Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 8

Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 8
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 STJÓRNSÝSLA Dráttur á málsmeð- ferð landlæknis vegna bótakröfu móður vegna læknamistaka sem kostuðu son hennar lífið varð til þess að ríkislögmaður hafnaði bótakröfu móðurinnar. Umboðs- maður Alþingis telur að ekkert í lögum komi í veg fyrir að heil- brigðisráðherra bæti konunni sonar missinn. Ríkislögmaður hafnaði bóta- kröfunni á þeim grundvelli að hún væri of seint komin, réttur móður- innar til bóta væri fyrndur. Sonur konunnar lést árið 2001 og bóta- kröfunni var hafnað árið 2012. Móðirin sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna máls- ins og kvartaði undan töfum á afgreiðslu málsins hjá landlækni og afgreiðslu ríkislögmanns. Umboðsmaður hefur ekki lokið umfjöllun um málið en bendir móðurinni á að krefja heilbrigðis- ráðuneytið um bætur. Í ákvörðun ríkislögmanns segir að engu breyti þó land- læknir hafi verið með málið til skoðunar lengi. Þá segir í svari velferðarráðuneytisins við fyrir- spurn umboðsmanns að álits- gerð landlæknisembættisins sé ekki forsenda fyrir bótakröfu og umfjöllun embættisins rjúfi ekki fyrningu. Umboðsmaður Alþingis hefur í kjölfarið skrifað heilbrigðisráð- herra og ríkislögmanni bréf þar sem komið er á framfæri ábend- ingum vegna málsins, þótt mál- inu sé ekki formlega lokið hjá umboðsmanni. Í bréfi sínu bendir umboðs- maður Alþingis á að ákvörð- unarvald um bætur liggi hjá heilbrigðisráðuneytinu, ekki ríkis lögmanni. Þá bendir umboðs- maður Alþingis á að þó að þau sjónarmið séu uppi að krafan sé fyrnd sé ekkert í lögum sem banni ráðuneytinu að taka ákvörðun um að rétta hlut móðurinnar vegna sonarmissisins „telji [ráðuneytið] á annað borð að stjórnvöld hafi valdið henni tjóni með bótaskyldri háttsemi“. - bj Móður drengs sem lést á Landspítalanum synjað um bætur vegna sonarmissis þar sem landlæknir var lengi að fjalla um málið: Má greiða bætur þrátt fyrir drátt segir umboðsmaður LANDSPÍTALINN Sonur konu sem krefur ríkið um bætur lést á Landspítal- anum árið 2001. Bótakröfu hennar var hafnað árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is NAPOLI hitastýrt sturtusett 29.990 Reykjavík - Reykjanesbæ Lærðu að spíra og gerja bæði fræ og grænmeti, rækta hveitigras, búa til kornsafa og súrkál og nota probiotics í ostagerð. Lærðu á lifandi fæði og hráfæði með Eddu! Sýnikennsla og smakk verður á staðnum og allar uppskriftir fylgja. HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5 KL. 18.30 – 20.30 Nánari upplýsingar og skráning á edda@47.is eða í síma 615 3375 EDDA MAGNÚSDÓTTIR Edda Magnúsdóttir er MS mat- vælafræðingur og hráfæðikennari frá Living Light Culinary Arts Institute 2011. Hún hefur diploma frá Ann Wigmore stofnuninni og hefur sótt námskeið hjá Victoríu Boutenko sem kallast LifeRetreat. miðvikudagur 14. maí 6.900 kr. Ársfundur Vina Vatnajökuls - hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs Ársfundur Vina Vatnajökuls verður haldinn, mánudaginn 12. maí 2014 kl. 16:00 á hótel Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin SVÍÞJÓÐ Meðal þeirra 50 sveitar- félaga í Svíþjóð sem tóku á móti fæstum flóttamönnum miðað við íbúafjölda voru 39 undir stjórn borgara- legra flokka en aðeins tvö undir stjórn vinstrimanna, samkvæmt könnun sænska ríkissjónvarps- ins. Haft er eftir Fredrik Rein- feldt forsætis- ráðherra að flóttamenn hafi frjálst val um búsetu. Það kunni að vera skýring. Það að auki er oft sagður hús- næðisskortur í sveitarfélögum undir stjórn hægri manna við stórar borgir. - ibs Hafa frjálst val um búsetu: Færri í „bláum“ sveitarfélögum FREDRIK REINFELDT TÆKNI Advania undirbýr nú bygg- ingu 2.500 fermetra gagnavers á Fitjum í Reykjanesbæ. Fyrirtækið rekur nú þegar gagnaver í Hafnar- firði, en rekstur þess mun haldast óbreyttur. „Undirbúningur er nú þegar hafinn og ef vel gengur með fram- kvæmdir og öflun viðskiptavina mun fyrsti áfangi verða tekinn í notkun í ár. Fitjar eru mjög hentugt svæði fyrir gagnaversstarfsemi og aðgengi að orku er gott. Fyrir okkur sem rekum gagnaver skipt- ir mestu máli að hafa gott aðgengi að orku og svölu lofti sem hjálpar til við að kæla tölvubúnað á um- hverfis vænan og hagkvæman hátt,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania. Í tilkynningu frá fyrir tækinu segir að 80 alþjóðlegir aðilar nýti nú þjónustu gagnavers Advania. Gestur G. Gestsson forstjóri segir það forgangsmál hjá fyrir- tækjum um allan heim að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Með nýja gagnaverinu geti fyrir- tækið boðið græna orku og fyrirsjá- anlegan orkukostnað til langs tíma. „Það er einnig ánægjuefni að geta stuðlað að uppbyggingu atvinnu- lífsins í Reykjanesbæ með þessari framkvæmd,“ segir Gestur. - skó Nýtt gagnaver Advania í Reykjanesbæ fyrirhugað: Undirbúningur hafinn GAGNAVER Ef framkvæmdir ganga vel verður fyrsti áfangi tekinn í notkun í ár. MYND/AÐSEND VIÐSKIPTI Nýir fjárfestar eru á leið inn í eigendahóp fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins 365, sem á meðal annars og rekur Frétta- blaðið, Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Fjárfestar hafa samþykkt að auka hlutaféð um tæplega einn milljarð króna. Meira en helm- ingurinn mun koma frá nýjum fjárfestum en þar að auki munu núverandi eigendur leggja til nýtt fé. Hlutafjáraukningunni verður að hálfu varið í að greiða niður skuldir en að öðru leyti til að styrkja rekstur og vöxt. Á sama tíma var tilkynnt að Sævar Freyr Þráinsson, fyrr- verandi forstjóri Símans, hefði verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365. Honum er falið að vinna að stefnumörkun og framtíðar- sýn, ekki síst á fjarskiptamark- aði þar sem 365 hefur haslað sér völl á undanförnum misserum. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að með ráðningunni á Sævari sé fyrirtækið að fá mann með mikla reynslu af rekstri og fag- legri stjórnun. „365 hefur verið að vaxa á fjarskiptamarkaði og það er stórt skref að fá til liðs við okkur mann sem gjör þekkir markaðinn og veit betur en flestir hvað þarf til að ná árangri í fjarskiptarekstri,“ segir Ari. Sævar var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári þegar Orri Hauksson tók við. Hann segir mörg spenn- andi verkefni fram undan. „Mark- mið okkar er að fjarskipta- og efnisþjónusta 365 hafi sérstöðu sem viðskiptavinir muni njóta. Mitt verkefni verður að ná fram markmiðum um vöxt og aukna arðsemi í rekstri 365. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og hagkvæma þjónustu og nýta vel þau vaxtar- tækifæri sem félagið hefur.“ Eftir að hlutafjáraukningunni lýkur í júní verður eiginfjárhlut- fall 365 ríflega 40% og skuldir um 2,3 milljarðar króna, sem er innan við tvöfaldur árlegur rekstrar- hagnaður félagsins. Samhliða hafa náðst samningar við við- skiptabanka félagsins um endur- fjármögnun á lánum, sem felur í sér lengri niðurgreiðslu feril en verið hefur. andri@frettabladid.is SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON ARI EDWALD STOÐIRNAR STYRKTAR Helmingur hlutafjáraukningarinnar fer í að borga niður skuldir. Hinn helmingurinn fer í að styrkja reksturinn og vöxt félagsins, ekki síst á fjarskiptamarkaði þar sem 365 hefur gert sig gildandi að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýir fjárfestar í 365 Hlutafé 365 aukið um tæplega milljarð króna. Á bak við aukninguna eru núverandi eigendur og nýir fjárfestar. Tilkynnt um ráðningu Sævars Freys Þráinssonar í stól aðstoðarforstjóra. Honum er ætlað að halda utan um vöxt á fjarskiptamarkaði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.