Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 4
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 51 togari var gerður út frá Ís-landi við lok síðasta árs og hefur þeim fækkað um níu frá árinu 2008 þegar 60 togarar voru skráðir hér á landi. Opnum bátum fjölgaði hins vegar úr 700 í 862 á sama tímabili og vél- skipum hafði fjölgað úr 700 í 783. HEILBRIGÐISMÁL Bæjarráð Akur- eyrar telur að rekstur Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri eigi heima í höndum bæjarins, eins og verið hefur undanfarin 17 ár. Á fundi sínum nýverið tók ráðið undir bókun félagsmálaráðs bæjarins þessa efnis. Félagsmálaráð lagði til að bæjar stjóra yrði falið að ganga til viðræðna við velferðarráðuneytið um nýjan samning og undir það tekur bæjarráð. Þá skorar bærinn á Alþingi að taka fjárveitingar til heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta. - bj Bæjarráð Akureyrar ályktar: Vilja sjálfir reka heilsugæsluna VIÐSKIPTI Fríverslunarsamningur EFTA og Kanada, viðskipti og fjár- festingar voru til umræðu á fundi í Reykjavík í gær. Þá var rætt hvort ástæða væri til að hefja við ræður um að endurskoða og víkka út samninginn svo hann taki einnig til þjónustuviðskipta, opinberra innkaupa og hugverkaverndar. Fastafulltrúi Íslands gagnvart EFTA, Martin Eyjólfsson sendi- herra, leiðir viðræðurnar fyrir hönd EFTA. Fundum verður fram- haldið í dag. - fb Fulltrúar EFTA á ferð: Ræddu saman um viðskipti NEYTENDUR Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1.480 Yaris-bifreiðum vegna bilunar í festingu í mælaborði fyrir stýris- súlu. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2009, að því er segir í frétt á vef Neytendastofu. Þar segir að ef stýrishjóli sé endurtekið snúið harkalega í botn til hægri eða vinstri geti suður á festingu fyrir stýrissúluna brotn- að frá burðarbita í mælaborði. Toyota mun senda bréf vegna þessarar innköllunar til hlutað- eigandi bifreiðaeigenda. - ibs Umboð Toyota á Íslandi: Innkalla nær 1.500 Yarisa ORKUMÁL Rennsli í miðlunar- lón Landsvirkjunar er tekið að aukast og því hefur fyrirtækið dregið úr skerðingu á afhend- ingu orku til stórnotenda. Gripið var til skerðingarinnar vegna slæmrar stöðu í lónunum í lok febrúar. Í byrjun maí var dregið um helming úr skerðingu til stórnot- enda, og vonir standa til þess að hægt verði að veita alla umbeðna orku fyrir lok mánaðarins, að því er fram kemur á vef Lands- virkjunar. Spár gera ráð fyrir því að rennsli í miðlunarlón muni aukast áfram á næstunni. - bj Rennsli í miðlunarlón eykst: Stórnotendur fá meiri orku MENNINGARMÁL Skagfirðingar munu ekki þiggja 140 ára gamla íbúðarhúsið að Hraunum í Fljót- um ef bæjaryfirvöld staðfesta ákvörðun menningarnefndar sveitarfélagsins. „Með tilvísun í forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga telur nefndin ekki rétt að þiggja húsið til varðveislu þar sem sveitarfé- lagið á nú þegar hús sömu gerðar, það er Áshúsið í Glaumbæ, enda væri verulega kostnaðarsamt að flytja og endurbyggja húsið á nýjum stað,“ segir menningar- nefndin. Hraunahúsið þykir hafa mikið varðveislugildi en eigendur þess vilja losna við það af jörð sinni. - gar Skagfirðingar hafna húsi: Þykir of dýrt að gera Hraun upp HRAUN Innan steypunnar leynist timburhús. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓR HJALTALÍN ORKA Stórnotendur geta átt von á því að ákveðið hlutfall af þeirri orku sem þeir kaupa skerðist ef lítið vatn er í miðlunarlónum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÁVARÚTVEGUR Á milli 750 og 770 skip voru á sjó í gær þegar mest var, samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga. Þar af voru tæp- lega 400 strandveiðibátar. Það mun þó ekki vera mikið miðað við oft áður, en mest hafa um þúsund skip verið á sjó í einu. Í gær höfðu Fiskistofu borist um 430 umsóknir um strandveiðileyfi, en á fyrsta degi veiða í fyrra voru þær 465. Fyrir daginn í gær höfðu 380 leyfi verið virkjuð og því ljóst að ekki komust allir af stað sem vildu. Umsóknir á svæði A eru 199, á svæði B eru þær 79, á svæði C eru þær 56 og á svæði D eru þær 94. Eldur kom upp í stýrishúsi strandveiðibáts á Breiðafirði í gærmorgun. Einn maður var um borð og gekk honum vel að slökkva eldinn, en báturinn var þó vélar- vana og þurfti að draga hann í land. Ekkert annað alvarlegt atvik kom upp í gær, samkvæmt Vaktstofunni, en þó urðu einstaka bilanir. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hafnarverði hring- inn í kring um landið til að kanna hvernig veiðar hefðu gengið. Vel gekk á vestanverðu landinu og virðist sem mörgum hafi tekist að fá skammtinn, sem er 650 kíló talið í þorskígildum. „Það er nóg að gera hérna í Ólafsvík,“ segir Þórður Björns- son hafnarvörður. Um 35 bátar reru frá Ólafsvík í gær. „Það var ágætis fiskirí og flestir komu með skammtinn. Þetta er alveg ljóm- andi og það er bara gaman að þessu,“ segir Þórður. „Þetta er bara fínt og það hefur öllum gengið vel almennt,“ segir Heiðar Hermannsson, hafnar- vörður í Bolungarvík. Hann segir um 27 til 30 báta hafa róið þaðan. Hann segir flesta hafa náð skammtinum og fiskurinn hafi verið fínn. „Þetta er bara í fínu lagi og það gengur bara vel.“ Á Húsavík gengu veiðar ekki vel í gær og af þeim sex bátum sem reru þaðan fékk enginn yfir 200 kíló. „Þetta var frekar dap- urt fyrsta daginn, en það mesta sem náðist voru 195 kíló,“ segir Hjálmar Hjálmarsson, hafnar- vörður á Húsavík. Hann segir að bátum sem róið sé frá Húsavík eigi eftir að fjölga en einhverjir, sem enn séu á grásleppuveiðum, ætli á strandveiðar. Tólf til fimmtán fóru til veiða frá Djúpavogi. „Það gekk vel og flestir þeirra náðu um það bil skammtinum,“ segir Stefán Guð- mundsson hafnarvörður. Frá Hornafirði fór enginn á sjó í gær vegna brælu. samuel@frettabladid.is Færri bátar héldu til veiða að þessu sinni Fyrsti dagur strandveiða þetta sumarið var í gær og fór mikill fjöldi báta á sjó af því tilefni. Um 430 umsóknir um strandveiðileyfi höfðu borist Fiskistofu. Veiðarnar virðast hafa farið vel af stað þó að bræla hafi verið við sunnanvert landið. HALDIÐ TIL VEIÐA Fjöldi báta var á sjó í gær, en þó fækkar þeim á milli ára. Veiðar gengu vel víða um land, en þó ekki á Húsavík og bræla var við sunnanvert landið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NOREGUR Kínverski fjárfestir- inn Huang Nubo beinir nú sjónum sínum að Noregi þar sem hann hefur hug á að fjárfesta fyrir 660 milljónir norskra króna, eða tæpa 12 milljarða íslenskra króna, næstu fimm til tíu árin. Samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar tekur Huang fram að hann hafi ekki hætt við áform sín á Íslandi. Framvindan sé hæg en hann geti beðið. Eins og áður neitar Huang því að áætlanir hans séu af pólitískum toga en hann segir þó að auðvitað kanni hann hvaða afstöðu land sem hann vill fjár- festa í hafi til Kína. Sam skiptin milli norskra og kínverskra stjórnvalda hafa verið stirð undan- farin ár. Kín- versk yfirvöld eru þó ánægð með að norska stjórnin skuli hafa neitað að taka á móti Dalai Lama þegar hann kemur til Óslóar í þessari viku. Huang segir að hefði norska stjórnin tekið á móti Dalai Lama hefði það komið niður á áætlunum hans um fjárfestingar. Kínversk stjórnvöld hefðu þá ekki getað sam- þykkt slíkan samning. Í fyrra gerði hann samning við listasöfnin í Bergen um 9,5 millj- óna norskra króna, rúmlega 180 milljóna íslenskra króna, framlag gegn því að þau skiluðu sjö hvítum marmarastyttum sem hurfu frá Kína þegar greipar voru látnar sópa um kínverska höll á nítjándu öld. - ibs Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo beinir sjónum sínum að Noregi: Ekki hættur við á Íslandi HUANG NUBO Það var ágætis fiskirí og flestir komu með skammtinn. Þetta er alveg ljómandi og það er bara gaman að þessu. Þórður Björnsson, hafnarvörður í Ólafsvík AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ÚRKOMULÍTIÐ Einkar milt og rólegt veður áfram á landinu næstu daga. Dálítil væta sunnan og austan til í dag og eystra á morgun, en annars úrkomulítið og bjart veður. 10° 6 m/s 11° 5 m/s 12° 7 m/s 10° 13 m/s 3-8 m/s. 5-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 19° 32° 7° 17° 17° 10° 23° 12° 12° 22° 17° 25° 25° 19° 22° 21° 14° 22° 10° 7 m/s 8° 8 m/s 9° 7 m/s 8° 10 m/s 9° 6 m/s 14° 6 m/s 5° 7 m/s 15° 11° 10° 6° 10° 9° 8° 5° 10° 5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.