Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 80
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 48 Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, SIGÞÓR SIGÞÓRSSON lést á líknardeild Landspítalans 26. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Antonsdóttir Anton G. Sigþórsson Valdimar H. Sigþórsson Þorbjörg A. Sigþórsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, DAGRÚN ERLA JÚLÍUSDÓTTIR Skipalóni 16, Hafnarfirði, lést á Landspítala í Fossvogi þann 25. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. maí klukkan 13.00. Harry Jóhannes Harrysson Valdís Erla Harrysdóttir Sigurður Pálmason Geir Júlíus Harrysson Harry Erik Jóhannesson og barnabörn. Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓHANNS HALLVARÐSSONAR tónlistarkennara og fararstjóra, Karfavogi 34, Reykjavík. Anna Margrét Jónsdóttir Lilja Dögg Guðmundsdóttir Elvar Már Ólafsson Hallvarður Jón Guðmundsson Elfa Rún Guðmundsdóttir Vala Baldursdóttir Helge Haahr og barnabörn. Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi eftirlitsflugstjóra og flugeftirlitsmanns, sem lést 27. apríl sl., fer fram frá Bústaða- kirkju mánudaginn 5. maí nk. kl. 13.00. Agnete Simson Bragi Magnússon Guðný Magnúsdóttir Guðmundur Magnússon Ragnhildur Gunnarsdóttir Una Þóra Magnúsdóttir Hörður Högnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA BJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, Fjarðarseli 25, Reykjavík, lést laugardaginn 19. apríl. Jarðsungið verður frá Seljakirkju mánudaginn 5. maí klukkan 13.00. Dagfinnur Ólafsson Þóra Björg Dagfinnsdóttir Geir Magnús Zoëga Elísabet Dagfinnsdóttir Ari Jóhannesson Ólöf Dagfinnsdóttir Albert Þór Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR STEINBJÖRNSSON Mosgerði 2, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann 30. apríl. Elín Einarsdóttir Steinbjörn Atli Sigurðsson Anna Lilja Sigurðardóttir Óttarr Hlíðar Jónsson Kristófer Leó og Kamilla Elín Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför GEIRS ÞÓRÐARSONAR bókbindara, Norðurbrún 1. Gunnar Þ. Geirsson Anna G. Hafsteinsdóttir Bjarni Geirsson Þuríður Björnsdóttir Þórður Geirsson Erna Valdimarsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, MAGNÚS GUÐMUNDSSON Kvisthaga 3, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 13.00. Guðrún, Gylfi og Gauti Magnúsarbörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, MARGRÉTAR HELENU MAGNÚSDÓTTUR Sauðármýri 3, Sauðárkróki. Börn og fjölskyldur. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Þetta er í þriðja sinn sem við höldum Vatnsmýrarhátíð,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefna- stjóri hjá Norræna húsinu. „Hátíðin var fyrst haldin 2011 og aftur 2012 en í fyrra datt hún út því þá vorum við að undirbúa sirkushátíðina.“ Vatnsmýrarhátíðin er haldin að frumkvæði Norræna hússins í sam- starfi við Háskóla Íslands og Þjóð- minjasafnið og þetta er í fyrsta sinn sem viðburðir fara einnig fram í Háskólabíói og í Þjóðminjasafninu. „Markmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á svæðinu í kringum Norræna húsið, þannig að mjög margir viðburðir fara fram utan dyra, en það eru einnig atriði í nánast öllum rýmum hússins, auk Háskólabíós og Þjóðminjasafns- ins. Það verður opnuð hér stór sýning á vegum Listar án landamæra klukkan 15, ungskáld lesa upp við píanóleik inni í salnum þannig að það má segja að við séum með opið hús.“ Flest atriði hátíðarinnar fara þó fram utandyra við Norræna húsið. Gestir eru hvattir til að koma á hjólum og verður Dr. Bæk á staðnum til að yfirfara hjólin og athuga hvort þau séu nú ekki tilbúin í sumarið. Skottmarkaður er á bílaplani Norræna hússins og hefst hann klukk- an 12.00. Nýr veitingastaður opnar á næstu vikum í Norræna húsinu og gestir munu geta fengið nasaþefinn af staðnum sem verður opinn í fyrsta sinn á morgun og verða kaffiveitingar til sölu. Einnig verður hinn nýi rekstrar- aðili veitingarstaðarins, Sveinn Kjart- ansson matreiðslumeistari og sjón- varpskokkur, með „Fisk í dag“-þema úti við gróðurhús Norræna hússins frá klukkan 12.30 til 13.30 og verða ungir hjálparkokkar úr samnefndum þáttum honum til halds og trausts. Á Vatnsmýrarhátíðinni býðst gestum einnig að taka þátt í einu útbreiddasta vísindaverkefni heims sem felst í því að undir leiðsögn verða tepokar grafn- ir í jörð víðs vegar í kringum Norræna húsið til að kanna hve hratt þeir brotna niður. „Eftir þrjá mánuði munum við grafa þá aftur upp, vega og mæla og senda niðurstöðurnar til háskólans í Utrecht í Hollandi þar sem þær verða nýttar við rannsóknir á loftslagsbreyt- ingum,“ útskýrir Ilmur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíð- arinnar má finna á heimasíðu Norræna hússins norraenahusid.is. fridrikab@frettabladid.is Gleði, gaman, matur og vísindi í Vatnsmýrinni Vatnsmýrarhátíðin verður haldin í þriðja sinn á morgun. Þar er boðið upp á skemmtun og gleði fyrir alla fj ölskylduna, en meginmarkmiðið með hátíðinni er að vekja athygli á Vatnsmýrinni og þeim fj ölbreyttu möguleikum til útivistar sem hún býður upp á. HÁTÍÐ Í BÆ Vatnsmýrin er ævintýraland fyrir unga sem aldna. MYND/MAGNÚS HELGASON/NORRÆNA HÚSIÐ MERKISATBURÐIR 1837 Háskólinn í Aþenu stofnaður. 1902 Oddfellowreglan hefur forgöngu um stofnun Hjúkrunar- félags Reykjavíkur. Það er lagt niður 1937. 1943 Frank M. Andrews, æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, ferst í flugslysi er flugvél hans flýgur inn í Fagradals- fjall á Reykjanesskaga. Auk hans farast þrettán aðrir. 1970 Álverið í Straumsvík formlega tekið í notkun, en álfram- leiðsla hafði þó hafist þar árið áður. 1973 Íslenskri stafsetningu er breytt með reglugerð frá mennta- málaráðuneytinu. Bókstafurinn z er þá lagður niður í íslensku ritmáli. 2006 Flug Armavia númer 967 brotlendir í Svartahafi, 113 láta lífið og enginn kemst af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.