Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 2
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Gísli, ætlið þið að spila Síldarvalsinn? „Við spilum síldarvalsinn svo ekki hlaupi í síldina galsinn.“ Gísli Karel Halldórsson er verkfræðingur hjá Verkís sem leggur til að prófaðar verði hljóðbylgjur eða ljós til að fæla síld frá Kolgrafafirði. STJÓRNMÁL Einhverjar til raunir hafa verið gerðar með framboð kristilegra flokka á Íslandi en þær hafa ekki gengið vel, að sögn Gunn- ars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. Kristileg stjórnmálasamtök hafa verið stofnuð og hyggjast þau bjóða fram í Alþingiskosningum árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Samtökin hafna hjóna- vígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum, vilja banna fóstureyð ingar og eru á móti útgjöldum ríkisins vegna kynleiðréttinga. Gunnar Helgi segir að sams konar flokkar byggðir á trúar- hreyfingum hafi starfað í nágranna- löndum okkar, þar sem bann við fóstureyðingum hafi m.a. verið á stefnuskránni. „Það er ákveðinn hópur kjósenda í kringum svona safnaðarstarf sem er fyrir utan meginstrauminn. Það gæti auð vitað verið einhver hljóm grunnur fyrir svona flokki í því starfi, sér- staklega með aðgangi að virk- um félögum, en miðað við fyrri reynslu er það ekki mikill hljómgrunnur,“ segir Gunnar Helgi, aðspurður. Hann bætir við að flokkurinn virðist vera mjög eindreginn í stefnumálum sínum. „ Þessir flokkar eins og í Noregi og Sví- þjóð byggja á mjög gömlum grunni, safnaðarstarfi í frí- kirkjulegum hreyfingum eða í leikmannahreyfingum sem á sér rætur alveg aftur á 19. öld og hafa forverar þeirra verið lifandi hluti af pólitísku lífi í þeim löndum í mjög langan tíma,“ segir Gunnar Helgi. „Það er engin hefð fyrir svona pólitísku, kristilegu starfi á Íslandi sem ég kannast við, þannig að þetta er meira utan við meginstrauminn á Íslandi. Það er því líklegt að það hafi ekki enn slípast af því ýmsir, kannski öfga- kenndari kantar.“ Spurður hvort flokkurinn sé mögulega tímaskekkja, miðað við eindregin stefnumál sín, segist hann búast við því að lang flestum kjósendum finnist það. „En það eru til kjósendur sem þetta höfð- ar til og það er engin mæling á því hversu mikinn hljómgrunn þetta fær fyrr en við höfum ein- hverjar kannanir. En mér finnst allar líkur á því að það sé ekki mikill grundvöllur fyrir þessu.“ freyr@frettabladid.is GUNNAR HELGI KRISTINSSON Ólíklegt að flokkur- inn fái hljómgrunn Misheppnaðar tilraunir hafa verið gerðar með framboð kristilegra flokka á Íslandi. Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að slíkur flokkur fái hljómgrunn hér á landi. Í Noregi og Svíþjóð byggja kristilegir flokkar á gömlum grunni frá nítjándu öld. STOFNANDI Jón Valur Jensson er einn af stofnendum kristilegra stjórnmálasamtaka á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Að sögn Gunnars Helga Kristinssonar hafa kristilegir flokkar í Svíþjóð og Noregi verið litlir þó svo að t.d. Kjell Magne Bondevik úr kristilega demó- krataflokknum hafi orðið forsætisráðherra Noregs. „Þessir flokkar hafa orðið til sem viðbrögð við afhelgun samfélagsins, sem varð áberandi á milli 1960 og 1970. Þeir höfða til fólks sem vill hafa trúarleg gildi í meiri hávegum en kannski samfélagið gerir yfirleitt. Það saknar þessara eldri tíma þar sem kirkja var meiri hluti af daglegu lífi fólks og berst gegn hlutum eins og fóstur- eyðingum,“ segir Gunnar Helgi. „En það er engin hefð fyrir því að þetta sé átakamál á Íslandi, ekki í hinu stóra samhengi. Það er langsamlega líklegast að þetta fái ekki mikinn hljómgrunn en maður veit auðvitað aldrei.“ Viðbrögð við afhelgun samfélagsins FERÐAÞJÓNUSTA Áætlað er að sam- tals 89 skemmtiferðaskip hafi við- komu í Reykjavík í sumar og að farþegar í þessum skipum verði á bilinu 95 til 98 þúsund. Aldrei hefur slíkur fjöldi skipa og farþega komið hingað áður. Mikil stígandi hefur verið í komu farþegaskipa síðasta áratuginn. Samhliða hafa stærri skip en áður lagt hingað leið sína og þar af leið- andi hefur farþegum fjölgað mikið og koma nú tvöfalt fleiri með hverju skipi að meðaltali en fyrir tíu árum. Árið 2003 voru skemmtiferða- skipin í Reykjavík 50 talsins og með þeim komu ríflega 31 þúsund farþegar. Í fyrra voru skipin 80 og farþegarnir yfir 92 þúsund, sem er metfjöldi farþega fram til þessa. Flest skip til þessa komu hins vegar árið 2008 eða 83 skip með samtals rúmlega 59 þúsund farþega. Sem fyrr segir er áætlað að far- þegarnir í ár verði allt að 98 þúsund, sem yrði sex prósenta fjölgun frá í fyrra. Fyrsta skipið kemur 19. maí en það síðasta 29. september. - gar Fjöldi skemmtiferðaskipa í sumar slær öll fyrri met og farþegafjöldi einnig: Skipafarþegar verða 98 þúsund Á LEIÐINNI Skemmtiferðaskipin fara senn að skríða að landi í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Nefndinni er ætlað að fara yfir þróun á starfsemi annarra seðla- banka og löggjöf á sviði peninga- mála og efnahagsstjórnunar. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu er markmiðið að treysta trúverðugleika og sjálf- stæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum. - skó Nefnd sérfræðinga skipuð: Rýnt í lögin um Seðlabankann SPURNING DAGSINS SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR UTANRÍKISMÁL Bandarísk flugsveit er væntanleg hingað til lands í næstu viku til að sinna loftrýmisgæslu sem ríki Atlantshafsbandalags- ins hafa sinnt hér á landi af og til undanfarin ár. Alls munu um 220 hermenn taka þátt í verkefninu, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslu Íslands. Af þeim verða um fimmtán staðsettir á Akureyri þar sem staðsetja á þotugildrur og flugvita. Flugsveitin kemur með F-15-orrustuþotur, C-130-björgunarflug- vélar og eldsneytisbirgðavél. Sveitin er væntanleg 12. maí og mun fara af landi brott aftur í byrjun júní. - bj 220 hermenn taka þátt í að vakta loftrými Íslands: Bandarísk flugsveit væntanleg ÆFA Á ÍSLANDI Bandarískir flugmenn munu æfa aðflug að Akureyrarflugvelli og mögulega flugvellinum á Egilsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL Mikil reiði er á meðal starfsmanna Isavia eftir að vinnustundir í verkfalli voru dregnar frá launum þeirra um mánaðamótin, einnig af þeim starfsmönnum sem voru í vaktafríi. Jafnvel er talin hætta á að nýgerðir kjarasamn- ingar verði felldir vegna þessa. Isavia ber fyrir sig dómafordæmi í málinu. Samkvæmt þeim kjarasamningi sem þrjú stétt- arfélög skrifuðu undir við Isavia á dögunum og greiða á atkvæði um næstkomandi föstudag fram til þriðjudags í næstu viku, áttu allir starfsmenn Isavia að fá hundrað þúsund króna eingreiðslu. Þeim brá hins vegar mörgum í brún þegar þeir sáu launaseðilinn þessi mánaðamótin því búið var að draga af laununum fyrir þann tíma sem verk- fallið stóð yfir. Talsmaður Isavia segir ekki rétt að dregið hafi verið af launum þeirra sem unnu á undanþágu. Hins vegar sé það algilt að laun séu dregin af fólki vegna vinnustöðvana. „Ég hefði viljað að haft hefði verið meira samráð við félagið. Við erum að reyna að vinna að lausn þessa máls með samtölum við yfirmenn Isavia og eigum við ekki að vona að okkur takist það,“ sagði Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmála- starfsmanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. - hmp Starfsmenn Isavia óánægðir eftir að dregið var af launum vegna aðgerða: Nýgerður samningur í hættu VINNUSTÖÐVUN Starfsmenn Isavia hafa nefnt að fella kjara- samninginn nýja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANMÖRK Íslenska skyrið virðist hafa bjargað rekstrinum hjá danska afurðafélaginu Thise. Rekstrar niðurstaða félagsins fyrir síðasta ár var sú besta í áratug. Fram kemur í frétt á vef Lands- sambands kúabænda að skýringin á góðu gengi félagsins sé skyr sem það framleiðir eftir íslenskri upp- skrift með sérstakri heimild frá MS. Skyrsalan stóð undir nærri fimmtungi af veltu Thise á síðasta ári. Thise var fyrsta afurðastöðin í Danmörku sem hóf framleiðslu á skyri. Framleiðslan hjá fyrir- tækinu hófst árið 2006, en nú hafa fleiri afurðastöðvar tekið við sér og byrjað að framleiða skyr. - bj Viðsnúningur hjá Thise: Skyrið bjargar dönsku félagi VIÐSKIPTI Reykjavíkurborg hefur gert samning um kaup á allt að tólf metanknúnum sorphirðu- bílum. Fyrstu fjórir bílarnir verða afhentir í október og kosta 217 milljónir króna. Þrír eru með tvískiptum sorp- kassa þannig að hægt er að sækja tvo flokka af úrgangi samtímis. Sá fjórði er með krana. „Það er mikið hagræði að þessum bílum,“ segir Guðmundur Benedikt Friðriksson, skrifstofustjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði. „Við þurfum ekki að senda tvo bíla í hverja götu heldur getur sami bíllinn tekið blandaðan úrgang og pappír í tví- skipta hólfið.“ - fb Borgin gerir samning: Kaupir fjóra metansorpbíla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.