Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 84
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 „Ég var um síðustu helgi að spila fjögur verk sem voru öll samin sérstaklega fyrir mig og byggð á hljóðum úr strætó og hugmyndum um strætisvagna, eftir nemend- ur Atla Ingólfssonar við Listahá- skólann,“ segir Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari, sem býður í samstarfi við Strætó upp á hring- ferð um Vesturbæ Reykjavíkur í dag klukkan 16. „Fyrir algjöra til- viljun var ég síðan beðin að spila annað verk um strætó á morgun og mér fannst það svo merkilegt að eftir að hafa spilað á flautu í fjöru- tíu ár skyldi allt í einu koma vika þar sem ég er að spila sex lög um strætó. Þannig að mér fannst lang- eðlilegast að spila þetta í strætis- vagni. Strætó lánar bílstjóra og vagn og þetta verður lítið tónleika- ferðalag sem fólk getur annað- hvort setið allan tímann eða hopp- að inn og út á mismunandi stöðum. Og það kostar ekkert inn.“ Verkin eru eftir þá Daníel Helga- son, Hrafnkel Flóka Kaktus Einars- son, Þorkel Nordal og Örnólf Eldon Þórsson. Auk þeirra leikur Áshild- ur eigið verk, „Hugljómun í leið 1“, og „Viva Strætó“ eftir Skúla Hall- dórsson, fyrrverandi skrifstofu- stjóra Strætós sem hefði orðið hundrað ára í ár. „Skúli var líka tónskáld og formaður STEFs, var með píanó á skrifstofunni sinni hjá Strætó og greip í það þegar andinn kom yfir hann,“ útskýrir Áshildur. „Og á sunnudaginn eftir viku munum við minnast hans með minningartónleikum í Hannesar- holti þar sem auk mína koma fram Ágúst Ólafsson söngvari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og við flytjum eingöngu lög eftir Skúla.“ fridrikab@frettabladid.is Leikur sex tónverk um strætisvagna Nýstárlegir tónleikar fara fram um borð í strætisvagni í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir fl autuleikari sex verk sem öll tengjast strætó og hljóðheimi hans. ÁSHILDUR HARALDSDÓTTIR Býður fólki í tónleikaferðalag um Vesturbæinn í strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tónleikagestir eru boðnir um borð í strætó og stoppað er á ólíkum stöðum þar sem hvert verk er leikið við nýjar aðstæður. Lagt verður af stað klukkan 16 frá Lækjargötu við Miðbæjarskóla, gegnt Vonarstrætinu, og haldið af stað um Vesturbæ Reykjavíkur. Einnig verður hægt að hoppa um borð á eftirfarandi stöðum: Lagt verður af stað klukkan 16 í dag frá Lækjargötu, gegnt Vonarstræti. 1. stopp á Hofsvallagötu. 2. stopp á Framnesvegi við Vesturbæjarskóla. 3. stopp á Vesturgötu við enda Bakkastígs. 4. stopp við Túngötu, enda Ægisgötu. Endastöð á Lækjargötu. Tilhögun ferðalagsins VATNSMÝRARHÁTÍÐ rræna hús ið sunnudagn 4 . ma í kl . 12–16 : – T ikuð náúru ldss, börnum og v ísdum Skomkaður sögustu í Þjóðmj afni FUGLASKOÐUNvísdiÚ ikir Tónl tatriði Lokav iðburður Bn nghát íð Sápukúlur og krít sirkusatriði 12.00–13.00 Finnska barna-teiknimyndin Sju bröder sýnd með enskum texta í salnum. 12.30–13.30 Fisk í dag með Sveini Kjartanssyni og fleirum við Gróðurhúsið. 12.00–16.00 Hjólafærni frá Dr. Bæk á malarplani við Norræna húsið 12.00–16.00 Skottmarkaður á bílastæði Norræna hússins. Geymt en ekki gleymt dót kemst í nýjar hendur. 12.00–16.00 Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Háskólabíói. 12.00–17.00 Kaffiveitingar til sölu á AALTO BISTRO – nýr veitingastaður í Norræna húsinu sem opnar formlega 10. maí n.k. 12.00–17.00 Bókasafn Norræna hússins býður upp á örbókamarkað, sögustundir og sýningu á verkum leikskólabarna í Barnahelli (Barnabókasafnið). 12.30–13.00 Klarínettukórinn treður upp í Gróðurhúsinu. 13.00–13.30 Leiðsögn um friðlandið með Fuglafræðingi. Hefst á tröppum Norræna hússins. 13.30–14.30 Djasstónlist við Gróðurhúsið 13.00–14.30 Sirkuskúnstir með Sirkus Íslands, börnin fá að prófa og læra sirkusatriði á grasflötinni við Norræna húsið. 14.00 Álfasögur í Silfurhelli á Þjóðminajsafni Íslands. 14.00–15.00 Upplestar og píanótónlistin úr Amélie kvikmyndinni. Ungskáld lesa úr verkum sínum og ungur píanóleikari spilar píanótónlist úr Amélie og fleiri verk. Dagskráin fer fram í salnum. 14.30–15.00 Sirkus Íslands með sirkusatriði á grasflöt Norræna hússins. 15.00–16.00 Getur tedrykkja hjálpað okkur að skilja loftslagsbreytingar? Já, og getur þú aðstoðað okkur? Fer fram við Gróðurhúsið. 15.00–15.30 Dansgjörningur frá Finnlandi í sýningarsal Norræna hússins í sýningu Lista án landamæra. 15.00–16.00 Brasstónlist í Gróðurhúsinu. Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík Tel. 5517030 www.norraenahusid.is Vonarstræti Túngata Æ gi sg at a VesturgataFram nesve gur H ringbraut Ho fsv alla gat a MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.