Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 92
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 60 „Þetta er rosalega spennandi og gaman og allt annar vinkill á keppnina. Ég þarf að hugsa öðru- vísi því ég er vön að sitja heima og mynda mér skoðanir og gagnrýni. Þetta er aðeins alvarlegri staða,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Hún situr í alþjóðlegri Eurovision-dómnefnd fyrir Íslands hönd ásamt Friðriki Dór Jónssyni, Ragnheiði Gröndal, Kjartani Guð- bergssyni og Hildi Þórhallsdóttur. Fimmmenningarnir þurfa að horfa á öll lögin sem keppa í báðum und- ankeppnunum og gefa þeim stig en atkvæði dómnefndar gilda fimm- tíu prósent á móti símakosningu. „Þetta er náttúrulega laga- keppni þannig að fyrst og fremst þarf ég að horfa á lagasmíðarnar og hvort eitthvað sé varið í lagið. Síðan þarf heildarmyndin að virka og þurfa lagasmíðarnar að haldast í hendur við söng og uppsetningu á atriðinu,“ bætir Jóhanna Guðrún við. Hún hefur náð einna bestum árangri Íslendinga í Eurovision þegar hún landaði öðru sætinu í Moskvu árið 2009. Hún horfir allt- af á keppnina. „Ég verð alltaf svolítið stress- uð. Mér finnst þetta skemmtilegt en ég verð svolítið víruð því ég veit hvað þau eru að ganga í gegnum. En ég horfi auðvitað alltaf spennt,“ segir Jóhanna Guðrún. Hún er hrifin af framlagi Íslands, Enga fordóma með Pollapönki. „Ég reyni alltaf að vera jákvæð. Ef það er eitthvað sem ég hef lært er það það að maður getur aldrei ákveðið fyrir fram hvernig atrið- unum gengur. Boðskapurinn í lag- inu okkar er æðislegur og atriðið er flott. Ég er viss um að boðskap- urinn eigi eftir að landa okkur helling af atkvæðum. Pollapönk- arar eru náttúrulega dásamlegir.“ Söngvarinn Friðrik Dór hlakkar líka til að takast á við þetta verk- efni. „Ég er enginn sérfræðingur um Eurovision og ætla ég að koma gjörsamlega eins og Pollapönk til leiks – án allra fordóma,“ segir Friðrik Dór. Hann ætlar að leyfa hjartanu að ráða í sinni atkvæða- greiðslu. „Stór partur af Eurovision fyrir mér er stemningin og „show“-ið. Sum lögin eru góð og sum ekkert sérstök. Þau lög sem hrífa mig á staðnum fá stigin mín,“ bætir hann við en dómnefndin horfir á öll lögin í höfuðstöðvum RÚV í Efstaleiti. Uppáhaldslag Friðriks úr Euro- vision-keppninni er hið ítalska Gente di mare og hefur hann sjálfur íhugað að senda lag í keppnina. „Mér finnst það heillandi hug- mynd. Ég er bara hræddur um að særa stoltið og tapa. En einhvern tímann verð ég nógu gamall og þroskaður til að kyngja stoltinu og prófa.“ liljakatrin@frettabladid.is ÁRSFUNDUR 2014 LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA SVEITARFÉLAGA STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐS STARFSMANNA SVEITARFÉLAGA 2013 FJÁRHÆÐIR Í MILLJÓNUM KRÓNA Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 20. maí kl. 16.00, í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stét tarfélög eiga rét t til fundarsetu með málfrelsi og tillögurét ti og eru þeir hvat tir t il að mæta Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins Reykjavík, 2. maí 2014 Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna sveitarfélaga Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2013 2012 Samtryggingardeildir S-deild Samtals Samtals Iðgjöld 8 .027 88 8 .114 6 .845 Lífeyrir -1.817 -50 -1.867 -1.039 Fjár festingar tekjur 6 .502 81 6 .583 5 .6 39 Fjár festingargjöld -208 -3 -211 -132 Rekstrarkostnaður -106 -1 -107 -97 Gjald í r íkissjóð 0 0 0 -1 Hækkun á hreinni eign á árinu 12 .399 114 12 .513 11.216 Hrein eign frá fyrra ári 68.4 3 3 1.251 69.683 58.4 67 Hrein eign sameinaðra sjóða 01.07.13 4 .361 0 4 .361 0 Hrein eign t il greiðslu lí feyris 85.192 1.365 86.557 69.683 Efnahagsreikningur Fasteign, rekstrar f jármunir og aðrar eignir 117 0 117 21 Verðbréf með brey tilegum tekjum 27.222 4 80 27.702 21.142 Verðbréf með föstum tekjum 4 8.382 596 4 8.977 38.903 Veðlán 6 .4 64 0 6 .4 64 5 .857 Bankainnistæður 1.06 4 247 1.311 2 .12 3 Aðrar f jár festingar 3 39 0 3 39 3 3 4 Kröfur 1.185 2 1.187 717 Aðrar eignir 602 4 4 64 6 570 Skuldir -182 -4 -186 -86 Hrein eign t il greiðslu lí feyris 85.192 1.365 86.557 69.683 Kennitölur ársins 2013 A-deild V-deild B-deild* S-deild I S-deild II S-deild III Nafnávöxtun 8,5% 8,5% 3,0% 6,6% 4,9% 5,5% Hrein raunávöxtun 4,7% 4,7% 1,6% 2 ,8% 1,2% 1,8% Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal 3,0% 3,0% 5,2% 5,4% 3,3% Fjöldi sjóðfélaga 10.460 4 .128 213 199 78 53 Fjöldi lí feyrisþega 2 .486 559 910 40 5 7 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% 0,1% *Frá 1. júlí til 31. desember 2013 Birt með fyrirvara um prentvillur Ársreikning LSS 2013 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is Stjórn og framkvæmdastjóri Í st jórn lí feyrissjóðsins eru Garðar Hilmarsson stjórnar formaður, Elín Björg Jónsdót t ir, Karl Björnsson, Gerður Guðjónsdót t ir, Kristbjörg Stephensen og Salóme E. Þórisdót t ir. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Krist jánsson. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 5 400 700 lss@lss.is - www.lss.is Íslendingar í alþjóðlegri Eurovision-dómnefnd Fimm aðilar frá Íslandi sitja í alþjóðlegri Eurovision-dómnefnd en atkvæði hennar gilda fi mmtíu prósent á móti símakosningu í keppninni. Á meðal dómnefndarfólks eru Jóhanna Guðrún og Friðrik Dór. NÓG AÐ GERA Jóhanna Guðrún hefur verið í stúdíói undanfarið og ætlar að gefa út lag í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ENGINN SÉRFRÆÐINGUR Friðrik Dór er upp með sér að hafa verið valinn í dómnefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON VIRT SÖNGKONA Ragnheiður Gröndal, ein vinsælasta söngkona landsins, situr líka í dómnefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í dómnefndinni sitja 185 aðilar frá 37 löndum, FIMM frá hverju landi. Í dómnefndinni eru 79 konur og 106 karlmenn. Meðalaldur dómnefndar- innar er FJÖRUTÍU ár. Meðalaldur íslensku dóm- nefndarinnar er 32,4 ár. YNGSTI MEÐLIMUR íslensku dómnefndarinnar er Jóhanna Guðrún, fædd 16. nóvember árið 1990. ELSTI MEÐLIMUR íslensku dómnefndarinnar er Kjartan Guðbergsson, fæddur 17. maí árið 1966. Meðal annarra meðlima í alþjóð- legu dómnefndinni er Charlie McGettigan, sem sigraði í Eurovision árið 1994 með Paul Harrington, Iris, sem var fulltrúi Belgíu í keppninni árið 2012, og Nigar Jamal, annar helmingur dúettsins Ell & Nikki sem bar sigur úr býtum árið 2011 fyrir hönd Aserbaídsjans. DÓMNEFNDIN Í HNOTSKURN Spínatkjúklingur Thelma Þorbergsdóttir bloggar um mat á síðunni freistingarthelmu.blogspot.com. Hún deilir tveimur uppskrift um með lesendum Fréttablaðsins sem eru ekki aðeins einfaldar heldur einnig afar bragðgóðar. Spínatfylltur kjúklingur með mozzarella, tagliatelle og salati 3-4 kjúklingabringur 70 g brauðrasp 30 g parmesanostur 2 egg, létthrærð 150 g frosið spínat, þítt 6 msk. kotasæla Fersk mozzarellakúla Ólífuolía 1 dós tómatpastasósa Salt og pipar 500 g tagliatelle ferskt salat að vild Aðferð Hitið ofninn í 230 gráður og penslið eldfast mót með ólífuolíu að innan. Skerið kjúklingabringurnar langsum í tvennt þannig að úr einni bringu verði til tveir hlutar. Kryddið bringurnar með salti og pipar. Blandið brauðraspinu og 4 msk. af parmesanosti saman í skál. Létthrærið eggin og setjið þau í skál til þess að auðvelt verði að dýfa kjúklingnum ofan í. Þíðið spínatið og kreistið allt vatn úr því, klippið það mjög fínt og blandið því saman við restina af parmesanostinum, 2 msk. af hrærðu eggjunum, kotasæluna og hrærið allt vel saman. Setjið 2 msk. af spínatblöndunni á hverja kjúklingabringu og dreifið vel úr henni, rúllið bringunni upp og látið samskeytin á kjúklingnum snúa niður. Dýfið kjúklingnum ofan í hrærðu eggin og svo strax í brauðraspið og passið að kjúklingurinn þekist vel með raspinu. Setjið kjúklinginn í eldfast mót smurt með ólífuolíu og látið samskeytin snúa niður. Bakið kjúklinginn í 25 mínútur, takið hann svo út og setjið 2 til 3 msk. af tómatpastasósu yfir hverja bringu. Skerið mozzarellakúluna langsum í 6 bita og leggið yfir hverja kjúklingabringu og bakið í 5 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pokanum og berið fram með kjúklingn- um og restinni af pastasósunni ásamt fersku salati að vild. MATGÆÐ- INGUR Á bloggsíðu Thelmu eru margar girni- legar upp- skriftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.