Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 SINFÓ, ASHKENAZY OG ÓLAFUR KJARTAN Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tón- leikum í Eldborg, Hörpu, á fimmtudag, 8. maí, kl. 19.30. Barí- tónsöngvarann Ólafur Kjartan Sigurðarson túlkar magnaðan ljóðaflokk, Söngvar og dansar dauðans eftir Mússorgskíj. Á efnisskránni er einnig 1. sinfónía Brahms og Dauðraeyjan eftir Rakhmanínov. H rönn Harðardóttir, 30 ára við-skiptafræðinemi, sýndi fádæma dugnað og seiglu í sjónvarpsþátt-unum Biggest Loser Ísland á dögunum og endaði í þriðja sæti keppninnar. Hún missti alls 49,6 kíló í keppninni. Á tímabili virtist sem eitthvað stæði í vegi fyrir þyngdartapi Hrannar og lék grunur á að um fæðuóþol væri að ræða. En fæðu óþol er þekkt fyrir að geta tafið fyrir þyngdartapi. Allir keppendur geng-ust í kjölfarið á þessu undir fæðuóþols-próf frá Food Detective. ÓÞOL FYRIR 30 FÆÐUTEGUNDUMEftir mælinguna kom í ljós að margir keppendur höfðu óþol fyrir ákveðnum fæðutegundum en Hrönn kom lang-verst út og mældist með óþol fyrir 30 fæðutegundum. Í kjölfarið breytti hún mataræðinu og byrjaði vigtin fljótlega að gefa sig, sem endaði með þessum líka frábæra árangri! Í SKÝJUNUM MEÐ ÁRANGURINNÞegar keppninni var lokið tók Hrönn aftur fæðuóþolsprófið og kom í ljós að líkaminn hafði sigrast að nokkru leyti á vandamálinu. Þó reyndust átta fæðuteg- undir enn valda talsverðum einkennuog hefur Hrön þ LÉTTIST UM 49,6 KÍLÓGENGUR VEL KYNNIR Food Detective-fæðuóþolsprófið sem meðal annars hjálpaði Hrönn Harðardóttur, einum keppanda Biggest Loser Ísland, að halda áfram að léttast eftir að hún tók út úr mataræðinu þær fæðutegundir sem hún mældist með óþol fyrir og gátu mögulega staðið í vegi fyrir frekara þyngdar- tapi hjá henni. Hundaskóli Heimsenda Hunda Grunn-Hlýðni byrjar 7 maí. Fyrir alla hunda frá 4 mánaða aldri Uppl í sima 897 1992 Nýtt námskeið hefst 26. september Nýtt námskeið hefst 17. apríl Næs a námskeið hefst 12. júní Næsta námskeið hefst 2. a ríl 2014 Næsta námskeið hefst 7 .mai 2014 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 BÍLAR 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 6. maí 2014 105. tölublað 14. árgangur LÍFIÐ Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson slá í gegn með fata- hönnun sinni Inklaw. 30 SPORT Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson kólnaði ekkert niður þrátt fyrir kaldan vetur. 26 FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT ht.is ÞVOTTAVÉLAR Álfasalan hefst á morgun! SKOÐUN Teitur Guðmundsson læknir veltir fyrir sér merkingu orða og skrifar um baktal og þursabit. 13 10-50% AFSLÁTTUR ht.is WHIRLPOOL DAGAR TÓNLIST Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Kaupmanna- höfn í kvöld og er framlag Íslend- inga, hljómsveitin Pollapönk, númer fimm í röðinni. Tíu lönd komast áfram í úrslit sem verða laugardagskvöldið 10. maí. „Stemningin er fín. Við erum aðeins búnir að fínpússa atriðið og það er smá viðbót sem er skemmti- leg,“ segir Valgeir Magnússon sem er með Eurovision-hópnum í Kaupmannahöfn. General prufa var haldin í gærkvöldi og nóg hefur verið að gera hjá Pollapönk- urum í alls kyns teitum og á blaðamannafund- um. Valgeir segir að Pollapönkar- ar ætli að nota daginn í dag til að hlaða batt- eríin. „Þetta leiðir sig ein- hvern veginn sjálft áfram og sá tími sem er óráðstafaður er mest notaður til að hvíla sig, hlusta á tónlist og eitthvað slíkt.“ Með blaðinu í dag fylgir kosn- ingaseðill þar sem lesend - ur geta spáð um hvaða lönd komast áfram. - lkg / sjá síðu 24 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefst með fyrri úrslitakeppni: Atriðið fínpússað með viðbót Bolungarvík 10° A 6 Akureyri 9° A 6 Egilsstaðir 9° SSA 7 Kirkjubæjarkl. 10° SA 7 Reykjavík 12° A 7 VÆTA SA-TIL Í dag verða austan 5-10 m/s og dálítil væta einkum SA-til en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hiti 5-15 stig, mildast inn til landsins NV-til. 4 STJÓRNMÁL Frambjóðendur í efstu sætum á fyrri lista Framsókn- arflokksins til komandi borgar- stjórnar kosninga voru beðnir um að skrifa undir sjálfsskuldar ábyrgð fyrir lántöku í tengslum við kosn- ingabaráttuna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var sjálfsskuldar ábyrgðin mismikil eftir sætum en ætlast var til þess að oddviti listans gengist undir hæstu ábyrgðina eða um átta og hálfa milljón króna. Annað sæti listans átti að gangast undir ábyrgð upp á fimm og hálfa milljón, það þriðja upp á þrjár og hálfa milljón og næstu tvö sæti upp á eina og hálfa milljón króna hvort. Beiðni um sjálfsskuldarábyrgð kom fram á fundi frambjóðenda og kjör- nefndar Framsóknarflokksins fljótlega eftir að raðað var á lista en var slegin út af borðinu af fram- bjóðendum. Enginn í efstu sætum listans var tilbúinn að skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stóð fjárhagur framboðs Framsóknarflokksins veikum fótum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem sat á lista Framsóknar í Reykja- vík, segir að margar hug myndir hafi verið uppi um fjármögnun framboðsins. „Ein þeirra leiða var að fjársterkir einstaklingar myndu styrkja framboðið um meira en 400 þúsund en styrkirnir yrðu skráðir sem kaup á happdrættismiðum.“ Fréttablaðið hefur ekki heimildir fyrir því að þessar hugmyndir hafi orðið að veruleika. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasam- taka er flokkum óheimilt að taka á móti fjárframlögum yfir 400 þús- und krónum. Þorsteinn Magnússon, gjald- keri kjördæmaráðs Framsóknar- flokksins í Reykjavík, segist ekki vita nákvæmlega hvaða fjár öfl- unar hugmyndir hafi verið ræddar. Hann fullyrðir hins vegar að ekkert happdrætti hafi verið haldið og að öll framlög sem þegin hafi verið séu vel innan þeirra marka sem lög kveða á um. Þórir Ingþórsson, formaður kjör- dæmaráðsins, vill ekki staðfesta að frambjóðendur hafi verið beðnir um að ganga í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir framboðið. „Ég get staðfest að kosningabaráttan er ekki fjár- mögnuð með lántöku,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum síð- astliðinna vikna nær Framsókn- arflokkurinn ekki inn manni í borgar stjórn en flokkurinn þurrk- aðist út úr borgarstjórn í síðustu kosningum. snaeros@frettabladid.is Frambjóðendur beðnir að undirrita sjálfsskuldarábyrgð Mörgum hugmyndum var velt upp til að fjármagna framboð Framsóknarflokksins í borginni áður en listinn var sameinaður flugvallarvinum. Frambjóðendur í efstu sætum voru ekki tilbúnir að skuldsetja sig fyrir listann. Ég get staðfest að kosningabaráttan er ekki fjármögnuð með lántöku. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknar í Reykjavík. TÍU TÍMAR Á SJÓ Theódór Ólafsson kom með rúman skammt að landi í Hafnarfirði, fyrsta dag strandveiða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Úrgangur eins og frá stórri borg Formaður N-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. 10 Fær ólíklega hljómgrunn Mis- heppnaðar tilraunir hafa verið gerðar með framboð kristilegra flokka hér á landi. 2 Forsetafrú sökuð um hótanir Leiðtogi Boko Haram hefur viður- kennt að samtökin standi á bak við rán á hundruðum stúlkna í Nígeríu um miðjan apríl. 6 Aðstoðarforstjóri ráðinn Auka á hlutafé 365 um nærri milljarð króna og nýir fjárfestar á leið í eigenda- hópinn. Sævar Freyr Þráinsson nýr aðstoðarforstjóri. 8 SJÁVARÚTVEGUR „Það er alveg dásamlegt að fá að djöflast í þessu. Strandveiðin er alveg frá- bær,“ segir Theódór Ólafsson sjómaður. Hann landaði í Hafnar- fjarðarhöfn í gær eftir vel heppn- aðan veiðidag. „Ég var með 790 kíló, sem er aðeins yfir skammtinum. Það getur verið erfitt að átta sig á þessu upp á kíló,“ segir Theódór, sem hefur stundað strandveiðar á hverju sumri frá því þær voru settar á. Hann veiðir einnig grá- sleppu á vorin. „Ég lagði af stað klukkan fimm í nótt og var í landi klukkan þrjú. Hann gaf sig í morgunsárið og var tregari eftir hádegi. Það er þó víða fiskur hérna á flóanum.“ Hann segir veðrið í Faxaflóanum hafa verið æðislegt og segist ætla að rífa sig af stað aftur nú í morgun- sárið. - skó Með skammtinn að landi: „Dásamlegt að djöflast í þessu“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.