Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 20
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Sími 512 5457 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Næstkomandi laugardag, 10. maí, verður árlegur þjónustu- dagur hjá viðurkenndum sölu- og þjónustuaðilum Toyota víða um land. Þetta er tíunda árið í röð sem Toyotaeigendur geta komið til sölu- eða þjónustu- aðila og fengið vorhreingern- ingu á bílnum. Allir Toyota eig- endur eru velkomnir milli kl. 11 og 15 á laugardag og verður vel tekið á móti þeim af starfsmönn- um Toyota og hjálparkokkum sem sápuþvo bílana og þurrka. Þegar bíllinn hefur fengið sitt bíður grill og gos auk þess sem sumar glaðningur fylgir fyrir börn og fullorðna. Sýningarsalir verða opnir hjá söluaðilum þar sem skoða má það nýjasta frá Toyota. Toyota- eigendur geta rennt við á þjón- ustudeginum hjá Toyota á Akur- eyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og Kauptúni, hjá Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki, Bílageiranum í Reykjanesbæ, Bifreiðaverk- stæði Reykjavíkur á Bæjarflöt, Bifreiðaverkstæði Austurlands á Egilsstöðum og hjá Arctic Trucks á Kletthálsi. ÞJÓNUSTUDAGUR TOYOTA Á LAUGARDAG Árlegur vorboði hjá Toyotaeigendum, nú í tíunda sinn. Trident er lítill bílasmiður í Bret- landi sem hefur verið starf- andi frá 1965. Trident fram leiðir þennan eina bíl í dag sem heitir Trident Iceni. Hann er um margt merkilegur bíll, er með 6,6 lítra dísilvél sem skilar 395 hestöflum til afturhjólanna og er ekki nema 3,7 sekúndur í hundraðið. Há- markshraði hans er 321 km/klst. Ef honum er hins vegar ekið var- lega kemst hann meira en 3.200 kílómetra á hverri tankfylli, eða nærri tvo og hálfan hring í kring- um Ísland. Er þá miðað við að honum sé ekið á 110 km hraða. Þá snýst vél hans aðeins á 980 snúninga hraða og eyðir aðeins 3,4 lítrum á hverja hundrað kíló- metra. Það þýðir reyndar að tank- urinn tekur ríflega 100 lítra. Trident Iceni er ekki ódýr bíll og kostar í Bretlandi 96.000 pund eða 18,2 milljónir króna. Hægt er að kaupa öflugri uppfærslu vélarinnar í bílinn og er hann þá 660 hestöfl og með 1.050 Nm tog. Þá verður bíllinn líka 5,9 millj- ónum dýrari og heildar verðið komið í 24,1 milljón króna. En hvern munar nokkuð um það?! Heyrst hefur að enn öflugri út- gáfa bílsins sé í pípunum, en þá er eins gott að eigendur þess bíls séu tilbúnir að eyða miklum fjár- munum í dekk, sem hann hlýtur að éta upp eins og smjör með harðfiski. Trident Iceni er breskt dísilskrímsli Skammt er síðan ON setti upp fyrstu hraðhleðslu stöðvarnar fyrir rafbíla í samstarfi við BL og Nissan í Evrópu og í vik- unni var fjórða hraðhleðslustöð- in opnuð á Fitjum í Reykjanesbæ. ON setur upp stöðvarnar í sam- starfi við BL og Nissan í Evrópu og verða þær tíu talsins. Síðan í mars hafa fjórar stöðvar verið opnaðar, ein við höfuðstöðvar ON að Bæjarhálsi 1, ein við BL við Sævarhöfða og ein við Smára- lind, auk áðurnefndrar stöðvar á Fitjum sem er nýjust í röðinni. Með hraðhleðslustöð er hægt að fá 80% hleðslu á rafbíl á að- eins 20-30 mínútum en reikna má með að ökumenn rafbíla muni oft velja styttri hleðslu og nota stöðvarnar oftar. Tíu stöðvar settar upp víða um land Þegar allar tíu hraðhleðslustöðv- arnar hafa verið teknar í notkun verður lítið mál að ferðast um stór svæði landsins á raf bílum eins og Nissan Leaf og það með afar hagkvæmum hætti, enda er raforkan ódýr. Fyrir um ári prófuðu íslenskir bílablaðamenn Nissan Leaf og greindu þeir frá að bíllinn færi 195 kílómetra á einni hleðslu, þó styttri vega- lengd í kulda. Það þýðir að með þéttu neti hraðhleðslustöðva verður Nissan Leaf með hag- kvæmari bílum í rekstri fyrir þá sem aka mikið. Það má reikna með að fleiri stöðvar ýti undir eftirspurn eftir rafbílum enda eru sennilega fá lönd, ef nokkur, sem henta betur fyrir rafbíla en einmitt Ísland. Nissan í Evr- ópu og BL leggja til stöðvarnar og eru sjálfar hleðslu stöðvarnar tíu um 25 milljóna króna virði. Enn á ON eftir að setja upp sex hraðhleðslustöðvar en hægt er að fylgjast með verkefninu á heima- síðunni on.is. ON OPNAR FJÓRÐU HRAÐHLEÐSLUSTÖÐINA FRÁ NISSAN Í FITJUM Enn á ON eftir að setja upp sex hraðhleðslustöðvar. Á síðasta ári voru keyptar 15,6 milljónir nýrra bíla í Bandaríkj- unum en 2,5 milljónum þeirra var aldrei reynsluekið af nýjum eigendum. Enn fremur var 49% þeirra ekið minna en í 30 mín- útur áður en eigendur þeirra tóku ákvörðun um kaup á þeim. Þetta kemur fram í könnun á meðal 2.000 nýrra bíleigenda sem DME Automotive gerði þar vestra. Í könnuninni kemur einnig fram að 33% kaupenda nýrra bíla reynslu- óku aðeins þeirri bílgerð sem þeir síðan keyptu. DME áætlar að helstu ástæður þessa séu að bílkaupendur séu nú mjög vel upplýstir um þá bíla sem á markaðnum eru og að fólk kynni sér oft mjög þá bíla sem til greina koma á vefnum. Þar geti það kynnt sér atriði eins og eyðslu, öryggi, verð, áreiðan- leika og allt það sem fólki finnst skipta máli við bíla. Aðrir benda á að mjög óráðlegt sé að kaupa bíl án þess að prófa hann og það sé kannski eins og að kaupa sér buxur án þess að máta þær og það sé nokkru meira fé að baki fjárfestingu á bíl en buxum. Því sé ráðlegt að þrengja val kostina niður í nokkra bíla sem til greina koma og reynsluaka þeim svo öllum vel áður en að ákvörðun kemur. Fátt sé verra en að sjá á eftir svo stórri fjárfestingu sem í nýjum bíl. Margir kaupendur bíla reynsluaka þeim ekki Þjónustudagur Toyota verður haldinn næstkomandi laugardag, 10. maí. On opnar fj órðu hraðhleðslustöðina en þar er hægt að hlaða rafbíla á stuttum tíma. Líklega er áreiðanleiki það sem mestu máli skiptir þegar kemur að vali á bílum. Fyrst og fremst þurfa bílar að ganga án bil- ana og koma eigendum sínum frá stað A til B. Þetta á við bíla í öllum flokkum, hvort sem það eru jepplingar, fjölskyldubílar, jeppar eða smábílar. Auto Ex- press í Bretlandi hefur gert viða- mikla könnun á þeim smábílum sem bíleigendur telja áreiðanleg- asta og spurðu 50.000 eigendur smábíla. Út úr því kom einkunn fyrir hverja bílgerð fyrir sig og var útkoman þessi: Bílgerð Einkunn 1. Honda Jazz 98,89 2. Kia Rio 96,51 3. VW up! 96,08 4. Skoda Citigo 95,70 5. Nissan Juke 95,61 6. Toyota Yaris 94,95 7. Peugeot 107 94,55 8. Mazda 2 94,41 9. Citroën DS3 93,90 10. Suzuki Swift 93,66 Næstu tíu bílarnir á listanum voru Kia Picanto, Audi A1, Opel Adam, Ford Fiesta, Hyundai iX20, Renault Clio, Peugeot 208, Fiat Panda, Skoda Fabia og Hy- undai i10. Neðstu bílarnir á list- anum að neðan talið voru svo Fiat Punto, Mini Cooper, Alfa Romeo Mito, VW Polo, Fiat 500 og Kia Venga. Ekki var tekið neitt tillit til þess hvað bílarnir kosta. Athygli vekur að enn eina ferðina eru bílar frá Japan og S- Kóreu áberandi efst á listanum og af tíu bestu bílunum eru fimm þeirra frá Japan og einn frá S- Kóreu, en af næstu tíu bílum eiga Hyundai og Kia frá S-Kóreu þrjá bíla. Frakkar eiga tvo á topp tíu listanum, Þjóðverjar einn og Tékkar einn. Áreiðanlegustu smábílarnir Trident Iceni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.