Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2014, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.05.2014, Qupperneq 30
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 12 6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR Það eru ekki slæmar tölur sem Audi TT Offroad-bíllinn státar af, en hann var fyrst sýndur al- menningi á bílasýningunni í Pek- ing nýlega, sem hugmyndabíll. Þessi bíll verður líklega ein af nokkrum gerðum TT-bíla, en Audi hefur hugsað sér að búa til heila fjölskyldu TT-bíla. Þessi tiltekni bíll er eins konar jepplingur en þó ekki af neinni venjulegri gerð. Fyrir það fyrsta er hann tvinn- bíll sem eigendur hlaða heima hjá sér, en hann er líka ákaflega öfl- ugur bíll með sín 408 hestöfl og sendir þau að sjálfsögðu til allra hjólanna. Aflið kemur frá 2,0 lítra forþjöppuvél sem er 292 hestöfl og rafmótorum bæði framan og aftan sem bæta við 116 hestöflum. Sam- tals er tog drifrásarinnar 650 Nm. Með öllu þessi afli er hann að- eins 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraði hans er takmark- aður við 250 km/klst. Þetta eru allt ágætar tölur en það sem ef- laust mestu máli skiptir er að bíll- inn eyðir aðeins 1,9 lítrum. Auk þess er hann einkar umhverfis- vænn og mengar aðeins 45 g/km af CO2. Hann hlýtur því að fá frítt í tvö stæði í Reykjavík í 90 mín útur í senn! Fyrstu 50 kílómetrana má aka aðeins á rafmagni og heildar- drægi bílsins er 880 kílómetrar. Í bílnum er stór 12,3 tommu að- gerðaskjár og stjórnar bílstjórinn flestu því sem stjórna má í framúr- stefnulegri þrívíddargrafík. 408 hestöfl og 1,9 lítra eyðsla Audi TT Offroad. Ford hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fyrsta fjórðung þessa árs og það var ekki til að gleðja hluthafa að hagnaðurinn minnk- ar um 39% frá árinu í fyrra. Hagnaðurinn var þó 118 millj- arðar króna, en var 185 milljarð- ar í fyrra. Allur hagnaður Ford kemur á heimavelli í Bandaríkj- unum og gott betur en það því þar hagnaðist Ford um 170 millj- arða króna. Verra gengi annars staðar í heiminum dregur niður hagnað Ford. Í Evrópu nam tapið 22 milljörðum króna en minnk- aði þó verulega frá fyrra ári, er tapið var 48 milljarðar. Annað markaðssvæði sem Ford tapaði á er S-Ameríka og var tapið þar 58 milljarðar og jókst úr 25 milljörð- um frá því í fyrra. Reksturinn í Kína og annars staðar í Asíu skilaði þó 33 millj- arða króna hagnaði. Ford hagnað- ist einnig á starfsemi sinni í Mið- austurlöndum og Afríku og skil- aði hún 6 milljörðum í kassann. Ford seldi 6% fleiri bíla á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra, en salan í Bandaríkjunum minnk- aði samt um 3%. Í þessu upp- gjöri Ford nú verður að taka til- lit til þess að Ford setti til hliðar 45 milljarða króna í sjóð sem not- aður verður ef til skyndilegra innkallana kemur. Ef sá sjóður hefði bæst við hagnaðinn hefði hann aðeins orðið 12% minni en í fyrra, ekki 39% minni. Hagnaður Ford minnkar um 39 prósent Eins konar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstak- lega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjöl- skyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volks- wagen ætla að búa til litla fjöl- skyldu retró-bíla sem renna í hjólför endurvakningar Bjöll- unnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endur- vakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volks- wagen að kynna nýja gerð Bjöll- unnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugri vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunnar, en ást margra á Rúgbrauðinu er líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goð- sagnakennda bíl. Volkswagen íhugar retró-bílalínu Volkswagen Bulli ber sterkan svip af Rúgbrauðinu gamla. E N N E M M / S ÍA / N M 6 11 6 2 ix35 Vandaður - fj rhj ladrifinn N i b llinn er Hyundai *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un b ei ns ki pt s ix 35 í bl ön du ðu m a ks tr i Hyundai ix35, d sil, beinskiptur – Verð: 5.790.000 kr. Hyundai ix35, d sil, sj lfskiptur – Verð: 6.390.000 kr. Fj rhj ladrifinn / hiti st ri / hiti fram- og aftursætum / HAC brekkubremsa / bakkmyndav l / fjarlægðarskynjarar að aftan og framan / eldsneytisnotkun 5,5 l/ 100 km* 5 ra byrgð takmarkaður akstur Hyundai – Kauptúni 1 – Beint á móti IKEA – Sími: 575 1200 GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.