Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 6
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvar er Vinnslustöðin hf. sem höfð-
að hefur mál gegn fjármálaráðherra?
2. Fyrir hvern rannsakar módelfi tness-
keppandinn og vélaverkfræðingurinn
Katrín Edda Þorsteinsdóttir þotuhreyfl a?
3. Til heiðurs hverjum eru norsk verð-
laun sem Hugleikur Dagsson hefur
verið tilnefndur til?
SVÖR:
1. Vestmannaeyjum. 2. Rolls Royce.
3. Sonju Noregsdrottningu.
Lyftari til sölu
Still R60-25 rafmagnslyftari, gámagengur,
árgerð 2005 í mjög góðu standi til sölu.
Lyftigeta 2,5tonn, lyftihæð 4,48 metrar,
þrískipt mastur og hliðarfærsla.
Verð aðeins kr. 1.350 þús.+ vsk.
Nánari upplýsingar í síma 863-4646
MJÖG
GOTT
ÁSTAND
SAMGÖNGUR Vegagerðin mun halda vegum á Vest-
fjörðum opnum alla daga vikunnar næsta vetur.
Þetta tilkynnti Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
vestfirskum sveitarstjórnarmönnum í síðustu viku,
að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is.
Vegagerðin var gagnrýnd harðlega fyrir að moka
aðeins sex daga vikunnar í sparnaðarskyni undan-
farin ár. „Ég fagna því að Vegagerðin skuli vera
búin að taka þessa ákvörðun, þetta hefur verið
ófremdarástand að geta ekki ferðast alla daga
vikunnar,“ segir Birna Lárusdóttir, formaður sam-
gönguráðs, í samtali við bb.is. - bj
BIRNA
LÁRUSDÓTTIR
Breytt stefna Vegagerðarinnar í snjómokstri næsta vetur:
Moka alla daga á Vestfjörðum
MOKAÐ FYRIR VESTAN Undanfarin ár hefur ekkert verið mokað á laugardögum á
vegum á Vestfjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
BORGARFJÖRÐUR
Funda um mál fatlaðra
Velferðarnefnd Borgarbyggðar vill
skoða hvað má betur fara í þjónustu
við fólk með fötlun og boðar í því skyni
til samráðsfundar í kvöld á Borgarbraut
65a. „Þeir sem nota þjónustuna vita
best hvaða breytinga er þörf og eru
notendur og foreldrar og aðrir aðstand-
endur sérstaklega hvattir til að mæta,“
segir í fundarboði.
LÖGREGLUMÁL
Með vopnabúr í heimahúsi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur
kært 21 árs mann eftir að í sumar
fundust í bíl hans og á heimili úðavopn,
slöngubyssa, haglabyssa, loftbyssa,
skammbyssa, raflostsbyssa og skotfæri,
auk hnúajárns, axar, hnífs, fjögurra
kylfa og stunguhnífs. Þá fundust hjá
honum sterar, kannabisefni og smáræði
af amfetamíni.
UMHVERFISMÁL Aðalfundur félagsins Gróður fyrir fólk
verður haldinn í kvöld þar sem nokkrum frambjóð-
endum hefur verið boðið til að ræða hugtakið vist-
vangur og ræða aðkomu sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu að uppgræðslu.
„Þessi samtök hafa starfað að uppgræðslu í 17
ár og eru stofnuð utan um þessa tiltölulegu ein-
földu hugmynd, að nota lífræn úrgangsefni til upp-
græðslu,“ segir Björn Guðbrandur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri GFF.
Hann vísar þar til úrgangs á borð við hrossatað,
hænsnaskít, garðaúrgang og kjötmjöl, svo dæmi séu
tekin. Í stað þess að meðhöndla úrganginn sem slík-
an hafa samtökin gert hann að uppgræðsluefni.
„Þetta höfum við gert í 17 ár og við viljum meina
með framúrskarandi árangri. Nú finnst okkur kom-
inn tími til að kynna þetta fyrir sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu og reyna að fá þau til að gera
þetta með okkur á stærri skala. Þannig að þetta
verði nánast stefnumál sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu. Ekki eitthvað sem lítil samtök gera í sýnis-
hornastíl,“ segir Björn. - skó
Aðalfundur félagsins Gróður fyrir fólk verður haldinn í kvöld:
Vilja fá sveitarfélög í lið með sér
VIÐ LÁGAFELL Á þeim tíu árum sem liðið hafa á milli mynda-
takanna hefur svæðið gerbreyst. MYND/BJÖRN GUÐBRANDUR JÓNSSON
ÚKRAÍNA, AP Að minnsta kosti fjórir hermenn
létu lífið og tugir manna særðust í átökum í borg-
inni Slovjansk í austanverðri Úkraínu í gær.
Uppreisnarmenn, hliðhollir Rússum, áttu
þar í átökum við einingarsinna. Barist var víða
um borgina og voru notuð bæði skotvopn og
sprengjur. Þá sendi Úkraínustjórn fjölmennt her-
lið til borgarinnar Odessa, þar sem tugir manna
brunnu inni á föstudag. Fjölmargir komu til
útfarar eins hinna látnu, sem haldin var í Odessa
í gær.
Þar var verið að jarðsyngja þingmanninn
Vjatsjeslav Markín, sem var þekktur fyrir að
gagnrýna stjórnina í Kænugarði. Margir við-
staddra í jarðarförinni kölluðu hann hetju og
hétu því að hefna hans.
Uppreisnarmenn í austurhluta landsins vilja
meiri sjálfstjórn til handa þeim héruðum í
austan verðu landinu þar sem Rússar eru í meiri-
hluta. Sumir þeirra krefjast hreinlega aðskiln-
aðar frá Úkraínu og sameiningar við Rússland,
rétt eins og gerðist á Krímskaga.
Stefnt er að forsetakosningum í Úkraínu þann
25. maí næstkomandi. - gb
Að minnsta kosti fjórir hermenn létu lífið og tugir manna særðust í átökum í Úkraínu í gær:
Hart var barist í borginni Slovjansk í gær
SORG Í ODESSA Fjölmargir mættu til útfarar þing-
mannsins Vjatsjeslavs Markín, sem brann inni ásamt
tugum annarra á föstudaginn. NORDICPHOTOS/AFP
NÍGERÍA, AP „Ég rændi stúlkunum
ykkar,“ sagði Abubakar Shekau,
leiðtogi samtakanna Boko Haram í
Nígeríu. Þetta er í fyrsta sinn sem
hann viðurkennir að samtökin hafi
rænt hundruðum stúlkna og ungra
kvenna um miðjan síðasta mánuð.
Hann sagði stúlkurnar þræla og hót-
aði að selja þær á markaðstorgi.
Samtökin hafa það yfirlýsta
markmið að sjaríalögum mús-
lima verði komið á í Nígeríu. Þau
hafa undanfarin ár barist fyrir
þessu með ofbeldi og árásum á
skóla, kirkjur og fleiri staði þar
sem almenningur kemur saman.
Árásir þeirra hafa kostað hundr-
uð manna lífið. Nafn samtakanna,
Boko Haram, mun þýða ‚Vestræn
menntun er syndsamleg‘.
Aðstandendur stúlknanna hafa
harðlega gagnrýnt stjórn landsins
fyrir aðgerðaleysi. Jonathan Good-
luck forseti hefur verið sagður láta
sig örlög stúlknanna litlu varða.
Fjölmenn mótmæli gegn stjórn-
inni og forsetanum hafa af þess-
um sökum verið tíð síðustu daga. Í
gær var svo forsetafrúin, sem heitir
Patience Jonathan, sökuð um að
hafa látið handtaka einn helsta leið-
toga mótmælendanna. Tals maður
hennar segir forsetafrúna engin
völd hafa til slíks.
Saratu Angus Ndirpaya, frá
bænum Chibok, fullyrti hins vegar
að tveir lögreglumenn hefðu farið
með sig og Mutah Nyadar, sem er
einn helsti leiðtogi mótmælendanna,
á lögreglustöð á mánudag að loknum
næturlöngum fundi þeirra með for-
setafrúnni á setri forsetans í Abuja.
Sér hefði strax verið sleppt, en
Nyadar sæti enn í haldi. Þær hefðu
báðar verið sakaðar um að vera liðs-
menn Boko Haram. Hún sagði hins
vegar að forsetafrúin hefði á fund-
inum farið mikinn og hótað aðstand-
endum stúlknanna. Hún hefði sagt
aðstandendurna hafa spunnið upp
sögur af mannráninu í því skyni að
sverta ímynd Nígeríustjórnar.
Lögreglan í Nígeríu segir að
meira en 300 stúlkum hafi verið
rænt. Rúmlega 50 þeirra hefur tek-
ist að flýja, en 276 eru enn í haldi
ræningjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Forsetafrúin sögð
hóta aðstandendum
Leiðtogi Boko Haram hefur í fyrsta sinn viðurkennt að samtökin standi á bak við
rán á hundruðum stúlkna um miðjan apríl. Aðstandendur stúlknanna saka for-
setafrú Nígeríu um að hafa látið handtaka einn helsta forystumann þeirra.
Á þessu ári hafa árásir Boko Haram kostað meira en 2.400 manns lífið. Liðs-
menn hreyfingarinnar hafa ráðist á skóla, kirkjur, lögreglustöðvar og herstöðvar.
Lagos
N I G E R Í A
Abuja
N Í G E R
T S J A D
B
E
N
Í
N
K A M E R Ú N
Athafnasvæði
Boko Haram Flóttamenn
Ríki með
Sjaríalögum
Ríki sem hafa lýst yfir neyðarástandi.
Flóttafólk innan landamæranna: 300.000
40,000
13,000
ADAMAWA
BORNO
Maiduguri
BAUCHIKADUNA
ZAMFARA
NIGER
PLATEAU
KOGI
KANO
G
O
M
B
E
YOBE
G Í N E U -
F L Ó I
Chibok
Izghe
2002: Mohammed Yusuf
stofnar Boko Haram.
2009: Boko Haram hefur
vopnaða baráttu.
2013: Árásir samtakanna
kosta meira en 1.800
manns lífið.
Janúar 2014: 16 árásir
kosta 332 manns lífið.
Febrúar: 13 árásir kosta
355 lífið. Árásir á skóla í
Yobe og Borno kosta 96
manns lífið. 25 konum
rænt. 106 drepnir í árás á
bæinn Izghe.
Mars: 1.130 drepnir í 14
árásum.
Apríl: 18 árásir kosta
meira en 570 lífið, þar af
fórust 105 í árás í Zam-
fara-ríki og 75 í sprengju
árás á strætisvagnastöð.
16. apríl: 234 stúlkum
rænt frá skóla í Chibok.
1. maí: Sprengjuárás í
Abuja kostar að minnsta
kosti 19 manns lífið.
UPPREISN Í NÍGERÍU
VEISTU SVARIÐ?