Fréttablaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 12
6. maí 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Kona um þrítugt kaupir inn. Hún heyrir
pískur og þegar hún lítur upp sér hún
ungt fólk sem tekur myndir af henni með
símunum sínum. Hún veit hvað vekur
athygli þeirra en bregst ekki við. Hún
klárar innkaupin og segir manninum
sínum ekki frá því sem gerðist fyrr en
þau koma heim. Hún skammast sín og
grætur.
Karl á þrítugsaldri er úti að ganga með
hundinn sinn. Maður sem hann mætir
snýr sér við, tekur símann upp úr vas-
anum og smellir af. Sá heldur sína leið og
hundaeigandinn klárar hringinn og fer
síðan heim. Hann segir engum frá því
sem gerðist.
Verða fyrir fordómum
Þetta eru sannar sögur frá Íslandi í dag.
Í báðum tilvikum er um að ræða fólk í
mikilli yfirþyngd. Þau eru mjög með-
vituð um hvað þau eru stór og verða
fyrir fordómum vegna þess á hverjum
degi. Stærð þeirra kallar fram viðmót
sem mótast af neikvæðri sýn á stórt fólk.
Það mótar þjónustu í búðum, veitinga-
stöðum og afgreiðslustofnunum. Lítils-
virðing snýst jafnvel upp í ofbeldi eins
og í dæmunum hér að ofan, þegar þau
verða skotspónn ókunnugra og eru sett í
stöðu sem niðurlægir og meiðir.
Það þarf að skera upp herör gegn fitu-
fordómum. Megrunarlausi dagurinn er
meðal annars haldinn til að vekja athygli
á þjáningum sem hljótast af þráhyggju
um grannan vöxt og almennri andúð á
fitu. Við erum hvött til að sjá fyrir okkur
veröld þar sem fólk í ólíkum stærðum er
metið fyrir hvað það er en ekki hvort það
er feitt eða grannt.
Yfirvöld þurfa líka að horfast í augu
við veruleika fólks í ofþyngd. Ástæð-
urnar eru margslungnar og of þyngdin
leiðir til vandamála af félagslegum,
heilsufarslegum og tilfinningalegum
toga. Við því þarf að bregðast.
Af öllum stærðum
➜ Megrunarlausi dagurinn er
meðal annars haldinn til að vekja
athygli á þjáningum sem hljótast
af þráhyggju um grannan vöxt og
almennri andúð á fi tu. Við erum
hvött til að sjá fyrir okkur veröld
þar sem fólk í ólíkum stærðum er
metið fyrir hvað það er en ekki
hvort það er feitt eða grannt.
SAMFÉLAG
Árni Svanur
Daníelsson
prestur
Kristín Þórunn
Tómasdóttir
prestur
F
lugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma
skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag.
Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum
til og frá landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í
gær má ætla að ferðaáætlanir um 7.000 manns verði í
uppnámi, komi til verkfalls í vikunni. Þá raskast 46 flugferðir á
vegum Icelandair.
Verkföll flugmanna eru ekki
eingöngu líkleg til að valda
þúsundum manna verulegum
óþægindum. Þau munu líka
valda ferðaþjónustunni í landinu
miklum skaða. Helga Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, sagði í
Fréttablaðinu fyrir helgi að á þessum árstíma mætti ætla að tap-
aðar gjaldeyristekjur vegna verkfalls næmu um milljarði króna
á dag. „Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil
áhrif,“ sagði Helga. Verkfall hefur ekki aðeins áhrif á afkomu
ferðaþjónustufyrirtækja hér og nú. Það er líka vont fyrir orð-
spor Íslands sem ferðamannalands og þar með framtíðarafkomu
greinarinnar sem margir eiga mikið undir, þar með taldir flug-
menn og samstarfsfólk þeirra hjá Icelandair.
Hvaða kröfur ætli það séu sem flugmenn vilja ná fram, jafnvel
með svo ærnum tilkostnaði fyrir eigin atvinnugrein? Þeir neita
sjálfir að tjá sig um kröfugerðina, en Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að þeir fari fram á margfalda þá 2,8 prósenta hækkun
sem samið var um í almennum kjarasamningum fyrir jól. Sam-
tök atvinnulífsins meta það svo að kröfugerðin feli í sér allt að 30
prósenta launahækkun.
Ef flugmenn væru á flæðiskeri staddir mætti hugsanlega rétt-
læta slíkar kröfur. Algeng heildarlaun þeirra eru hins vegar á
bilinu 1,5 til tvær milljónir króna.
Forsvarsmenn Félags íslenzkra atvinnuflugmanna hafa látið
hafa ýmislegt afar umdeilanlegt eftir sér þegar þeir rökstyðja
þessar fráleitu kröfur. Örnólfur Jónsson, formaður samninga-
nefndarinnar, sagði í Bylgjufréttum fyrir nokkru að afkoma
Icelandair væri góð og nú væri „komið að starfsfólkinu“. Það má
rökstyðja að starfsfólk eigi að njóta þess þegar vel gengur, en Ice-
landair hefur þegar samið við meirihluta starfsmanna sinna, sem
féllust á sömu litlu hækkunina og meginþorri annarra launþega.
Það fólk er flest á miklu lægri launum en flugmennirnir.
Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, sagði í Fréttablaðinu í gær að
umræður um að setja lög til að afstýra verkfalli væru einkenni-
legar. Verkfallið lokaði alls ekki landinu, af því að sjö eða átta
önnur flugfélög flygju til og frá Íslandi nú í byrjun maí. „Það er
grafalvarlegt ef það eru sett lög á stéttarfélög,“ sagði Hafsteinn.
Núna í vikunni eru um tveir þriðjuhlutar flugferða til og frá
Keflavíkurflugvelli á vegum Icelandair. Það er hreint ekki svo að
það sé einfalt mál fyrir flugfarþega að fá far með öðru flugfélagi.
Verkfallið veldur gífurlegri röskun og ýmis rök mæla með að sett
verði lög til að koma í veg fyrir það.
Verkfallsrétturinn er nefnilega neyðarréttur, sem varð til þegar
launafólk var að berjast fyrir mannsæmandi kjörum og grund-
vallarréttindum. Það er líka grafalvarlegt þegar hálaunastéttir,
sem í krafti aðstöðu sinnar geta nánast tekið landið í gíslingu,
nota þá stöðu með ófyrirleitnum hætti til að ná fram ósann-
gjörnum kröfum.
Flugmenn Icelandair misnota aðstöðu sína:
Neyðarréttur
hálaunafólksins
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Ungir en seinir
Ungir jafnaðarmenn sendu frá sér
ályktun í gær þess efnis að Hanna
Birna Kristjánsdóttir innanríkis-
ráðherra ætti að víkja sem ráðherra
í tengslum við lekamálið svokallaða.
Mörgum þykja Ungir jafnaðarmenn
heldur seinir að bregðast við en eins
og alþjóð veit kom málið fyrst upp
í desember á síðasta ári, eða fyrir
hálfu ári. Það hefur raunar vakið
furðu hve lítið ungliðahreyf-
ingar stjórnmálaflokkanna
hafa tjáð sig um málið en þær
eru venjulega fyrstar til að
hrópa á afsögn stjórnmála-
manna fyrir hin ýmsu af-
glöp í starfi. Kannski tími
ungliðahreyfinganna sé í
raun og veru liðinn.
Forsætisráðherra í felum
Ríkisstjórnin nýtur meiri stuðnings
samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups
en í síðustu könnun, eða um 40
prósenta. Hverju þetta sætir er
ekki vitað en vinsælar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar hafa verið fáar
það sem af er kjörtímabili. Kauðsk
leit Framsóknarflokksins að odd-
vita í borginni hefur heldur ekki
hjálpað til við að bæta
ímynd flokksins. Nú
slá margir því föstu
að helsta ástæðan
fyrir fylgisaukningu
ríkisstjórnarinnar sé
sú að sjálfur forsætis-
ráðherra, Sigmundur
Davíð Gunnlaugs-
son, hefur varla
sést í viðtölum
við fjölmiðla svo vikum skiptir og
virðist vera nærri óínáanlegur.
Enginn Óttar
Þingmaðurinn og rokkarinn Óttar
Proppé stígur á stokk í Eurovision í
kvöld. Pollapönkarinn knái hélt út
til Kaupmannahafnar þann 27. apríl
síðastliðinn en virðist hafa gleymt að
kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi.
Það kom ekki til greina að kalla inn
varamann í Útsvarslið Reykjavíkur og
því fór svo að Óttari var flogið heim frá
Kaupmannahöfn til að taka bikarinn.
Ríkissjónvarpið virðist samt ekki
vera tilbúið að borga ferða-
kostnað Óttars í þingsalinn
og því er sæti Óttars autt og
þingmannslaust, stjórnar-
andstöðunni til mikils ama.
snaeros@frettabladid.is