Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 8
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GARÐHÚSGÖGNUM OG SESSUM* 20% *GILDIR EKKI MEÐ ÖÐRUM TILBOÐUM TILBOÐIN GILDA AÐEINS FRAM Á SUNNUDAG 4. MAÍ www.rumfatalagerinn.is MENNTUN Almenn ánægja er á meðal foreldra í Reykjanesbæ með nám og kennslu barna í grunnskólum bæjarins. Þetta kemur fram í Skólavog- inni, mælitæki þar sem safnað er saman upplýsingum um grunn- skólastarf. Reykjanesbær var í fjórða sæti á þessum mælikvarða af þeim 27 sveitarfélögum sem tóku þátt í foreldrakönnuninni í ár. - ibs Foreldrar í Reykjanesbæ: Ánægja með kennslu barna SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Hvera- gerðis fordæmir að Heilbrigðis- eftirlit Suðurlands gefi Hellisheið- arvirkjun jákvæða umsögn um tímabundna undanþágu frá hert- um ákvæðum um styrk brenni- steinsvetnis í andrúmslofti. „Sambærilegar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað mótmælt þeirri mengun sem nú berst yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir bæjarráðið sem kveðst furða sig á því að forsvarsmenn Orku- veitu Reykjavíkur skuli ekki fyrir löngu hafa nýtt sér þær lausnir til mengunarvarna sem vitað sé að virki. - gar Gagnrýna heilbrigðiseftirlit: Fordæma veitta undanþágu HELLISHEIÐARVIRKJUN Reyna á að draga úr mengun af brennisteinsvetni. ÚKRAÍNA, AP Uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins í gær, eftir að stjórnarherinn í Úkraínu hóf fyrstu stórsókn sína gegn þeim. Úkraínustjórn fullyrti síðan að stjórnarherinn hefði fellt eða sært fjölda uppreisnarmanna. Stjórnin skýrði einnig frá því að tveir her- menn úr stjórnarhernum hefðu látið lífið. Rússlandsstjórn sagði atburði gærdagsins greinilegt merki þess að tveggja vikna gamalt friðar- samkomulag, sem gert var í Genf, sé að engu orðið. Angela Merkel Þýskalands- kanslari heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í gær, og sögð- ust þau reiðubúin til þess að herða enn frekar refsiaðgerðir gegn Rússum, bæði rússneskum ráða- mönnum og rússnesku efnahags- lífi. Til átaka kom eldsnemma í gærmorgun skammt frá borginni Slovjansk, þar sem aðskilnaðar- sinnar höfðu náð stjórnarbygg- ingum á sitt vald rétt eins og í mörgum fleiri borgum í austur- hluta landsins. Stjórnarherinn mætti harðri mótspyrnu frá aðskilnaðarsinnum, en undir kvöld fullyrti Oleksander Túrtsjínov Úkraínuforseti að her- inn væri búinn að ná á sitt vald öllum þeim eftirlitsstöðvum, sem uppreisnarmenn höfðu komið sér upp í kringum borgina. Stjórnar- hernum hafði samt síðdegis í gær ekki tekist að ná stjórnarbygg- ingunum úr höndum aðskilnaðar- sinna. „Öryggissveitir okkar eru að berjast við málaliða erlendra ríkja, hryðjuverkamenn og glæpamenn,“ sagði Túrtsjínov, sem ítrekað hefur sakað rússnesk stjórnvöld um að styðja aðskilnaðarsinna og kynda undir ólguna í austurhluta landsins. Einnig kom til átaka í gær milli stjórnarhersins og aðskilnaðar- sinna í hafnarborginni Odessa við Svartahafið, en til þessa hefur upp- reisn úkraínskra aðskilnaðarsinna lítt látið á sér kræla þar í borg. Í átökunum þar í gær kviknaði í byggingu með þeim afleiðingum að rúmlega 30 manns brunnu inni. Friðarsamningurinn, sem gerð- ur var í Genf í síðasta mánuði, snerist um að uppreisnarmenn létu af hendi þær stjórnarbyggingar, sem þeir hafa lagt undir sig, gegn því að Úkraínustjórn léti eiga sig að ráðast gegn þeim með hervaldi. Aðskilnaðarsinnar hafa í engu orðið við þessu, en Rússar hafa skorað á Úkraínustjórn að beita ekki hervaldi gegn aðskilnaðar- sinnum. Á hinn bóginn saka Rúss- ar Úkraínustjórn um að hafa notað hryðjuverkamenn úr samtökum öfgaþjóðernissinna til hernaðar- aðgerða gegn aðskilnaðarsinnum. gudsteinn@frettabladid.is Átökin harðna í Úkraínu Úkraínustjórn segir herlið sitt hafa fellt fjölda uppreisnarmanna í austanverðu landinu, en aðskilnaðarsinnar skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins. Tugir manna einnig látnir vegna bruna í kjölfar átaka í hafnarborg- inni Odessa við Svartahaf. Rússlandsstjórn segir hálfs mánaðar gamalt friðarsamkomulag að engu orðið. STJÓRNARHERINN Í SLOVJANSK Úkraínskir hermenn í Slovjansk við eina af þeim eftirlitsstöðvum uppreisnarmanna sem stjórnarherinn náði á sitt vald í gær. NORDICPHOTOS/AFP ANGELA MERKEL OG BARACK OBAMA Kanslari Þýskalands heimsótti Bandaríkja- forseta í Washington í gær, meðal annars til að ræða ástandið í Úkraínu. Öryggissveitir okkar eru að berjast við málaliða erlendra ríkja, hryðjuverkamenn og glæpamenn. Oleksander Túrtsjínov, forseti Úkraínu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.