Fréttablaðið - 06.05.2014, Síða 22

Fréttablaðið - 06.05.2014, Síða 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR Þegar hinir þekktu M-bílar frá BMW eru annars vegar eru fáir sem eru jafn þekktir og hinn goðsagnakenndi BMW M3 CSL, sem var sérstaklega léttur og aðeins framleiddur í 1.400 ein- tökum fyrir tíu árum. Það er því magnað að hinn nýi M235i skuli jafna tíma M3 CSL á reynslu- akstursbraut Auto Express-tíma- ritsins því að M3 CSL er búinn 360 hestafla vél og er auk þess sérstaklega léttur. Hann er með þynnra gleri en venjulegur M3, léttari hljóðeinangrun og minni búnaði, auk þess sem yfirbygg- ingin er að miklu leyti út kol- trefjaefnastyrktu plasti. Niður- staðan er sú að M3 CSL vegur aðeins 1.385 kíló. Fer aðrar leiðir M235i fer nokkuð aðrar leiðir til að ná árangri en M3 CSL en niðurstaðan er sú sama eins og áður kemur fram. M235i notast við þriggja lítra línuvél með túrbínu og skilar hún 320 hest- öflum á móti 360 hestöflum M3 CSL. Tog M235i-bílsins er hins vegar meira, auk þess sem þróun í hemlun skilar mikilli bætingu á tíma. Þá er M235i vit- anlega búinn öllum nútímaþæg- indum og tæknibúnaði, en margt af slíku var auka búnaður í CSL. Hröðun í 100 km/klst. tekur um fimm sekúndur og því er um alvöru kraftabíl að ræða enn eina ferðina frá BMW. Umboð fyrir BMW á Íslandi hefur BL og má reikna með að einhverj- ir sýni nýja M235i áhuga enda er töluvert magn M-bíla til á landinu. BMW M235I JAFNAR TÍMA HINS GOÐSAGNAKENNDA M3 CSL FÍB kannaði á dögunum verð á sumarhjólbörðum. Í könnuninni var spurt um verð á fjórum hjól- börðum eða einum hjólbarða- gangi undir bílinn. Kannað var verð á einum dekkjagangi undir bílinn þar sem söluaðilar hafa gefið í skyn að neytendur kaupi oftast fjögur dekk og það geti verið hagstæðara að kaupa einn gang en einn hjólbarða. Könn- unin var gerð í 15. viku ársins og fór þannig fram að haft var símasamband við seljendur hjól- barða um allt land og þeim síðan sendar fyrirspurnir. Spurt var um verð á nýjum hjól- börðum af tveimur algengum stærðum fyrir fólksbifreiðar og jeppa/jepplinga. Beðið var ann- ars vegar um verð á sumarhjól- börðum fyrir fólksbíla, stærð 195 / 65 R15 og hins vegar verð sumarhjólbarða fyrir jeppa/ jepplinga af stærð 235 / 65 R17. Í kjölfar þessarar könnunar fór starfsmaður félagsins í heim- sókn til allra stærri sölu- og inn- flutningsaðila á höfuðborgar- svæðinu til að sannreyna upp- gefnar tölur. Þar sem könnun þessi er ein- ungis verðkönnun er engin af- staða tekin til gæða hjólbarð- anna að öðru leyti en því sem felst í ESB-merkingum hjólbarð- anna þar sem það á við. Mark- tæk svör bárust frá 21 seljanda um verð á sumarhjól börðum. Verð í könnuninni er listaverð og án afsláttar en margir selj- endur bjóða margvíslegan af- slátt. Hér má sjá niðurstöður könnunar FÍB. HJÓLBARÐAVERÐKÖNNUN FÍB Hvað kosta nýju sumarhjólbarðarnir? Efnahagur í Brasilíu hefur farið mjög batnandi á síðustu árum þó svo að nú sé nokkurt bakslag. Efn uðum Brasilíumönnum hefur fjölgað um meira en helming frá árinu 2002. Af einstökum löndum er Brasilía fjórði stærsti bíla- markaður í heimi og Brasilía er sjöundi stærsti bílaframleiðandi í heimi – sum af stærri bílafyrir- tækjunum eru með verk smiðjur þar, en fáir af lúxusbílafram- leiðendunum. Sala á lúxusbílum í Brasilíu jókst um 32% á fyrsta fjórðungi þessa árs þrátt fyrir að heildarsala bíla hafi fallið um 5%. Ástæða þess er ekki bara fólgin í bættum efnahag heldur einnig gjaldabreytingum frá brasilíska ríkinu, en álögur á dýrari bíla hafa lækkað. Enn þá eru þó sérstök gjöld á bíla sem framleiddir eru utan Brasilíu og því hafa sumir bílaframleið- endur sett upp verksmiðjur þar til að sneiða hjá þessum gjöld- um. Það hefur Mercedes Benz þó ekki enn gert en hyggst breyta því með opnun verksmiðju árið 2016. BMW er langt komið með uppsetningu verksmiðju í Brasi- líu og verður hún opnuð á þessu ári. BMW jók söluna um 90% á fyrstu þremur mánuðum ársins í Brasilíu, en Benz aðeins um 30%. Fleiri lúxusbílaframleiðendur eru einmitt að reisa bílaverksmiðj- ur í Brasilíu. Jaguar/Land Rover ætlar að opna eina slíka árið 2016 og það hyggst Audi einnig gera. Þetta gera öll þessi fyrirtæki þrátt fyrir bakslagið í efnahag landsins nú, en trú þeirra bygg- ist á því að það sé aðeins tíma- bundið bakslag og að efnameira fólki muni áfram fjölga verulega í Brasilíu, en það eru tilvonandi kaupendur bíla þeirra. Lúxusbílaframleiðendur veðja á Brasilíu Nýr BMW M235i jafnaði tíma BMW M3 CSL á braut Auto Express á dögunum. BMW jók sölu bíla sinna í Brasilíu um 90 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tegund Gerð Verð Sparneytni Veggrip Veghljóð Söluaðili Staður Sími SONAR SX608 43.856 kr. E C 72 Dekkjahöllin Rvk./Ak./Eg 581-3022 Hifl y Sumar 201 50.990 kr. E C 71 Dekkjahúsið Kópavogur 533-3100 Fortuna F1500 sumar- dekk 88t 51.492 kr. Pardus Hofsós 453-7380 Kormoran Runpro sumar- dekk 51.960 kr. bílaverkstæði Jóhanns Hveragerði 483 4299 Aoteli P307 51.960 kr. E B 71 Sólning Rvk./Hf./Kóp./ Sel./Nj. 544-5000 Sailun Atrezzo SH402 52.000 kr. Dekkjasalan Hafnarfjörður 587-3757 Wanly 52.700 kr. VAKA Reykjavík 567-6700 Federal Tævan SS 657 55.600 kr. E C 70 BJB pústþjón- ustan Hafnarfjörður 565-1090 Infi nity INF040 55.924 kr. VAKA Reykjavík 567-6700 Interstate TOURING IST-1 55.960 kr. Bílaverið Ísafjörður 456-3501 Kingstar SK70 55.960 kr. Réttingaverk- stæði Sveins Neskaupsstaður 477-1169 Sava Intensa 56.400 kr. Hekla Reykjavík 590-5683 Sava Intensa 56.400 kr. E C 69 Klettur Rvk./Garðabæ 590-5280 Intensa HB 56.400 kr. E C 69 VIP dekk Reykjavík 690-9111 Sailun Atrezzo SH 402 58.000 kr. B C 71 Fossdekk Selfoss 482-2516 Nokian Line 60.304 kr. C B 71 Max1 Rvk./Hf./Ak. 515-7190 Vredestein Holland Hi-Trac si 62.000 kr. BJB pústþjónustan Hafnarfjörður 565-1090 BF Goodrich G-Force Winter 62.000 kr. Dekkjasalan Hafnarfjörður 587-3757 Hankook Kinergy ECO 62.000 kr. Dekkjasalan Hafnarfjörður 587-3757 Cooper CS2 63.600 kr. Bílaþjónustan Húsavík 464-1122 YOKOHAMA BLUEARTH AE-01 63.924 kr. C B 69 Dekkjahöllin Rvk/Akureyri/Egilss. 581-3022 Kumho KH27 63.960 kr. B B 67 N1 Um land allt 440-1120 4 dekk m. vsk. Sterkasti og veikasti fl okkur: A til G Sterkasti og veikasti fl okkur: A til F Hljóðstyrkur dB Félag íslenskra bifreiðaeiganda – apríl 2014 Verðkönnun á sumarhjólbörðum – stærð 195 / 65 R15

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.