Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2014 | SKOÐUN | 13 Þegar maður veltir fyrir sér merkingu orða og tengingu þeirra við sjúkdóma getur verið skemmtilegt að tengja saman hin ýmsu orð og einkenni. Læknar þekkja það býsna vel að ein algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingur leitar til þeirra er bak- vandamál. Mætti segja í gamni að þá hæfist í upphafi svokallað baktal í óeiginlegri merkingu þar sem fjallað er um einkenni og líðan viðkomandi, en ekki í hinum hefðbundna skilningi að tala illa um viðkomandi án þess að hann viti af því. Oftar en ekki kemur í ljós að um þursabit eða skessuskot er að ræða, hvora óvættina sem maður velur að tengja verkinn við. Hvað sem veldur eru bakverkir ein algengasta orsök fjarveru frá vinnu í hinum vestræna heimi. Það er talsvert á reiki hversu hátt hlutfall fullorðinna fær bakverki eða einkenni frá baki, en flest þekkjum við að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Í nýlegri könnun um heilsu og líðan Íslendinga kemur fram að ríflega 26% hafa á einhverjum tíma- punkti haft langvinna bakveiki eins og það er kallað, en ein skil- greining á því er að einkenni hafi staðið í meira en þrjá mánuði sam- fleytt. Þá er auðvelt að ímynda sér að líklega tvöfalt eða þrefalt fleiri hafi fengið skammvinna verki líkt og vættaskotin ofangreindu. Flokkun bakverkja er mikil- væg, þeim er skipt upp eftir bráð- leika og staðsetningu en einnig orsakasamhengi og undirliggjandi vanda sjúklings. Þannig reynir læknirinn að átta sig á því í hverju vandinn liggur, auk þess að stuðla þannig að meðferð við hæfi. Þá getur verið mjög mikilvægt að vita hvort viðkomandi hafi fengið slíkt áður og/eða hvort um er að ræða versnun einkenna. Í yfir- gnæfandi meirihluta tilvika er engin þörf á sértækri meðferð og verkurinn fer án teljandi inngripa á nokkrum dögum eða vikum og viðkomandi ætti að fara til vinnu og virkni hið fyrsta. Ástæðurnar fjöldamargar Ástæðurnar eru fjöldamargar en þær allra algengustu tengjast almennri kyrrsetu, hreyfingar- leysi, offitu og lélegri líkams- beitingu. Sértækari ástæður eins og beinir áverkar, brjósklos, gigtarsjúkdómar, beinþynning, samfallsbrot, sýkingar og jafn- vel krabbamein geta valdið bæði bráðum og langvinnum verkjum í baki og má ekki gleyma. Það sem er áhugavert í tengslum við verki er að það er ekki með góðu móti hægt að mæla þá. Einstaklingar hafa misháan sársaukaþröskuld og alvarlegustu sjúkdómarnir gefa ekki endilega mestu verkina. Þannig verður „baktalið“ og skoð- unin verulega lituð af því hvað sjúklingnum finnst sjálfum. Vel er þekkt að menn og reyndar konur líka séu alveg að „drepast“ úr bakverkjum sem hvorki er hægt að sjá, finna né greina með neinni annarri aðferð en frásögn viðkomandi. Togstreita Þetta getur valdið á stundum togstreitu varðandi þá meðferð sem veitt er og þær rannsóknir sem boðið er upp á. Við vitum til dæmis að meirihluti þeirra tölvu- sneiðmynda sem gerðar eru af mjóbaki leiða ekki til neinnar breytingar á meðferð eða nálgun á vandamálið. Þannig er verið að geisla umtalsvert meira en þörf er á. Ég ætla engu að síður að undirstrika nauðsyn þess að fá slíkar myndir fyrir ákveðinn hóp, þá sérstaklega ef ekki er um að ræða bata með hefðbundinni með- ferð. Erlendis hefur verið reynt að láta sjúkraþjálfara vera fyrsta fagaðila sem einstaklingur með bakverki hittir og hefur það gagnast vel. Hreyfing og leiðbein- ingar um líkamsstöðu eru lykilat- riði og aldrei of oft sagt. Ólyfseð- ilsskyld lyf ættu að vera fyrsta val en oft þarf sterkari verkja- lyf, taugalyf, slakandi og jafnvel þunglyndislyf. Sprautumeðferð og skurðað- gerðir eru álitin úrræði sem fáir þurfa, en engu að síður nauð- synleg í ákveðnum tilvikum og með réttri ábendingu. Mismuna- greining og útilokun alvarlegri sjúkdóma hjá sjúklingum með langvinna bakverki er nauðsyn. Fræðsla er mikilvæg og sértæk nálgun á vandamál hvers og eins en oft og tíðum reynir á þolin- mæði í þessari glímu. Baktal og þursabit HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Hreyfing og leiðbein- ingar um líkams- stöðu eru lykilatriði og aldrei of oft sagt. Mikið hefur verið þráttað um fram- tíð Reykjavíkur- flugvallar, einkum frá aldamótum. Ríkið og Reykja- víkurborg hafa verið í alls kyns hrossakaupum um samgöngu- miðstöð, aðflug- sljós, trjáklipping- ar, kennsluflug, neyðarflugbraut og loks niðurrif Reykjavíkurflug- vallar. Til tíðinda dró þó þann 25. októ- ber sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S- brautar, frá 2016 til 2022, til sam- ræmis við gildandi samgönguáætl- un og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur stað- setning finnist fyrir flugvöll á höf- uðborgarsvæðinu. Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfinga- flugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lok- unar á neyðarbrautinni eða mögu- leg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í rusl- flokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar. Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raun- veruleg hætta á því að flug- vallarandstæð- ingar í núver- andi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlun- arverki sínu og rífa Reykjavíkur- flugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa séu því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Sam- fylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í van- hugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar. Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkennd- ar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði. Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallar- vini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu. Stöndum vörð um hjartað í Vatnsmýri SKIPULAGSMÁL Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Greta Björg Egilsdóttir höfundar eru í 1. og 3. sæti á lista Fram- sóknar og fl ugvallarvina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.