Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 89
LAUGARDAGUR 3. maí 2014 | MENNING | 57 Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar sem finna má á heimasíðu Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Inntökupróf í Læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfun Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. júní 2014. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til og með 20. maí 2014. Skráning fer fram á netinu, www.laeknadeild.hi.is Próftökugjald er 20.000 kr. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam- bærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu hefur borist skrifstofu Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til Nemendaskrár Háskóla Íslands um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2014. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2014 fá 48 nemendur í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun rétt til náms í Læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningar- gjalds skv. reglum Háskóla Íslands. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SUNNUDAGUR 04. MAÍ 2014 Tónleikar 16.00 Síðustu tónleikarnir í tónleikaröð- inni Klassík í Salnum. Þá munu sópran- söngkonan Sigrún Pálmadóttir og píanó- leikarinn Sibylle Wagner flytja efnisskrá með sönglögum eftir Clöru Schumann og canzonettum eftir Joseph Haydn. 17.00 Tónleikarnir Enn syngur Vornóttin verða fluttir í Bústaðakirkju. Fram koma Söngfuglar og Glæðurnar. Flutt verða létt og skemmtileg sönglög. Stjórnandi og undirleikari er Ásta Haraldsdóttir. Fiðlu- leikari er Eva Hauksdóttir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. 17.00 Vortónleikar Kammerkór Mos- fellsbæjar í Háteigskirkju. Flutt verður fjölbreytt tónlist eftir afar ólík tónskáld frá ýmsum tímum, þar má nefna hið alþekkta lag Sigur Rósar, Vöku, í útsetn- ingu kórstjórans, Símonar H. Ívarssonar. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 17.00 Listvinafélag Hallgrímskirkju stend- ur fyrir tónleikum í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Að Jesú æðsta ein móðir glæsta þar sem sönghópurinn Hljómeyki flytur verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson ásamt hljóðfæraleikurum og Hildigunni Einarsdóttur mezzosópran. Stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Listasmiðja 14.00 Steinamálun í Ársafni undir leiðsögn Auðar Ingu Ingvarsdóttur. Fræðsla 11.00 Fjölskrúðugt fuglalífið í Laugardal skoðað á göngu um garðinn í samstarfi við Fuglavernd. Um leiðsögn sjá Hannes Þór Hafsteinsson náttúrufræðingur og Aron Leví Beck fuglarannsóknarmaður. Gangan hefst við aðalinngang garðsins. Sýningar 14.00 Afmæli Pandóru. Látbragðsleikur Lauru Roure í Borgarbókasafni, Tryggva- götu 15. Kvikmyndir 20.00 BDSM á Íslandi, í samvinnu við Bíó Paradís, standa fyrir lítilli kvikmyndahá- tíð eða BDSM-bíókvöldi. Sýndar verða 6 stuttmyndir sem fjalla um BDSM, erótískt blæti, draumóra, og transfólk. Í raun mætti segja að þær gefi innsýn í jaðarmenn- ingu óhefðbundins kynlífs og kynvitundar. Þetta er í fyrsta skipti sem BDSM á Íslandi heldur slíkt bíókvöld en Fetish Film Festival bauð félaginu tækifæri til að sýna nokkrar myndir frá hátíðinni. Listahátíð 12.00 Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið. Flest atriði hátíðarinnar fara fram utandyra við Norræna húsið. Skóflur og fötur á staðnum til að setja í sandkassa, krítar og sápukúlur og svo er tilvalið fyrir gesti að taka með sér flugdreka því við Norræna húsið blæs hann oft kröftulega. Dr. Bæk verður á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. 12.00 Skottmarkaður á bílastæði Norræna hússins. Geymt en ekki gleymt dót kemst í nýjar hendur. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Vatnsmýrarhátíðarinnar. 13.00 Sirkuskúnstir með Sirkus Íslands, börnin fá að prófa og læra sirkusatriði á grasflötinni við Norræna húsið. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Vatnsmýrarhá- tíðarinnar. Bókmenntir 15.00 Örleifur og hvalurinn. Ljóðið um Örleif og hvalinn eftir Julian Tuwin verður flutt á pólsku og íslensku kl. 15.00 í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. 16.00 Dagskrá í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, þar sem kynnt verður glæný útgáfa á þýðingum Áslaugar Agnarsdóttur, sviðstjóra við Landsbókasafnið, Háskólabókasafn, á skáldsögum Lév Tolstojs sem byggja að miklu leyti á minningum frá uppvaxtar- árum skáldsins. Áslaug flytur skýringar og les upp ásamt Hjalta Rögnvaldssyni leikara. Aðgangur öllum heimill. Dansleikir 20.00 Dansað verður i félagsheimili eldri borgara i Stangarhyl 4 í Reykjavík. Dans- hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er 1.500 kr fyrir félagsmenn en 1.800 fyrir gesti. Allir velkomnir. Listamannaspjall 15.00 Björn Roth, sýningarstjóri, sonur og samstarfsmaður Dieters Roth, spjallar við gesti um sýninguna Hnallþóra í sólinni í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hnallþóra í sólinni er sýning á úrvali prent- og bókverka eftir Dieter Roth. Dans 15.00 Dansgjörningur frá Finnlandi í sýningarsal Norræna hússins í sýningu Lista án landamæra. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.