Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.05.2014, Qupperneq 10
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ . Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu. Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. * Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. 5 stjörnu öryggi! Fulltrúar páfa yfirheyrðir 1SVISS Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna yfirheyrðu í gær enn á ný fulltrúa Páfagarðs um barnaníðinga innan kirkjunnar og líktu slælegum viðbrögðum Páfagarðs við pyntingar. Silvano Tomasi erkibiskup sagði kaþólsku kirkjuna vera að reyna að koma sínum málum í lag. Flóttamenn drukkna 2GRIKKLAND Að minnsta kosti 22 flóttamenn drukknuðu þegar skútu hvolfdi ásamt litlum báti skammt frá eyjunni Samos í austanverðu Eyjahafi. Um borð voru fjölmargir flóttamenn sem hugðust reyna að komast til Grikklands. Meðal þeirra sem drukknuðu voru fjölskyldur, sem komust ekki út úr káetu skútunnar. Margir flóttamannanna voru frá stríðshrjáðum löndum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Afganar leita enn 3AFGANISTAN Fólk í þorpinu Abu Barik í norðvestanverðu Afganistan leitar enn ættingja sinna í rústum húsa sem grófust undir aurskriðu á föstudag. Hundruð manna létu lífið og hundruð fjölskyldna að auki hafa misst heimili sitt. Sumum hefur tekist að komast til nærliggjandi þorpa, þar sem þeir hafa fengið húsaskjól hjá ættingjum. Aðrir hafast við í tjöldum. MISSTU HEIMILI SÍN Íbúar þorpsins Aab Bareek í Argo-héraði í Badakhsan í Afganistan. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL „Fiskeldi getur átt glæsta framtíð fyrir sér en ekki ef haldið er áfram á núverandi villi- braut, ef marka má alla þá erlendu sérfræðinga sem hér hafa talað á málþingum í vetur,“ segir Orri Vig- fússon í umsögn til Alþingis vegna frumvarps um fiskeldismál sem þar er til umfjöllunar. Frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á lögum um fisk- eldi er ætlað að einfalda stjórn- sýslu og eftir- lit með fiskeldi og hraða og ein- falda veitingu starfs- og rekstrar leyfa til að gera starfsemi vegna fiskeldis sem skil- virkasta. „Engin stefnumótun hefur verið mörkuð, engar undirbúningsrann- sóknir farið fram og grunngögn vantar um sjávarumhverfið, meðal annars straumfræði, súrefnis- mettun, sjóskipti og fjölmargt fleira,“ segir í umsögn Orra, sem er formaður Norður-Atlantshafslaxa- sjóðsins (NASF). Orri kveðst telja að verði frum- varpið að veruleika geti ímynd sjávarfangs og landbúnaðarvara frá Íslandi beðið langvarandi skaða. „Skipulagsmálin eru í ólestri og ef núverandi frumvarp verður sam- þykkt eykst öngþveitið enn meir og við munum sitja uppi með skaðað lífríki, í óþökk eigenda sjávarjarða og veiðiréttareigenda. Niður staðan er þá komin í ógöngur með illa skipulagða framleiðslu sem skilar fáeinum láglaunastörfum og óheyri- legum kostnaði fyrir skattgreiðend- ur,“ segir Orri í umsögninni sem send var nefndasviði Alþingis í gær. Í bréfi Orra til LÍÚ og Sam- taka atvinnulífsins í apríl sagð- ist hann ósáttur við umsögn þess- ara aðila um frumvarpið. Við gerð þess hefði einungis verið haft samband við talsmenn fisk- eldis, en ekkert við lögvernd- aða einkaeignarrétthafa sem eiga hagsmuna að gæta í mál- inu og heldur ekki við þá sem tala fyrir vernd umhverfisins og villtra laxfiska – þar á meðal Norður-Atlantshafslaxa sjóðinn og Veiðimálastofnun. Erlendum sérfræðingum bæri saman um að hér væri um mikla náttúruvá að ræða og vöruðu nánast einum rómi Íslendinga við fljótfærni. „Á meðan þúsundir háskóla og vísindastofnana um allan heim leita leiða til að leysa þessi vanda- mál ætlum við að leyfa þetta meira og minna óséð og láta okkur skatt- greiðendur, enn eina ferðina, taka á okkur ábyrgðir fyrir hundruð millj- arða,“ sagði Orri. Þá benti hann á að þótt smábátasjómenn megi ekki henda úrgangi í sjóinn sé fisk eldið ekki háð neinum takmörkunum fyrir úrgangslosun. „25 þúsund tonna laxeldi, eins og fyrirhugað er á Patreksfirði, skilar úrgangi á við 400 til 500 þúsund manna bæjarfélag,“ sagði í fyrri umsögn formanns NASF. gar@frettabladid.is LAXELDI Í MJÓAFIRÐI Formaður NASF segir fyrirhugað laxeldi á Patreksfirði skila úrgangi á við 400 til 500 þúsund manns. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Úrgangur nýs laxeldis eins og frá stórri borg Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. ORRI VIGFÚSSON HEIMURINN 1 2 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.