Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 18

Fréttablaðið - 06.05.2014, Page 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir SYNT Í SJÓ Þessir fjórir vinir tóku þátt í Skerjafjarðarsundi í fyrra þar sem þeir syntu saman frá Grímsstaðavör á Ægisíðunni til Álfta- ness, sömu leið og Eyjólfur synti forðum. AÐSEND MYND Félagar í Sjósunds og sjó-baðsfélagi Reykjavíkur eru sammála um að sjósund sé holl og góð hreyfing. „Við teljum þetta vera eins og hverja aðra hreyfingu sem stuðlar að almennu heilbrigði. Það er líka gott að skella sér í sjóinn á eftir annarri íþróttaiðkun, svo sem hlaupum. Það er hollt að kæla sig niður og endurnæra líkamann. Fólk hefur talað um að það verði betra af vöðvabólgu, psoriasis og fleiru við að stunda sjóböðin,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjósunds og sjóbaðs- félags Reykjavíkur. „Ein af aðal- ástæðum fyrir stofnun félagsins var að efla öryggi þeirra sem stunda sjósund eða sjóböð í Nauthólsvík og annars staðar. Við trúum því að fjöldi iðkenda í þessu frábæra jaðarsporti eigi bara eftir að aukast á komandi árum og því þörf á félagi til að halda utan um hlutina.“ Það verður nóg um að vera í sjónum í sumar fyrir félagsmenn SJÓR. „Við ætlum að vera með Fossvogssund og svo verður synt út í Viðey föstudaginn fyrir menningarnótt. Einnig bjóðum við upp á Skerjafjarðarsund og Bessastaðasund fyrir þá sem vilja reyna sig við langar vegalengdir en það er 4,5 kílómetra langt. Svo verða nokkrir góðir sundstaðir heimsóttir, til að mynda Kleifar- vatn, Hausastaðir, Straumur og Skötubótin í Þorlákshöfn. Við ráðgerum einnig að fara í öldu- sund uppi á Akranesi, sólseturs- sund og sjósund við Garðskaga- vita þegar veðrið er hagstætt. Í haust stefnum við svo á dagsferð vestur á Reykhóla þar sem við ætlum að synda í sjónum og fara í skoðunarferð um Þörungaverk- smiðjuna.“ Ragnheiður segir tilganginn með þessum ferðum vera þann að stuðla að því að fólk sé ekki að synda eitt. „Það býður hætt- unni heim að synda einn. Með ferðunum viljum við einnig kynna fleiri skemmtilega og örugga sjó- sundstaði fyrir fólki. Fólk er farið að synda víðar en í Nauthólsvík og við fáum alltaf fleiri og fleiri fyrirspurnir um hvar sé hægt að synda í sjónum víða um landið.“ Ragnheiður er einnig í stjórn Víðavatnsnefndar Sundsam- bands Íslands sem ætlar að halda sjósundskeppnir á Seyðis- firði, Ísafirði, Akranesi, Akureyri og í Reykjavík í sumar. „Það eru komnir öflugir hópar fólks sem stundar sjósund víða um land. Marga langar til að prófa en hafa sig ekki í það af ein hverjum ástæðum. Flestir prófa með ein- hverjum öðrum og þá kemur í ljós hvort fólk heillast eða ekki og það eru ansi margir sem heillast.“ Þeir sem áhuga hafa á að prófa sjósund geta farið í Nauthólsvík alla miðvikudaga klukkan 17.30 eftir fimmtánda maí. Þá er tekið á móti nýliðum og þeim leið- beint af vönum sjósundsgörpum. „Það er sniðugt að prófa núna og njóta þess að synda í heitari sjó í sumar. Sjórinn er um átta gráður nú í maí en getur farið upp í fjórtán gráður í sumar. Það er þó ekki endilega betra að fara í sjóinn í átta gráðum en í fjórtán, kalt er bara kalt,“ segir Ragn- heiður og brosir. KALT ER BARA KALT SJÓSUND Hitastig sjávar við landið er aðeins um fjórtán gráður á góðum sumardegi. Sjósundsgarpar njóta sundsins hins vegar allt árið um kring. Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Laugardaginn 10. maí 2014 rennur út frestur til að skila framboðslistum vegna bæjarstjórnar- kosninga í Mosfellsbæ sem fram fara þann 31. maí 2014. Yfirkjörstjórn mun þá taka við framboðslistum á skrifstofu Mosfellsbæjar að Þverholti 2, 2. hæð, kl. 10.00-12.00. Yfirkjörstjórn boðar til fundar þann 10. maí, kl. 14.00, á sama stað þar sem hún úrskurðar um framkomna framboðslista að viðstöddum umboðsmönnum listanna. Þegar yfirkjörstjórn hefur úrskurðað um framboðin mun hún auglýsa framboðslista í bæjarblöðunum, bókstaf listanna og nöfn frambjóðanda á hverjum lista. Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Mosfellsbæ 2. maí 2014 Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður Haraldur Sigurðsson Valur Oddsson Save the Children á Íslandi Betra blóðflæði Umboð: www.vitex.is - www.neogenis.com N-O = 30 flöskur af rauðrófusafa 500 ml eða 90 rauðrófur Rauðrófukristall stingur keppinautana af * Ríkt af andoxunarefnum Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPER BEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betr a blóð- flæði, allt að 30% æðaútvíkk un, 30% meiri súrefnis upptaka, rétt- ur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald. Bætt ris hjá körl um, aukin kynörvun kvenna. Nitric Oxid e hef- ur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, ofnæmiskerfi, astma, lungnaþemb u. Einkaleyfi Neogenis Labs á rauðrófukristall tryggir einstaka yfirburði og virkni af nit rite sem umbreytist í Nitri c Oxide í líkamanum . Gott bragð ein tes keið blandað í vatn 100 ml sem jafngildir einni flösku 500 ml af rauðrófu safa. 1. Superbeets dós = 30 flöskur af rauðrófusafa eða 90 rauðrófur 500 mlN -O S ty rk u r* 10 g r Ra uð ró fu rk ri st al l læ k k að v e rð (N-O) 1 tes keið 5g = 3 rauðrófur 30 skammtar = 90 rauðrófur Fæst í Apótekum og heilsubúðum SJÓSUNDSKEMPUR Þær Ragnheiður Valgarðsdóttir og Harpa Hrund Berndsen eru saman í stjórn Víðavatnsnefndar SSÍ og hafa báðar verið í stjórn Sjósunds og sjóbaðs- félags Reykjavíkur. MYND/GVA VIÐ BRÚSASTAÐI Félagar í Sjósunds og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur synda í sjónum víða um land. Þarna synda þeir saman á nýjum stað við Brúsastaði í Hafnarfirði. Ströndin þar er umvafin klettum og hólum og naut fólk þess að synda í tærum sjónum. AÐSEND MYND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.