Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 28
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 10 6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1,6 BENSÍNVÉL 180 HESTÖFL Fjórhjóladrif Eyðsla 4,9 l/100 km í bl. akstri Mengun 138 g/km CO2 Hröðun 6,9 sek. Hámarkshraði 220 km/klst. Verð 4.090.000 kr. Umboð Brimborg ● Aksturseiginleikar ● Útlit ● Verð ● Hastur ● Veghljóð FORD FIESTA ST FORD FIESTA ST Finnur Thorlacius reynsluekur S ú ágæta þróun hefur orðið hérlendis að aftur fást nú sport- útgáfur bíla, en þeir hurfu að mestu úr úr- vali umboðanna við hrun. Einn þessara bíla er Ford Fiesta ST sem mikið hefur verið mærður erlendis og kemur það undirrituðum ekki á óvart eftir að hafa prófað hann. Aðrir bílar í þessum flokki sem bjóðast nú eru til dæmis Volks- wagen Golf GTI, Kia Cee´d Pro GT, Renault Clio RS, Peugeot 208 GTI og Skoda Octavia VRS. Allt mjög skemmtilegir bílar og kraftaútgáfur af mörgum af vin- sælustu fólksbílum heims. Það er mikið fagnaðarefni að þessir bílar séu aftur í boði og vonandi finna þeir sem flesta eigendur hérlendis á næstunni. Ódýrastur „hot hatch“-bílanna Ford Fiesta ST er 180 hest- afla og þau koma frá lítilli 1,6 lítra vél með forþjöppu. Þetta afl er nægt til að koma honum í 100 km hraða á 6,9 sekúndum. Hann er því ámóta snöggur og hinir ofantöldu sport bílarnir þrátt fyrir að vera vopnaður færri hestöflum. Þar sem hann er minni og léttari bíll en hinir er hann enginn eftirbát- ur hinna í snerpu. Það jákvæða hins vegar við Ford Fiesta ST er að hann er talsvert ódýr- ari en hinir. Hann kostar aðeins 4.090.000 kr, en hinir eru allir á verði um og yfir 5 milljónir. Renault Clio RS er á 4.990.000, Kia Cee´d GT á 5.490.000, Golf GTI á 5.590.000 og Skoda Oc- tavia VRS á 5.680.000 krónur. Þarna ber talsvert í milli og því má segja að Ford Fiesta ST hafi nokkurt forskot í flokknum um hylli kaupenda, en hafa verður í huga að allir hinna bílanna eru þó nokkru stærri. Mikil akstursgeta Það fyrsta sem ökumaður finnur fyrir við akstur Ford Fiesta ST er hversu harður bíllinn er, alveg glerharður. Það á svo sem ekki að koma á óvart þegar um sportara er að ræða en hægt er að fullyrða að hann sé harð- ari við akstur en allir keppi- nautarnir. Þessi harða fjöðrun hans eykur líka á aksturseigin- leika hans og hann ræður ótrú- lega vel við beygjurnar fyrir vikið. Hrikalega gaman er að henda honum í þær og veg gripið er undarlega mikið. Fyrir vikið er hann trúrri ætlunarverki sínu að vera hreinræktaður sport- bíll sem fórnar nokkuð þægind- unum fyrir aksturseiginleik- ana. Þetta þurfa ökumenn hans bæði að sætta sig við og í leið- inni njóta til fullnustu. Þessi bíll beinlínis hvetur ökumann til að aka rösklega og er það góður eiginleiki. Í leiðinni hvet- ur hann einnig ökumann til að láta hann snúast hratt í hverjum gír og hann nýtur sín best á háum snúningi. Að því leytinu minnir hann á Toyota GT86/Sub- aru BRZ. Beinskiptingin í Ford Fiesta ST hæfir karakter bíls- ins vel og skiptihnúðurinn leik- ur í hendi. Bremsurnar eru einn- ig góðar, enda diskar bæði að framan og aftan, en Ford Fiesta ST er fyrsti Fiesta-bílinn sem er svo búinn. Undarlega mikið tog er í þessari litlu 1,6 lítra vél, svo mikið að furðu vekur, vel gert hjá Ford. Þrátt fyrir að Ford Fiesta ST skorti 20 hestöfl í sam- anburði við Renault Clio, sem einnig þykir mjög skemmtilegur sportbíll, þá hefur Fiestan Clio- bílinn á braut, þökk sé frábær- um aksturseiginleikum hans. Hreinræktaður sportbíll Venjulegur Ford Fiesta er fallegur bíll, en þessi útgáfa hans er enn fallegri og talvert kraftalegri. ST-útgáfa hans er þriggja hurða og þannig verður hann sportlegri bíll og ekki skemma 17 tommu felgurnar. Að innan tekur ekki verra við, flott sportsæti og lagleg innrétting. Gírhnúður og pedalar úr áli gefa honum það sportlega yfirbragð sem honum sæmir. Bíllinn er ekki hlaðinn tæknibúnaði, en ef svo hefði verið hefði hann svikist um ætlunarverkið og verið þyngri bíll sem komið hefði niður á aksturseiginleikum hans. Hann er ætlaður fyrir fólk sem gerir meiri kröfur til aksturs- getu en þæginda. Þannig á það líka að vera. Ástæða er til að minnast á eitt sem ekki gladdi ökumann, en það var mikið veghljóð og virðist einangrun bílsins aðeins ábótavant. Líklega er hér kominn bíll þar sem kaupendur fá einna mest fyrir peninginn hvað akstursgetu varðar. Hann er á frábæru verði og því ætti hann að geta fundið marga glaða kaupendur, en víst er að enginn annar bíll með slíka akstursgetu fæst á 4 milljónir hérlendis. MIKIÐ FYRIR LÍTINN PENING Glerharður, hreinræktaður sportbíll með frábæra aksturseiginleika og á mjög góðu verði. Kemur á óvart Hve öflug þessi litla vél er Ótrúlegt veggrip bílsins Gæði og útlit framsæta Ford Fiesta ST – lítil og sportleg spyrnukerra FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.