Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 88
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
LAUGARDAGUR 03. MAÍ 2014
Tónleikar
14.00 Sunnudagaskólinn syngur. Litháíski sunndagaskólinn kemur fram undir
stjórn Renötu Pratusyte í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15.
16.00 Kirkjukór Lágafellssóknar verður með dagskrá um Halldór Laxness í tali
og tónum í Akureyrarkirkju. Einsöngvarar verða Margrét Árnadóttir og Ívar
Helgason og er aðgangur ókeypis.
21.00 Straumur heldur sinn fyrsta sumarfögnuð í samstarfi við Joe & the Juice
og S.U.M.A.R.(Samtök um matseld annarra ríkja) á Kexi Hosteli. Kanadíska
hljómsveit Phédre kemur þar fram ásamt samlanda sínum Ken Park og hinum
íslensku Nolo. Aðgangur er ókeypis.
Fræðsla
12.00 Hvað býr í Heimunum og Vogunum? Bókmenntaganga fyrir börn og fjöl-
skyldur þeirra. Gangan leggur upp frá Sólheimasafni, Sólheimum 27.
14.00 Í tilefni af frímerkjasýningunni Merkileg merki í Gerðubergi er börnum
og fylgdarmönnum þeirra boðið að koma og kynnast leyndardómum frímerkja í
spennandi listsmiðju.
14.00 Náttúran vaknar. Náttúruganga um Laugardalinn. Gangan leggur upp frá
Sólheimasafni, Sólheimum 27.
Sýningar
15.00 Opnun sýningar á álfabókum Guðlaugs Arasonar í Borgarbókasafni,
Tryggvagötu 15.
15.00 List án landamæra í Norræna húsinu. Sýningin er sett saman úr mörgum
listgreinum og er samvinnuverkefni finnskra og íslenskra listamanna. Innsetning
Karls og Rósu, Völundarhús, er hjarta sýningarinnar. Danshópurinn Kaaos Comp-
any mun verða með gjörning á opnuninni. Þar dansa saman fatlaðir og ófatlaðir
dansarar.
16.00 Afmæli Pandóru. Látbragðsleikur Lauru Roure í Borgarbókasafni, Tryggva-
götu 15.
20.00 Ragnheiður Gestsdóttir opnar sýningu á nýjum verkum í Kunstschlager
við Rauðarárstíg. Sýningin ber titilinn Mikli hvellur - algjör smellur, en þar vísar
Ragnheiður í hugmyndir manna um uppruna heimsins eins og við þekkjum
hann. Öll eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að vísa í ákveðið sjónar-
horn eða hugmyndafræði sem mennirnir meira og minna hafa sameinast um á
ákveðnum tímabilum sögunnar.
Kvikmyndir
16.00 Stuttmyndapakki fyrir börn á öllum aldri. Um er að ræða tólf teiknimynd-
ir frá átta löndum. Tíu myndir eru án tals, ein með örlitlu ensku tali og ein á
spænsku með íslenskum texta. Dagskráin er alls 84 mín og hentar öllum aldurs-
hópum. Á svæðinu verða kúrudýr þeirra Andra og Eddu á vappinu í Bíó Paradís
til að heilsa upp á börnin.
Bókmenntir
15.00 Sýningin Álfabækur verður opnuð í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15, og
er það Guðlaugur Arason bóklistamaður sem er höfundur verkanna á sýning-
unni. Guðlaugur er þekktur fyrir ritstörf sín en að þessu sinni notar hann bækur
annarra höfunda. Sýningin ber nafn með rentu því þar gefur á að líta örsmáar
bækur sem nánast þarf stækkunargler til að skoða. Boðið verður upp á kaffi og
álfakleinur.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
„Við ákváðum með mjög stutt-
um fyrirvara að halda þessa tón-
leika,“ segir Lovísa Elísabet Sig-
rúnardóttir um tónleika sína á
Café Rosenberg í kvöld.
„Það var bara akkúrat laust
þetta kvöld og við erum að fara
út að spila á næstunni þannig
að þetta er svona ágætis upp-
hitun fyrir það,“ segir Lovísa
sem kemur vanalega fram undir
sviðs nafninu Lay Low. „Það er
langt síðan ég hélt svona alvöru
tónleika í Reykjavík, ég hef svona
verið að taka eitt og eitt lag hér
og þar,“ segir Lovísa sem kemur
fram ásamt hljómsveit sinni.
„Það er skemmtilegt fyrir
okkur að hittast og spila saman,
fólk veit vanalega ekki hvort ég
muni koma fram ein eða með
hljómsveit,“ segir Lovísa og hlær.
„En yfirleitt er hljómsveitin
með.“ Lovísa flutti síðasta haust
í Ölfus sem er staðsett á milli
Hveragerðis og Þorlákshafnar
ásamt sambýliskonu sinni.
„Mér hefur alltaf liðið vel í
rólegheitum og við kunnum mjög
vel við okkur hérna,“ segir Lov-
ísa. „Við fílum að vera með mikið
pláss, ég er með svo mikið af tón-
listardóti og trommusett sem
tekur mikið pláss. Þá er svo erfitt
að búa í litlu rými í bænum þegar
maður getur fengið stærra rými
á sama verði,“ segir Lovísa.
Tónlistarkonan segist vera að
koma sér í gírinn fyrir vorið og
sumarið en tónlistarmyndband
við lagið hennar Our Convers-
ations kom út á dögunum. „Við
erum svona að vekja athygli á því
og bara hafa gaman, það er alltaf
gaman að spila.“ segir Lovísa.
Eins og áður hefur komið fram
þá eru tónleikarnir á Rosenberg
klukkan hálftíu og hvetur Lov-
ísa áhugasama um að tryggja
sér miða á midi.is. „Þetta er ekk-
ert rosalega stór staður, annars
getur fólk sem kaupir ekki miða
fyrir fram komið yfir og kíkt á
stöðuna og séð hvort það sé ekki
eins og einn laus stóll.“
Rólegheit á Café Rosenberg
Tónlistarkonan Lay Low blæs til tónleika á Café Rosenberg í kvöld en hún er að setja sig í gírinn fyrir
vorið og sumarið þar sem hún mun spila á Bretlandseyjum. Nýtt tónlistarmyndband kom út á dögunum.
GIGG Í KVÖLD Lay Low kemur fram á
Café Rosenberg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mér hefur
alltaf liðið vel
í rólegheitum og við
kunnum mjög vel við
okkur hérna.