Fréttablaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 44
| ATVINNA |
Umsjón með starfinu hefur
Lind Einarsdóttir hjá Talent
Ráðningum, lind@talent.is
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí nk.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um
starfið á heimasíðu Talent Ráðninga, www.talent.is
Að VIRK - Starfsendurhæfingar-
sjóði standa öll helstu samtök
launamanna og atvinnurekenda
á vinnumarkaði. Hlutverk sjóðsins
er að draga markvisst úr líkum á því
að launafólk hverfi af vinnu markaði
vegna varanlegrar örorku með
aukinni virkni, eflingu starfsendur-
hæfingar og öðrum úrræðum.
Nánari upplýsingar um VIRK
- Starfsendurhæfingarsjóð er að
finna á heimasíðu sjóðsins
www.virk.is
VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til að starfa að fjölbreyttum
verkefnum á sviði upplýsingatækni.
Um er að ræða sérfræðistarf sem felst m.a. í að aðstoða við uppbyggingu á upplýsingakerfi sem heldur utan um starfs-
endurhæfingarferil einstaklinga. Einnig er um að ræða þátttöku í þjónustu og ýmsum öðrum þróunarverkefnum.
Hér gefst einstakt tækifæri til að vinna að uppbyggingu, þróun og þjónustu í fyrirtæki sem er í hraðri uppbyggingu.
Um er að ræða mjög krefjandi starf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Þekking á gagnagrunnum og vinnslu tölfræðiupplýsinga er kostur
• Reynsla og þekking á innleiðingu og notkun upplýsingatæknikerfa í félags- eða
heilbrigðisþjónustu er kostur
• Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
• Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
• Leiðtogahæfileikar og jákvætt viðmót
• Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni
Linnetsstígur 1 | 220 Hafnarfjörður | talent@talent.is | Sími 552-1600
FJÖLSKYLDUSETUR REYKJANESBÆJAR
Reykjanesbær auglýsir eftir starfsmanni í Fjölskyldusetur. Um er að ræða 100% starf í eitt ár í nýju og spennandi tilraunaverkefni sem leitast
við að samræma úrræði fyrir börn og fjölskyldur í Reykjanesbæ.
Þar mun fara fram almenn foreldra- og forvarnarfræðsla auk sértækra námskeiða. Fjölskyldusetur mun verða í samstarfi við ýmsar stofnanir
s.s. lögregluna á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Háskóla Íslands og fleiri aðila.
Umsóknarfrestur er til 20 maí. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2014
Sækja skal um starfið á vefsíðu Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar
Reykjanesbæjar, maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is eða Sigurður Þ. Þorsteinsson,
yfirsálfræðingur á fræðslusviði, sigurdur.th.thorsteinsson@reykjanesbaer.is.
Einnig er hægt að hafa samband símleiðis í síma 421-6700.
Starfssvið:
• Skipulagning námskeiða/fræðslu í samstarfi við ýmsa fagaðila sem tengjast
starfsemi hússins.
• Situr fundi með stjórn Fjölskylduseturs og framfylgir ákvörðunum stjórnar.
• Hefur umsjón með skráningu á námskeið ásamt því að veita upplýsingar um
fyrirhuguð námskeið/fræðslu.
• Sinnir úrvinnslu ýmissa gagna tengdum námskeiðum og skimunum úr skólum
og útbýr ánægjukannanir
• Hefur yfirumsjón með húsnæði Fjölskylduseturs og sér til þess að viðeigandi
búnaður og gögn séu til reiðu vegna námskeiðahalds og annarra viðburða.
Menntun- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun, sem tengist málefnum
fjölskyldunnar svo sem félagsráðgjafi,
sálfræðingur eða kennaramenntun.
• Þekking á málefnum barna og fjölskyldna.
• Þekking á úrræðum sveitarfélaga og ríkis.
• Samskiptahæfni, þjónustulund, sveigjanleiki,
sjálfstæð vinnubrögð.
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
• Góð íslenskukunnátta.
3. maí 2014 LAUGARDAGUR4