Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 10
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR 3,7 L/100 KM* CO2 ÚTBLÁSTUR 95 GRÖMM ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU RENAULT CLIO DÍSIL SJÁLFSKIPTUR – VERÐ 3.090.000 KR. Renault Clio er einn vinsælasti bílIinn á Íslandi. Þegar fallegt útlit, ríkulegur staðalbúnaður, úrval sparneytinna bensín- og dísilvéla, hagstætt verð og einstök ný „Dual Clutch“ sjálfskipting smellur saman er ástæðan augljós. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault Clio. www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 3 0 2 FERÐAMENNSKA „Við fögnum því alltaf þegar úthlutun á sér stað og að það sé verið að leggja í framkvæmdir bæði til uppbyggingar og til nýsköpunar,“ segir Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur úthlutað 244 milljónum króna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fimmtíu verkefni fengu styrk og fór sá hæsti til Skaftafells, eða tæpar 30 milljónir króna. Rúmum tíu milljónum var úthlutað til smíði nýs stiga við Gullfoss og fimmtán milljónum til end- urbóta við Goðafoss, auk fleiri úthlutana. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að af þess- um 244 milljónum eru um sextíu prósent fram- lag gistináttagjaldsins,“ segir Helga aðspurð. Hún tekur fram að úthlutunin sé ótengd áætlun Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sem ætlar núna á vor- og sumarmánuðum að leggja til sérstaka fjármuni til verndar þeim svæðum sem eru hvað verst sett. Spurð nánar út í úthlutunina og hvernig fjármununum var dreift á milli verk- efna, segist Helga ekki þekkja úthlutunarregl- urnar nákvæmlega. „En við fögnum allri upp- byggingu og ég treysti þeirri stjórn, sem þarna situr, fyrir því að hafa farið faglega yfir allar umsóknir og metið þær út frá eðlilegum for- sendum.“ - fb Ferðamálastofa hefur úthlutað 244 milljónum króna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða: Meirihlutinn kemur frá gistináttagjaldi GULLFOSS Rúmum tíu milljónum króna verður varið í nýjan stiga við Gullfoss. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR „Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlend- is og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna,“ segir bæjarstjórn Norðurþings. Tekið er undir áhyggjur Markaðsstofu Norðurlands og sveitarstjórnar Skútustaðhrepps af fyrirhugaðri gjaldtöku á ferðamannastöðum í Skútustaðahreppi. Er þar átt við Dettifoss og Námaskarð. „Mikilvægt er að standa saman um leið sem byggir á áframhald- andi opnu aðgengi að náttúruperl- um og sjálfbærri uppbyggingu á ferðamannastöðum,“ bókaði bæj- arstjórnin. - gar Bæjarstjórn andvíg gjaldi: Ekki í takt við ímynd landsins SAMFÉLAGSMÁL Ný stjórn lands- nefndar UN Women á Íslandi var kjörin á aðalfundi félagsins í fyrradag. Guðrún Ögmundsdótt- ir hagfræðingur var endurkjörin formaður. Starfsemi landsnefndarinn- ar hefur vaxið ört og hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mán- aðarlegu framlagi. Framlög til verkefna erlendis hækkuðu um 40 prósent milli 2012 og 2013. Fimm stjórnarmenn sitja áfram, en fimm til viðbótar voru kjörn- ir í stjórnina: Arna Gerður Bang, Karen Áslaug Vignisdóttir, Þórður Snær Júlíusson, Vilborg Ólafsdótt- ir og Magnús Orri Schram. - fb Ný stjórn UN Women kjörin: Guðrún endur- kjörin formaður LÖGREGLUMÁL Kveikt var í fjöl- býlishúsi við Iðufell í Breiðholti seint á fimmtudagskvöld. Eigandi íbúðarinnar er Halldór Gunnarsson í Holti, en dóttir hans hefur búið þar og var ein í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Hún hefur um árabil þjáðst af geðsjúkdómi. Í viðtali við Stöð 2 í gær sagð- ist Halldór ekki lengur geta orða bundist vegna úrræðaleysis, sem aðstandendur geðsjúkra standa frammi fyrir: „Það er þannig að kerfið virðist ekki geta komið þeim til bjargar sem bæði glíma við geð- sjúkdóma og áfengisfíkn,“ segir Halldór. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var mikill eldur í íbúðinni þegar reykkafarar mættu á staðinn og þurftu þeir að hörfa frá vegna hit- ans. Brunavarnarmálum virðist hafa verið ábótavant í stigagangin- um. Það var íbúi á efstu hæð blokk- arinnar, sem er fjögurra hæða, sem tilkynnti um svartan reyk á stiga- ganginum en íbúðin sem kviknaði í er á annarri hæð. Að sögn slökkvi- liðsins hefði reykskynjari átt að vera fyrir löngu farinn í gang í íbúðinni og á stigaganginum áður en íbúinn á efstu hæð varð var við reykinn. Dóttir Halldórs var í svefnher- berginu þegar slökkviliðsmenn komu og björguðu henni út um glugga. Hún var flutt á slysadeild ásamt tveimur öðrum íbúum blokk- arinnar. Annar þeirra var fljótlega útskrifaður. Samkvæmt upplýsing- um frá Landspítalanum fékk ekkert þeirra alvarlega reykeitrun. Eftirlit þurfti þó að hafa með dóttur Hall- dórs fram að hádegi í gær, þegar hún var útskrifuð. - fb Konu um fertugt var bjargað út um glugga á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu: Kerfið úrræðalaust gagnvart geðsjúkum FJÖLBÝLISHÚSIÐ Eldur kviknaði í fjölbýlishúsinu laust fyrir miðnætti á fimmtu- dagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.