úti um ýmis hráefni, hópurinn gengur í raun út á það að hjálpa hvert öðru að finna hluti sem hægt er að nota til framandi matar gerðar,“ segir Ragnar. Hópurinn kallar sig SUMAR, eða Samtök um mat- seld annarra ríkja. Á matarhátíðinni verður hægt að finna hina ýmsu rétti á borð við víetnamskar sumarrúllur, Kaliforníu-takó, franska súkkulaðiköku og rússneskar blínílummur. „Síðan verður grasafræðingurinn Anna Rósa með túrmerikmjólk. Þarna má finna keim af til dæmis Rússlandi, Mexíkó, Kali- forníu og Frakklandi.“ Ókeypis er inn á viðburðinn en gestir geta búist við að reiða fram í kringum þús- und krónur fyrir réttinn og mun helming- ur alls ágóða mun renna til Mæðrastyrks- nefndar. Matur frá öllum heimshornum Boðið verður til alþjóðlegrar matarhátíðar á KEXi Hosteli þar sem helmingur alls ágóða rennur til Mæðrastyrks- nefndar. Á boðstólum verða víetnamskar sumarrúllur, Kaliforníu-takó, frönsk súkkulaðikaka og rússneskar blíní. ÝMISLEGT Á BOÐSTÓLNUM Ragnar Egilsson fer fyrir hópi mataráhugafólks sem eldar til styrktar Mæðrastyrksnefnd á Kexi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVAR? Kex Hostel HVENÆR? Milli 17-21 Á FYRSTA LEIK SUMARS- INS hjá þínu fótboltafélagi. Íslenska knattspyrnusum- arið hefst á morgun með leikjum Keflavíkur og Þórs og svo Fram og ÍBV klukkan 16. Á NÝJA LAGIÐ MEÐ RÖYKSOPP OG ROBYN, Do It Again, og komdu þér í almennilegan helgargír. Lag sem ekki er hægt að sitja kyrr við en samstarf þessara tónlistarmanna hefur ávallt slegið í gegn. Elín Eyþórsdóttir tónlistarmaður Flytja og semja „Ég kem til með að eyða helginni í að flytja inn í nýja stúdíóið mitt og svo hafði ég hugsað mér að semja tónlist inni í nýja stúdíóinu mínu. Vera lítið úti við, allavega.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.